Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 50
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34
DOMINOS KARLA
STJARNAN - KR 100-103 (55-50)
Stigahæstir: Jeremy Martez Atkinson 32,
Dagur Kár Jónsson 28, Marvin Valdimarsson
19. - Michael Craion 37/20 fráköst, Helgi Már
Magnússon 18/6 fráköst.
GRINDAVÍK - KEFLAVÍK 81-89 (43-42)
Stigahæstir: Rodney Alexander 34/12 fráköst,
Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst, Ólafur Ólafs-
son 10. - Davon Usher 21/10 fráköst, Damon
Johnson 21/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 12.
SNÆFELL - TINDASTÓLL 77-80 (36-40)
Stigahæstir: Christopher Woods 29/13 fráköst,
Sigurður Á. Þorvaldsson 13/6 fráköst - Myron
Dempsey 20/6 fráköst, Darrel Keith Lewis 19/6
fráköst/5 stolnir.
HAUKAR - ÍR 89-65 (44-30)
Stigahæstir: Alex Francis 31/11 fráköst, Haukur
Óskarsson 14, Kári Jónsson 12 - Emil Barja 11/10
fráköst/15 stoðsendingar. - Trey Hampton 20/11
fráköst.
SKALLAGR. - NJARÐVÍK 96-108 (46-53)
Stigahæstir: Páll Axel Vilbergsson 24/4 fráköst,
Sigtryggur Arnar Björnsson 23/6 stoðsendingar.
- Stefan Bonneau 35/5 fráköst/5 stoðsendingar,
Hjörtur Hrafn Einarsson 19/6 fráköst.
STAÐAN
KR 20 18 0 2 1957:1656 36
Tindastóll 20 15 0 5 1890:1720 30
Haukar 20 12 0 8 1782:1681 24
Njarðvík 20 12 0 8 1756:1675 24
Stjarnan 20 11 0 9 1775:1761 22
Keflavík 20 10 0 10 1696:1731 20
Þór Þ. 19 10 0 9 1776:1788 20
Grindavík 20 10 0 10 1775:1767 20
Snæfell 20 8 0 12 1739:1784 16
ÍR 20 5 0 15 1663:1794 10
Fjölnir 19 4 0 15 1579:1783 8
Skallagrímur 20 4 0 16 1635:1883 8
OLÍS DEILD KARLA
FH - HAUKAR 20-33 (7-18)
Markahæstir: Magnús Óli Magnússon 5, Þorgeir
Björnsson 4, Jóhann Birgir Ingvarsson 3, Ásbjörn
Friðriksson 3/2 - Elías Már Halldórsson 5, Einar
Pétursson 5 , Jón Þorbjörn Jóhannsson 4 .
ÍR - HK 31-28 (18-12)
Markahæstir: Arnar Birkir Hálfdánsson 10,
Björgvin Hólmgeirsson 6, Sturla Ásgeirsson 5 -
Daði Laxdal Gautason 7, Guðni Már Kristinsson 5,
Þorgrímur Smári Ólafsson 4.
STAÐAN
Valur 20 15 2 3 556:476 32
ÍR 21 13 3 5 584:544 29
Afturelding 20 13 3 4 491:458 29
FH 21 10 2 9 548:538 22
Haukar 21 8 5 8 525:499 21
ÍBV 19 9 2 8 492:467 20
Akureyri 21 9 2 10 518:522 20
Fram 21 6 1 14 462:557 13
Stjarnan 19 5 2 12 475:501 12
HK 21 3 0 18 505:594 6
OLÍS DEILD KVENNA
GRÓTTA-SELFOSS 31-10 (18-5)
Mörk Gróttu: Karólína Bæhrenz Lárudóttir 6,
Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Arndís María
Erlingsdóttir 4, Lovísa Thompson 3, Anna Úrsúla
Guðmundsdóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir 2,
Anna Katrín Stefánsdóttir 2, Eva Björk Davíðs-
dóttir 2, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 2, Guðný
Hjaltadóttir 2, Sunna María Einarsdóttir 1.
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5,
Carmen Palameriu 4, Margrét Katrín Jónsdóttir 1.
FRÁBÆR Giedrius Morkunas varði 64
prósent þeirra skota sem hann fékk á
sig á móti FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Pavel Ermolinskij mun ekki vera með KR-liðinu í síðustu
leikjum liðsins í Dominos-deildinni en í læknisskoðun í
gær greindist smá rifa í vöðva aftan á lærinu. Hún er á
„góðum stað“ og á að gróa á fjórum vikum samkvæmt
læknisráði. Pavel verður því að öllum líkindum orðinn
leikfær þegar úrslitakeppnin hefst.
Pavel missti af leiknum á móti Stjörnunni í gær-
kvöldi og hann missir líka af leiknum við Þór Þorláks-
höfn á sunnudaginn í DHL-höllinni og Fjölni í Dal-
húsum eftir viku. Úrslitakeppnin hefst 19. mars og
ætti Pavel að verða leikfær þegar að henni kemur,
ef allt gengur að óskum.
Pavel Ermolinskij endar því tímabilið með
þrefalda tvennu að meðaltali en hann er með 13,3
stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar að meðal-
tali í fimmtán leikjum.
Pavel endar með þrennu að meðaltali
HANDBOLTI Haukar hafa verið á
mikilli siglingu í Olís-deild kvenna
að undanförnu en liðið hefur unnið
fimm leiki í röð og tíu af síðustu
ellefu leikjum sínum. Haukar sitja
í 4. sæti deildarinnar með 26 stig
þegar þrjá umferðir eru eftir af
deildarkeppninni.
Karen Helga Díönudóttir, leik-
stjórnandi og fyrirliði Hauka,
segir að Hafnarfjarðarliðið hafi
nýtt vetrarfríið vel til að bæta það
sem miður fór í upphafi tímabils,
en Haukar töpuðu fimm af átta
fyrstu deildarleikjum sínum.
„Við vorum ekki nógu sáttar
með okkur sjálfar eftir fyrri hluta
tímabilsins,“ sagði Karen, sem var
í skólanum þegar Fréttablaðið sló
á þráðinn til hennar í gær, en hún
stundar nám í rekstrarhagfræði
við Háskólann í Reykjavík.
„Við tókum til hjá okkur, fórum
vel yfir það sem þurfti að laga
og settum okkur skýrari mark-
mið. Okkur fannst sóknarleikur-
inn ekki hafa staðið undir nafni
og eyddum miklum tíma í að bæta
hann í vetrarfríinu,“ sagði Karen.
Hún bætti þó við að Hauk-
ar þyrftu væntanlega aðeins að
breyta áherslunum hjá sér en
báðar örvhentu skyttur liðsins,
Viktoría Valdimarsdóttir og Kol-
brún Gígja Einarsdóttir, eru
meiddar á hné og verða líklega
ekki meira með á tímabilinu.
Haukar eru sem áður segir í 4.
sæti deildarinnar en Karen segir
að 5. sætið hafi verið markmiðið
fyrir tímabilið: „Við erum komnar
upp í 4. sætið og erum staðráðnar
í að halda okkur þar. Það er smá
stökk upp í 3. sætið en það getur
allt gerst,“ sagði Karen, en hversu
langt getur Haukaliðið farið í
vetur?
„Alla leið, eigum við ekki að
segja það. Það býr mikið í þessu
liði, mikið hungur og mikil leik-
gleði,“ sagði Karen sem hefur, líkt
og allt Haukaliðið, verið í mikilli
sókn á undanförnum árum. Hún
lék sína fyrstu A-landsliðsleiki
síðasta haust og stefnir á að halda
sæti sínu í landsliðinu.
„Að sjálfsögðu, annars væri
maður ekki í þessu. Þarna vill
maður vera,“ sagði Karen að
lokum. - iþs
Eyddum miklum tíma í að bæta sóknarleikinn
Karen Helga Díönudóttir er fyrirliði Hauka sem hafa verið á mikilli siglingu í Olís-deildinni í handbolta.
FÓTBOLTI Stelpurnar okkar spila annan leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta
í dag þegar þær mæta Noregi. Ísland tapaði fyrsta leik riðilsins á miðvikudag-
inn þegar liðið laut í gras gegn Sviss, 2-0. Í fyrra tapaði Ísland fyrsta leiknum
gegn Þýskalandi, 5-0, en þá var fall fararheill. Ísland vann næstu tvo leiki í
riðlinum og vann leikinn um bronsið á móti Svíþjóð.
Annar leikur Íslands á Algarve-mótinu fyrir ári var einmitt á móti Noregi,
en þá unnu okkar stelpur, 2-1. Mist Edvardsdóttir skoraði fyrra markið og
Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Íslandi sigurinn með marki á 86. mínútu
leiksins. Þetta verður þriðji leikur liðsins á Algarve-mótinu. Ísland vann
þann fyrsta, 3-1, árið 2009 þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö
mörk. Ári síðar vann Noregur, 3-2, en þá skoruðu Margrét Lára Viðarsdóttir og
Hólmfríður Magnúsdóttir mörk íslenska liðsins.
Freyr Alexandersson stillir mögulega upp sterkara liði í dag en á móti Sviss.
Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára og markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir
byrjuðu allar á varamannabekknum í síðasta leik og koma líklega inn í liðið.
Katrín Ómarsdóttir spilar þó ekki á mótinu vegna höfuðhöggs. - tom
Fall var fararheill hjá íslensku stelpunum á Algarve í fyrra
KLÁR Dagný Brynjarsdóttir kom inn á
sem varamaður síðast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SPORT
Frjálsar Aníta Hinriksdóttir er
nýorðin nítján ára en hún er þrátt
fyrir ungan aldur mætt á sitt
fjórða stórmót fullorðinna. Gunn-
ar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu
Hinriksdóttur, er með henni úti á
EM í Prag og honum líst vel á stöð-
una á vonarstjörnu Íslands á Evr-
ópumótinu í ár.
„Hún er bara tilbúin í slaginn.
Við vorum niðri í höll í morgun
og það eru mættar hingað mjög
margar sem við þekkjum og hún
hefur keppt við áður. Þetta verður
skemmtilegt barátta. Riðlakeppn-
in byrjar á morgun (í dag) og það
er ekkert annað en hlaupa þann-
ig hlaup að hún komist örugglega
áfram. Undirbúningurinn hefur
gengið vel og hún á að vera í góðu
standi til þess,“ segir Gunnar Páll.
Aníta keppti líka EM innanhúss
fyrir tveimur árum þar sem hún
varð í 11. sæti. Hún varð einnig í
11. sæti á HM innanhúss 2014.
Að standast pressuna
„Hún er að fá meiri reynslu í þessu
og verður því að standa undir
þeirri pressu núna að vera ein af
þeim sem á alla möguleika til þess
að komast örugglega áfram,“ segir
Gunnar Páll.
Aníta keppir í undanrásum í dag
þar sem hún reynir að tryggja sér
sæti í undanúrslitunum sem fara
síðan fram á morgun. Úrslita-
hlaupið er draumurinn en það fer
fram á sunnudaginn. Aníta er ein
af fjórum íslenskum keppendum
sem hefja keppni í dag og Gunnar
Páll er á því að það hafi góð áhrif
á Anítu að íslenski hópurinn á
mótinu sé svona stór.
„Það er mjög skemmtilegt. Það
er samstaða í hópnum og þetta
dreifir álaginu og gerir spennu-
stigið aðeins lægra. Það er allt
annað að vera með hóp með sér,“
segir Gunnar.
Gunnar Páll segir að Aníta þurfi
að gera betur en á mótinu í Birm-
ingham á dögunum. „Það gekk
ekki alveg nógu vel á mótinu í
Birmingham fyrir tveimur vikum
en ég held að það hafi verið góð
reynsla í undirbúningnum. Þar
var hún í fimmta sæti en við hefð-
um viljað vera í öðru til þriðja sæti
þar,“ segir Gunnar Páll og nefnir
til nokkrar stelpur sem voru þar
á undan Anítu. Besti tími Anítu
á árinu er Íslandsmet hennar frá
því á Stórmóti ÍR í janúar (2:01,77
mínútur).
Ein sem féll er komin aftur
„Hún þarf að byrja á því að
tryggja sig inn í undanúrslitin og
þá er allt opið,“ segir Gunnar Páll
en Aníta er með þriðja besta tíma
ársins af þeim sem eru skráð-
ar til leiks. „Það eru þarna þrjár
til alls líklegar af þeim sem eru
ekki búnar að hlaupa hraðar en
Aníta núna og ein af þeim er hin
úkraínska Lupu sem hefur alltaf
verið mjög sterk. Hún féll á lyfja-
prófi en er komin inn aftur,“ segir
Gunnar Páll sem sér fram á jafna
baráttu.
„Það eru sex til átta sem eru
mjög jafnar. Jenny Meadows er
með langbesta tímann og það eru
síðan tvær til þrjár sem eru með
meiri reynslu en Aníta en þær eru
ekki endilega sterkari. Svo eru
aðrar tvær til þrjár sem eru með
aðeins lakari tíma en Aníta en
verða mjög skeinuhættar. Það eru
því fimm til sex fyrir utan Jennu
Meadows sem ættu samkvæmt
pappírnum að vera að berjast um
þetta,“ segir Gunnar Páll en hverj-
ar eru væntingar hans?
„Aníta gæti verið nálægt verð-
launapalli ef allt gengur upp og
hún kemst í úrslitin. Við tökum
samt bara eitt skref í einu og fyrst
á dagskrá er að komast í undan-
úrslitin,“ sagði Gunnar Páll að
lokum. ooj@frettabladid.is
Gæti verið nálægt pallinum
Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fj órða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson
er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.
ÖFLUG Karen hefur skorað 87 mörk í
19 deildarleikjum fyrir Hauka í vetur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Aníta Hinriksdóttir er yngsti kepp-
andinn í 800 metra hlaupi kvenna
á EM í Prag og í raun sá eini sem
hefur ekki enn þá haldið upp á
tvítugsafmælið sitt.
Aníta, sem varð 19 ára í janúar,
er 23 mánuðum og 27 dögum
yngri en danska stelpan Stina
Toest sem er næstyngst í hópi
hlauparanna en 21 hlaupari er
skráður til leiks.
Hin breska Jenny Meadows
á ekki bara langbesta tímann á
árinu heldur er hún einnig lang-
elsti keppandinn. Meadows heldur
upp á 34 ára afmælið sitt í apríl
sem þýðir að hún er tæplega
fimmtán árum eldri en Aníta.
Aníta er yngsti keppandinn
KLUKKAN 10.48
UNDANRÁSIR Í 400 METRA HLAUPI
KARLA Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti
Stefánsson
KLUKKAN 11.15
UNDANKEPPNI Í LANGSTÖKKI KVENNA
Hafdís Sigurðardóttir
KLUKKAN 11.20
UNDANRÁSIR Í 800 METRA HLAUPI
KVENNA Aníta Hinriksdóttir
Íslendingar á Evrópu-
mótinu í Prag í dag
1 EM INNI Í GAUTABORG 2013
11. sæti á 2:04.72 mínútum
(Náði 9. besta tímanum inn í
undanúrslit - 2:04,72 mín.)
2 HM INNI Í SOPOT 2014
Dæmd úr leik - Steig á línu
í fyrstu beygju hlaupsins en
tíminn hefði skilað henni inn í
úrslitin.
3 EM ÚTI Í ZÜRICH 2014
11. sæti á 2:02.45 mínútum
(Náði 10. besta tímanum inn í
undanúrslit - 2:02.12 mín.)
4 EM INNI PRAG 2015
Keppir í undanrásum klukkan
11.20 í dag
STÓRMÓTIN HENNAR ANÍTU
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
0
5
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
9
-9
D
3
4
1
4
0
9
-9
B
F
8
1
4
0
9
-9
A
B
C
1
4
0
9
-9
9
8
0
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K