Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 12
6. mars 2015 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Síðustu daga hafa um 50.000 starfsmenn fengið senda könnun um val á Stofnun og Fyrirtæki ársins ásamt launakönnun. Það eru stéttarfélögin SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, VR og Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar sem standa á bak við þessa stærstu mannauðskönnun landsins ásamt fjármálaráðuneytinu. Í henni eru starfsmenn meðal annars spurðir um launakjör, líðan, sveigjan- leika vinnutíma, trúverðugleika stjórn- enda og sjálfstæði í starfi, svo eitthvað sé nefnt. Líðan starfsmanna og mannauðsmál almennt er nokkuð sem stjórnendur hafa sem betur fer verið að gefa meiri gaum nú en áður. Í könnuninni um Stofnun og Fyrirtæki ársins fær rödd starfs- manna vægi og stjórnendur geta nýtt niðurstöðurnar til þess að bæta það sem bæta þarf. Það hefur sýnt sig margoft að stjórnendur þeirra stofnana og fyrir- tækja sem vinna áfram með niðurstöð- ur könnunarinnar innan vinnustaðarins færast hratt og örugglega upp listann. Slíkir vinnustaðir verða að lokum Fyrir- myndarstofnanir og Fyrirmyndarfyrir- tæki og hljóta fyrir það sérstaka viður- kenningu við hátíðlega athöfn í maí ár hvert. Þar er einnig valinn hástökkvari ársins, en þann skemmtilega titil hlýtur sá sem hoppað hefur upp um flest sæti á milli ára. SFR stéttarfélag í almannaþjónustu hefur nú látið framkvæma könnunina um Stofnun ársins í níu ár og niður- stöður hennar gefa félaginu verðmætar upplýsingar um þróun mála, bæði hvað varðar launakjör og aðstæður á vinnu- stöðum. Auk þess sem þær gefa mikil- vægan saman burð á milli félaga og hins opinbera og almenna vinnumarkaðar sem nýtast félaginu vel í kjarabaráttu og hags- munagæslu fyrir félagsmenn. Gildi könn- unarinnar felst ekki síst í stærð hennar, en hún nær m.a. til um 10.000 opinberra starfsmanna og allra ríkisstofnana, auk fyrirtækja á almennum markaði. Könnunin er ekki síður mikilvæg fyrir hinn almenna félagsmann sem getur með henni mátað sig við aðra í sambærilegum störfum og notað niður- stöðurnar til hagsbóta fyrir sjálfan sig og sitt starf. Sérstaða hennar liggur í því að starfsmenn sjálfir hafa orðið. Það er þeirra rödd sem gefur niðurstöðurnar og því er rödd hvers og eins afar mikil- væg. Ég vil því hvetja alla félagsmenn og aðra sem fá könnunina senda til þess að svara henni, því þannig getum við bætt hag okkar allra. Viltu að þín rödd heyrist? KJARAMÁL Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu E mbættisferill Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er að verða með sérstakasta móti. Þekkt er að fólk sem velst til hárra embætta fyllist valdhroka og framkoma þess mótast af því. Þannig er komið fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Hún hyggst verða vondur embættismaður. Sigríður Björk hikar ekki við að ganga á bak eigin orða og svíkja það sem hún hefur sagt. Starfsfólk fréttastofu 365 hefur ítrekað reynt að fá viðtöl við lögreglustjórann. Oftast næst ekki í hana, hún ýmist sögð veik heima eða á lokuðum fundi, og það á sama tíma. Ekki stendur steinn yfir steini í flótta hennar. Stundum hefur fengist jákvætt svar um viðtal, sem er svo jafn- harðan svikið. Þessi framganga og önnur er henni og ekki síst embættinu til mikils vansa. Áríðandi er að milli embættis lögreglustjóra og fjölmiðla sé gott samband og stundum samstarf. Eðli beggja er með þeim hætti. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk, þá í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefði virt lög að vettugi. Að hún hefði brotið landslög. Greinilegt er að ákveðið var að slá um hana skjaldborg. Ólöf Nordal innanríkisráðherra gekk fram fyrir skjöldu í því máli. Hvort það skaði Ólöfu að lokum er óvíst, en til þessa hafa allir innan stjórnsýslunnar, sem snert hafa á Lekamálinu, brennt sig – hafa skaðast. Hvort svo fer fyrir Ólöfu er óvíst. Svo mikið er víst að Sigríður Björk hefur með framgöngu sinni aukið líkurnar á að Ólöf eigi eftir að bíta úr nálinni með yfirlýstan stuðning sinn við lögreglustjórann, sem bæði hefur gerst brotlegur við landslög og sýnt að hann er ekki orðheldin manneskja. Þrátt fyrir allt segist Sigríður Björk ekki hafa svo mikið sem hugleitt hvort henni beri að segja af sér embætti. Það er merki- legt. Eftir að hafa verið borin þeim sökum að hafa starfað utan þess lagaramma sem henni ber að virða, hefur henni ekki einu sinni komið til hugar hvort embætti lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu væri betur komið í höndum annarrar manneskju en hennar sjálfrar. Það hefur ekki einu sinni hvarflað að henni. Embætti lögreglustjóra er veigamikið embætti og þar þarf að sitja manneskja sem er hafin yfir allan vafa. Svo er ekki með Sigríði Björk. Ef lögbrot hennar er ekki svo alvarlegt að hún geti setið áfram, verður að segja sem er, að eftirleikurinn er ekki til þess fallinn að efla trú á ágæti lögreglustjórans. Lögreglustjóri á flótta frá fjölmiðlum er ekki mikill bógur. Hvað gerir slík mann- eskja þegar virkilega reynir á? Dugar þá að láta aðstoðarfólkið ýmist segja lögreglustjórann veikan eða að hann sé fundi? Auð- vitað ekki. Embætti lögreglustjórans er hætt að snúast um brýn verk- efni, lausnir, þróun og annað sem á að vera knýjandi. Í dag snýst það um manneskjuna sem situr í embættinu, embætti sem hún fékk úthlutað frá þeim innanríkisráðherra sem síðar sagði af sér vegna Lekamálsins, máls sem ætlar engan endi að taka. Embættið snýst nú allt um þann sem þar situr: Vond framganga lögreglustjórans Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! Í upphafi mánaðar byrja allir viðskiptavinir í 0 mínútum og 0 SMS-um. Það fer síðan eftir notkun í hvaða þrepi hann endar þann mánuðinn. 0 kr. 2.990 kr. 4.990 kr. 60–365 mín. og SMS Endalaust 60 mínútur og 60 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 365 mínútur og 365 SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. Endalausar mínútur og SMS í GSM og heimasíma á Íslandi. 0–60mín. og SMS Hegðunarbreytirinn Öldum saman hefur það verið draumur sumra að finna aðferð til að breyta hegðun fólks. Kirkjan og önnur skipu- lögð trúarbrögð hafa sínar kennisetning- ar til að hafa áhrif á hegðunina og ótal draumóramenn hafa lagt sig fram við að finna upp aðferðir til að stýra hegðun fólks. Um þetta eru til kvikmyndir frá Hollywood og ætti það eitt og sér að nægja til að undirstrika útbreiðslu þessarar þrár. Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra á hins vegar hrós skilið fyrir að fylla ekki flokk umræddra manna, þvert á móti, hann hefur engan áhuga á að breyta hegðun manna. Þetta kom glöggt fram í umræðum um afnám hafta á þingi í gær. Spurður hvort rétt væri að svipta leynd af vinnu við afnám hafta sagði Bjarni það hættulegt. Slíkt getur haft áhrif á markaði, sagði Bjarni, og „getur breytt hegðun manna“. Rétt er að fagna þessari afstöðu ráðherrans. Fjórðungur fjarverandi Þingmennskan er annasamt starf og raunar fer ekki nema lítið brot vinnunnar fram í þingsal. Alþingismenn sitja í ýmsum nefndum og því fylgir umtalsverð vinna og að sjálfsögðu þurfa þeir að sinna kjósendum sínum, annaðhvort væri nú. Það er því ekki óalgengt að einhverjir þingmenn séu fjarverandi, en steininn tók þó úr í gær þegar hvorki fleiri né færri en 15 af 63 þingmönn- um voru fjarverandi, eða tæplega fjórðungur. Það hlýtur að hafa áhrif á afköst vinnustaðar ef fjórðungur starfsmanna mætir ekki. Fjölga konum án launahækkunar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sam- taka iðnaðarins, hélt tölu á Iðnþingi í gær. Þar fór hún meðal annars yfir það að iðnfyrirtæki landsins hefðu ekki svig- rúm til þeirra launahækkana sem verka- lýðsfélögin færu fram á. Þá kom hún inn á það að þúsundir iðnaðarmanna hefðu flúið land í hærri laun í Noregi. Einnig nefndi hún að mikilvægt væri að fjölga konum í stétt iðnaðarmanna. Fínustu punktar hver um sig, en settir saman draga þeir upp þá mynd að ekki sé hægt að hækka laun iðnaðarmanna og því rétt að fjölga konum á lágu laununum fyrst karlarnir eru farnir til Noregs. kolbeinn@frettabladid.is 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -8 9 7 4 1 4 0 9 -8 8 3 8 1 4 0 9 -8 6 F C 1 4 0 9 -8 5 C 0 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.