Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 22
FÓLK| HELGIN Íslensku vetrarleikarnir hefj-ast í dag, föstudag, á Akureyri og standa yfir í rúma viku, til laugardagsins 14. mars. Leikarnir voru fyrst haldnir á síðasta ári við góðar undirtektir en verða enn viðameiri í ár að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, viðburða- stjóra hjá Viðburðastofu Norður- lands. „Nú hefur árlega vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur sam- einast okkur og leikarnir verða með öðru og stærra sniði. Keppt verður í ýmsum vetrargreinum og boðið upp á fjölbreytta afþrey- ingu fyrir börn, unglinga og fjöl- skyldufólk. Við ætlum að stytta okkur stundir í skammdeginu og njóta vetrarins á sem bestan hátt í faðmi fjöl- skyldunnar. Mörg hundruð kepp- endur hafa skráð sig til leiks og þar af fjölmargir útlendingar.“ Ekkert kostar inn fyrir áhorfend- ur á viðburði leikanna en meðal þeirra má nefna Íslandsmeistara- mót Sleðahundaklúbbs Íslands í kúski á hundasleða og skíðum sem fer fram á Mývatni, vélsleða- og útivistarsýning verður á torgi Glerártorgs, skautadiskó verður haldið í Skautahöll Akureyrar og snjóbrettamót fyrir börn og unglinga fer fram í Hlíðarfjalli. Hin sívinsæla vasaljósaganga verður á sínum stað og einnig verða skíðagöngunámskeið í boði. „Um næstu helgi verður haldin glæsileg snjóbrettakeppni fyrir börn og unglinga en keppt verður í þremur aldursflokkum. Keppnin fer fram á Ráðhústorginu og þar má búast við fjörugri keppni í flóðlýsingu og dúndrandi tónlist.“ Vélsleða- og adrenalínfíklar mæta á Glerártorg og sýna listir sínar á brautinni og stökkpallinum sem verður á svæðinu. Auk þess verður boðið upp á veglega vél- sleðasýningu á sama tíma. „Þessir menn eru sannarlega klikkaðir og þekktir fyrir að láta vaða!“ segir Davíð. Auk fyrrnefndra viðburða bjóða fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu upp á úrval skemmtilegra ferða gegn gjaldi. Leikarnir standa í níu daga en stærstu viðburðirnir fara þó fram næstu helgi, dagana 12.-14. mars. „Þá verður keppt í free- ski-brekkustíl í Hlíðarfjalli en þar munu bæði íslenskir og erlendir keppendur leika listir sínar, þar á meðal nokkrir sem eru ofarlega á heimslistanum.“ Keppni í free-ski fór fyrst fram á leikunum í fyrra, en um er að ræða nýja íþrótt sem náð hefur miklum vinsældum í Evrópu undanfarin ár. „Þá eru skíðin bogin í báða enda, svipað eins og ef bretti væri sagað í sundur. Þannig er hægt að leika listir sínar og fljúga tugi metra í loftinu.“ Keppnin er partur af AFP-mótaröðinni (The 2015 AFP World Tour) og flokkuð sem gullmót. „Við eigum von á þekktum nöfnum í þessari íþrótt hingað til lands en fyrstu verðlaun eru þrjár milljónir króna.“ Meðal nýjunga í ár nefnir Davíð að nokkrir ofurhugar hafi fest kaup á risadýnu sem ætluð er til lend- ingar þegar æfð eru ýmis áhættu- atriði. „Hvort sem um er að ræða skíði, bretti, vélsleða, mótorhjól eða „freedrop“ úr allt að tíu metra hæð. Ekki þarf að lenda í miðjunni af því að allir fletir dýnunnar virka jafn vel.“ Dagskrá leikanna er löng og ítarleg og hana má nálgast á www. iwg.is ásamt frekari upplýsingum. Einnig má fylgjast með leikunum á Facebook undir Íslensku vetrar- leikarnir og á Twitter undir @ IWGICE. VETRARHÁTÍÐ FJÖLSKYLDUNNAR VETRARGLEÐI Í dag hefjast Íslensku vetrarleikarnir á Akureyri og standa yfir í níu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá við hæfi fjölskyldunnar. Davíð Rúnar Gunn- arsson, viðburða- stjóri hjá Viðburða- stofu Norðurlands. MYND/ÚR EINKASAFNI GESTGJAFINN Snjókallinn er eitt einkennismerkja leikanna og tekur vel á móti gestum. MYND/LINDA ÓLADÓTTIR EFNILEG Yngstu börnin keppa á snjóbrettum. MYND/ÖRN STEFÁNSSON FJÖR Í BÆNUM Mikill fjöldi keppenda og gesta tekur þátt í Íslensku vetrarleikunum í ár. MYND/LINDA ÓLADÓTTIR 08.15 – 08.30 Morgunverður. 08.30 – 08.45 Hvað svo...? – úrvinnsla úr málþingi Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda. Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. 08.45 – 09.00 Hvernig getur Barnaverndarstofa náð betri árangri í þjónustu við börn og ungmenni með geðrænan og vímuefnavanda? Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 09.00 – 09.15 Hvernig getur BUGL náð betri árangri í þjónustu við börn og ungmenni með geðrænan og vímuefnavanda? Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglinga geðlækninga, Landspítala-Háskólasjúkrahúss (BUGL). 09.15 – 09.30 Hugmyndir um hvernig hægt verði að koma til móts við börn og ungmenni með geðrænan og vímuefnavanda í vinnu við mótun þingsályktunartillögu um mótun geðheilbrigðisstefnu. Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður stýrihóps um mótun geðheilbrigðisstefnu í velferðarráðuneytinu. 09.30 – 09.45 Hvað felst í átaki lögreglunnar til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar hýsi börn og ungmenni undir lögaldri? Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 09.45 – 10.00 Hvernig getur LSH lagt börnum og ungmennum með geðrænan og vímuefnavanda betur lið? Kjartans J. Kjartanssonar, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss. 10.00 – 10.15 SAMANTEKT. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda á verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500. HVAÐ SVO...? Aðgerðir í framhaldi af málþingi Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda. Grand Hótel, Gullteig, fimmtudaginn 12. mars kl. 8.15. Fundarstjóri Helgi Seljan 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -A C 0 4 1 4 0 9 -A A C 8 1 4 0 9 -A 9 8 C 1 4 0 9 -A 8 5 0 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.