Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 48
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 BAKÞANKAR Guðmundar Kristjáns Jónssonar Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar ég fékk fyrsta klámblaðið í hend- urnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og þegar ég fékk nær óheftan aðgang að internetinu á unglingsárum byrjaði ballið fyrir alvöru. Nýjar konur nánast daglega árum saman, af öllum stærð- um og gerðum. Myndböndin tóku við af ljósmyndunum og háskerpan var líkt og hedónísk hraðbraut án hraða- takmarkana. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að ég væri hugsanlega langt leiddur klámfíkill sem gat varla fengið fullnægingu án þess að ýta undir mansal. Stöðugar lygar um klámneysl- una hringdu engum viðvör- unarbjöllum. Mér fannst þetta fullkomlega eðlilegt. GRUNLAUS UM hvað biði mín, hætti ég að skoða klám af mannúðarástæðum fyrir nokkrum árum. Eftir á að hyggja var kannski ágætt að ekkert af forvarnarstarfi skóla- göngu minnar hafði snúist um afleiðingar klámneyslu. Ef ég hefði vitað að ég yrði nær getulaus, þunglyndur, svefnvana og ófær um að standa undir væntingum í rúminu þá er ég ekki viss um að ég hefði ákveðið að hætta. ÁRUM SAMAN var ég þess fullviss að ég væri frábær elskhugi sem lifði góðu kynlífi. Þetta reyndist misskilningur. Ég gat vissulega framkvæmt ýmsar kúnstir í rúminu en ég var ófær um að elskast. Ófær um að njóta ásta þar sem allt er hárfínt og viðkvæmt og nándin yfirtekur allt. Hugurinn var of gegn- umsýrður af klámi til að líkaminn gæti brugðist eðlilega við snertingu, ástúð og virðingu. Aldrei hefði mig grunað að það myndi taka mig marga mánuði að ná þeim bata að komast í snertingu við sjálfan mig á ný. Að því tímabili loknu öðlaðist kynlíf hins vegar nýja og æðri merkingu í mínum huga. ÉG HEF EKKI tölu yfir hversu marg- ar greinar ég hef rekist á um hvernig hægt sé að verða betri elskhugi. Falin fíkn er alltof sjaldan umfjöllunarefni þeirra. #energy Vilt þú verða betri elskhugi? KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA Magnaður þriller byggður á metsölubókinni ÁÐUR EN ÉG SOFNA Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong Besti leikari í aðalhlutverki - Eddie Redmayne FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA „Smith og Robbie geisla í hinni ómótstæðilegu grín– spennumynd FOCUS“ Ent. Weekly CHAPPIE 8, 10:30 THE DUFF 5:50, 8 STILL ALICE 5:50, 8 ANNIE 5 VEIÐIMENNIRNIR 10:10 HRÚTURINN HREINN 3:50 KINGSMAN 10:10 PADDINGTON 3:50 - ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Miðasala á: THE GRUMP KL. 5.30 - 8 - 10.40 CHAPPIE KL. 10.20 ANNIE KL. 5.30 VEIÐIMENNIRNIR KL. 5.30 - 8 - 10.30 BIRDMAN KL. 8 - 10.30 ÖMURLEG BRÚÐKAUP - ÍSL TEXTI KL.. 5.30 - 8 - 10.20 THE DUFF KL. 5.45 - 8.10 - 10.30 CHAPPIE KL. 5.30 - 8 - 10.40 CHAPPIE LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.40 ANNIE KL. 5 INTO THE WOODS KL. 5 FIFTY SHADES OF GREY KL. 8 - 10.40 KINGSMAN KL. 8 - 10.45 PADDINGTON KL. 3.30 - ÍSL TAL Hljómsveitin Árstíðir gefur út í dag sína þriðju breiðskífu í fullri lengd sem hefur fengið nafnið Hvel. „Hinar plöturnar voru meira akústik, en þessi plata er stúdíó- plata og við leyfðum okkur að leika okkur með alls kyns hljóðheima og uppgötva okkur á ný,“ segir Ragn- ar Ólafsson, söngvari og píanó- leikari sveitarinnar. „Meðlimir hafa að nokkru leyti fetað nýjar slóðir á nýju plötunni og gætir nú rafrænna áhrifa meira en á fyrri breiðskífum, auk þess sem trommu ásláttur setur sinn svip á nokkur lög plötunnar,“ segir Ragn- ar, en á fyrri plötum sveitarinnar var lítið um trommu- og bassaleik. „Lögin eru öll mjög ólík innbyrð- is og fékk hvert þeirra sína með- höndlun, en þau mynda samt sem áður heild,“ segir hann. Upptökustjóri plötunnar var Styrmir Hauksson, sem hefur unnið með GusGus, Blood group og fleirum. „Styrmir fékk svo mjög merkilegan mann að nafni Glenn Schick til að hljóðjafna plöt- una fyrir okkur, en hann er mjög þekktur í rappheiminum úti. Hann hefur reyndar líka unnið með Just- in Bieber sem er kannski mæli- kvarði á hversu eftirsóttur hann er,“ segir Ragnar. Platan var fjármögnuð með hóp- fjármögnun á Kickstarter og var markmiðinu náð á aðeins nokkr- um dögum. „Ég held að þessi fjár- mögnun sé framtíðin, þarna ákveð- ur fólkið sjálft hvort það vill heyra tónlistina eða ekki,“ segir hann. Til þess að fagna útgáfudeginum verða tónleikar haldnir á Rosen- berg í kvöld klukkan 22.00. adda@frettabladid.is Rafrænni Árstíðir en áður Í dag gefur hljómsveitin Árstíðir út sína þriðju stúdíóplötu en með þeim að plötunni vann hljóðblandarinn Glenn Schick, sem vann með Justin Bieber. ÁRSTÍÐIR Ragnar Ólafsson, Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobson og Karl Pestka skipa Árstíðir. MYND/ MATT EISMAN Glenn Schick er mjög þekktur og virtur í tónlistarheiminum, og þá sér- staklega í rappheiminum í Bandaríkjunum. Meðal þekktra nafna sem hann hefur unnið með eru Ludacris, Janet Jackson, Gucci Man, B.O.B, Waka Flocka og Chingy. Auk þess hefur hann unnið fyrir Elton John og Justin Bieber. Hann hóf feril sinn í New York, en fluttist suður og vann sem hljóð- maður fyrir CNN, í þáttunum Arrested Development og í heimildarmynd fyrir R.E.M. Hann hefur margsinnis átt lög á topp 10 Billboard-listans og hefur verið tilnefndur til Grammy-verðlauna. Um Glenn Schick 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 9 -A 2 2 4 1 4 0 9 -A 0 E 8 1 4 0 9 -9 F A C 1 4 0 9 -9 E 7 0 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.