Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 40
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 Sýningin Á gráu svæði sem opnuð verður í Hafnar- borg í Hafnarfirði klukkan þrjú á morgun, laugar- dag, er fyrsta sýning hins skoska hönnuðar Davids Taylor hér á landi. Hún samanstendur af hversdags- legum hlutum eins og lömpum, klukkum og speglum sem allir bera með sér sterk skúlptúrísk einkenni og eru oft á tíðum unnir úr óhefðbundnum efniviði. David Taylor vinnur á gráu svæði, hann er hönn- uður sem vinnur í anda myndlistar. Sjálfur kall- ar hann það „contemporary craft“ sem á íslensku myndi þýðast samtíma handverk. Efnistökin mæta sérfræðikunnáttu Taylors í málmsmíðum sem hann nálgast á afslappaðan hátt. Verkin á sýningunni eru öll ný, sérstaklega unnin fyrir sýninguna sem er hluti af HönnunarMars og er sett upp í samstarfi við hönnunarverslunina S/K/E/K/K. - gun ➜ Sýningin, sem er hluti af HönnunarMars, verður opnuð klukkan þrjú á morgun, laugardag. „Ég ætla að tala um hversdagsleg ævintýri. Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi okkar, það þarf bara að opna augu, eyru og fálm- ara og halda af stað,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, bókmennta- fræðingur og teiknari, sem er ein frummælenda í Gerðubergi um barna- og unglingabókmenntir á morgun, laugardag, milli klukkan 10.30 og 13.30. Ráðstefnan nefnist Hvunndags- hetjur á köldum klaka og raunsæið er í forgrunni. „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna sem hefur tekið þátt í að búa til bókatengd- ar sýningar. Þar hafa börn getað brugðið á leik með orð, sögur og myndmál og sest niður með bækur. „Umhverfið á slíkum sýningum er hvetjandi og ævintýralegt, þar er leikið með sögupersónur sem vekja áhuga hjá börnum á að kynna sér efnið frekar,“ fullyrðir hún. Kristín Ragna tekur sem dæmi sýninguna Ormurinn ógnarlangi sem var í Gerðubergi 2010 til 2011 og sló öll aðsóknarmet. „Krakkar komu á sýninguna aftur og aftur og aftur. Þeir kynntust þar sög- unum úr norrænni goðafræði og persónum sem tengdust þeim. Ég setti þá sýningu aftur upp á Barna- og unglingageðdeild, með þátttöku barna þar. Á báðum stöð- unum lágu börn yfir bókunum í rýminu þar sem þau gátu skriðið gegnum Miðgarðsorminn eða sátu í hásæti Óðins og gleyptu þetta efni í sig. Þess má geta að bækurnar tvær, Völuspá og Örlög guðanna, sem voru lagðar til grundvallar sýn- ingunni eru báðar uppseldar.“ Á sýningunni Páfugl úti í mýri í Norræna húsinu síðastliðið haust voru íslenskar og erlendar bækur sem áttu það sameiginlegt að hafa verið tilnefndar til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Kristín Ragna nefnir bækur um erfið mál, svo sem upplifun barns á skilnaði foreldra og aðra um afa sem deyr. „Við máluðum veggmyndir með sterkum mynd- um og þarna var sófi sem búið var að saga í tvennt, þar sátu börn og rökræddu efnið, meðal annars við foreldra sína. Maður sá það svart á hvítu að efni bókanna var að kom- ast til skila og kveikja í þeim.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. gun@frettabladid.is Fjársjóðirnir leynast í nánasta umhverfi Hvunndagshetjur á köldum klaka er yfi rskrift ráðstefnu um barna- og unglinga- bókmenntir sem haldin verður í Gerðubergi á morgun, laugardag. BÓKMENNTAFRÆÐINGUR OG TEIKNARI „Ég sprengi kannski aðeins upp þemað, því ég tel að hægt sé að auka áhuga barna á lestri með virkri þátttöku í leik og sköpun,“ segir Kristín Ragna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ráðstefna um barna- og unglingabókmenntir hefur verið árlegur við- burður í Gerðubergi síðan árið 1998 og umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytileg. Markmiðið er að stefna saman rithöfundum, fræðimönnum, kennurum, bókasafnsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum. Fundarstjóri að þessu sinni er Davíð Stefánsson rithöfundur og fyrirles- arar auk Kristínar Rögnu eru Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabók- menntum, og rithöfundarnir Gunnar Helgason og Illugi Jökulsson. Ráðstefnan HÖNNUÐURINN David Taylor verður við opnunina og spjall- ar líka við sýningar- gesti í Hafnarborg á sunnudag klukkan 15. „Við sem að bókinni stöndum erum afskaplega ánægðar með viður- kenninguna. Þá fær málefnið enn meiri athygli því bókin er innlegg í baráttuna gegn heimilisofbeldi,“ segir Guðrún Kristinsdóttir pró- fessor, sem í gær tók við viður- kenningu Hagþenkis 2014 fyrir ritstjórn bókarinnar Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Aðrir höfundar eru Ingibjörg H. Harðar- dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Mar- grét Sveinsdóttir, Nanna Þ. Andr- ésdóttir og Steinunn Gestsdóttir. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna. Höfundarnir tókust meðal ann- ars á við það erfiða verkefni að ræða við óhörðnuð ungmenni um hið viðkvæma málefni sem heim- ilisofbeldi er. Í ályktunarorðum Viðurkenning- arráðs segir meðal annars: Merki- legt brautryðjandaverk sem á ríkt erindi við kennara, foreldra og alla sem láta sér annt um börn og vel- ferð þeirra. - gun Innlegg í baráttuna gegn heimilisofb eldi Guðrún Kristinsdóttir prófessor hlaut í gær viður- kenningu Hagþenkis 2014 fyrir ritstjórn bókarinnar Ofb eldi á heimili– Með augum barna. Hlutir með skúlptúrísk einkenni Á gráu svæði er sýning skoska hönnuðarins Davids Taylor í Hafnarborg. VIÐ AFHENDINGUNA Jón Yngvi Jóhannesson afhenti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMHVERFISMÆLAR Súrefnismælar hitamælar pH mælar o.m.fl. og nú er Fastus einnig söluaðili Merck efnavöru Veit á vandaða lausn MENNING 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 0 9 -7 F 9 4 1 4 0 9 -7 E 5 8 1 4 0 9 -7 D 1 C 1 4 0 9 -7 B E 0 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.