Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 18
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Þegar Berlínarmúrinn féll 1989 og Sovétríkin lognuðust út af 1991, litu ófáir svo á sem Vestur- lönd hefðu sigrað í Kalda stríðinu og þar með hefði samfélagstilraun þeirra, sem hefur lýðræði, rétt- arríki, mannréttindi og frelsi að leiðarljósi, fest sig varanlega í sessi. Amerískur fræðimaður skrifaði um endalok sögunnar. Nú 25 árum síðar virðist sem hér hafi mönnum skjátlast alvar- lega. Vesturlönd eru komin í vörn víða um heim. Á síðustu misser- um hefur vestrænt lýðræðissam- félag verið skorað eftirminnilega á hólm. Rússar innlimuðu hluta af Georgíu og síðan Krímskaga og komu af stað borgarastríði í austurhluta Úkraínu. Íslamska ríkið lagði undir sig hluta af Sýr- landi og Írak. Kína varð sterkasta efnahagsveldi heims og lét engan ganga þess gruflandi, að þeir myndu nota þetta afl sitt til hern- aðaruppbyggingar og til að auka pólitísk áhrif sín um allan heim. Tyrkland steig stór skref frá ver- aldlegu lýðræðisríki til trúarlegs valdstjórnarríkis (authoritar- ian) og hefur tekið upp náið sam- starf við Rússland. Arabíska vorið hefur snúist upp í andstæðu sína alls staðar, ef frá er talið Túnis. Þótt finna megi mismunandi skýr- ingar á þessum atburðum, þá ligg- ur að baki þeim sameiginleg ósk um að snúa baki við vestrænum gildum og láta þau ekki leng- ur stýra lífi fólks í þessum sam- félögum. Nýir vindar í Evrópu Í Evrópu hefur einnig orðið vart viðhorfsbreytinga. Umburðar- lyndi gagnvart þeim sem eru annarrar skoðunar, sem er ein af stoðum vestræns samfé- lags, er víða á undanhaldi. Hægra lýðskrum eða pópúlismi hefur breiðst út um álfuna og flokkar þeirrar ættar hafa styrkt stöðu sína í Evrópukosn- ingum í stóru löndum Evr- ópu. Þessir flokkar eru fjandsamlegir útlending- um, róa á mið þjóðernis- hyggju og hugmynda- fræði þeirra er valdstjórnarleg, ekki lýðræðisleg. Þeir eru t.d. flestir vinsamlegir í garð Pútíns. Þeim finnst fjölskoðunar- og fjöl- menningarsamfélagið ógna sér og telja hamingju þjóða sinna liggja í einsleitum þjóðríkjum með eigin gjaldmiðil. Annað einkenni þeirra er þrá eftir einföldum sannleika. Vonandi eru þetta ekki forboðar varhugaverðari atburða úr sög- unni. Þjóðernisstefnan í Evrópu allt frá aldamótum 1900 og fram til 1950 breytti heilli álfu úr því að vera heimshluti þar sem samlíf og sambland mismunandi þjóð- erna, fjölbreyttra trúarbragða og margra tungumála var ríkjandi, yfir í það að samanstanda að mestu af einsleitum, þjóðernis- hreinsuðum ríkjum. Útbreidd og róttæk þjóðernishyggja sá til þess. Þegar búið var að útrýma samfélagslegri fjölbreytni, fann álfan loks frið. Nú samtengist hún að nýju sem smáríkjahópur. Í þetta sinn innan bandalags, sem er dæmalaust í sögunni fyrir við- leitni og getu til að snúa hlutum til betri vegar. Hvert stefnir Ísland? Við hér uppi á Íslandi höfum held- ur ekki með öllu farið varhluta af þessum pólitísku sunnanvindum. Við höfum einnig lokað glugg- um og þrengt útsýnið. Þjóðernis- hyggja og pópúlismi eru orðin að þjóðarstefnu. Í síðustu alþingis- kosningum komust til valda flokk- ar sem fluttu með sér þau skilaboð til þjóðarinnar, að við skyldum hafa sem mesta einstefnu í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Skortur á skilningi og umburðarlyndi gagn- vart framandi menningum og trú- arbrögðum þykir nú gjaldgengur í opinberri umræðu. Þjóðernis- hyggja leikur lausum hala. Hún þolir hvorki fjölskoðunar- né fjöl- menningarsamfélag. Hún er ólán sérhvers samfélags. Hér heyrist einnig sá boðskap- ur, og það af æðstu stöðum, að við eigum að halla okkur að vald- stjórnarríkjunum Rússlandi en þó einkum Kína, enda hafa Kínverjar gert sér óvenju dælt við okkur um margra ára skeið. Það gera þeir að vísu einnig við mörg önnur lítil og veikburða ríki, sem ekki geta staðið óstudd í ólgusjó hnattvæð- ingarinnar. Þeir munu fúslega rétta okkur hjálparhönd, þegar á bjátar og gera okkur sér háð. Á sama tíma fjarlægjumst við vest- rænar lýðræðisþjóðir og sýnum þeim jafnvel ódulbúna andúð, einkum ESB. Þetta eru ekki við- horf valdalítillar sjálfsprottinnar hreyfingar, heldur stefna ríkis- stjórnar Íslands. Við erum eina ríki Vestur- og Mið-Evrópu sem rekur slíka utanríkisstefnu. Það skapar tortryggni og vantraust og leiðir til pólitískrar einangrun- ar og áhrifaleysis. Því er hún svo hættuleg. Vestræn gildi í vörn Borgarfulltrúinn Krist- ín Soffía Jónsdóttir rit- aði grein um skipulags- mál í Fréttablaðinu 19. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Erum við í ruglinu?“ Eftir lest- ur þessarar greinar og skoðunar á því sem að baki liggur verð ég að hryggja Kristínu Soff- íu með þeirri niðurstöðu minni, að meirihlutinn í Reykjavík sé í ruglinu! Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrú- ans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstak- lega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meiri- hluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg. Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grens- ásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bolla- leggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbend- ingar sýna þó, að Grensásveg- ur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Foss- vogi. Þá er slysasaga Grensás- vegar ein sú besta í borg- inni. Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmála- mönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu. Aukin bílaumferð Þegar tölurnar á bak við prósent- urnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgar- túni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur. Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, mark- miðum sínum í hag … Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarenda- hópum. Staðreyndin er að bíla- umferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþeg- ar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubíl- inn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram tillögu til lausn- ar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjól- andi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meiri- hluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálf- stæðisflokksins. Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núver- andi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrú- inn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjón- ustu við borgarbúa í formi mal- bikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrenginga- draumar meirihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur. Erum við í ruglinu? – Svarið er JÁ … Mikið hefur geng- ið á í heilbrigðis- þjónustu lands- manna síðustu ár og þær raddir verið áberandi sem telja skorta úrræði fyrir ýmsa sjúk- lingahópa. Þar í hópi vorum við for- svarsmenn Þrautar ehf. vorið 2013 (sjá greinar í Frétta- blaðinu frá 12. maí og 16. maí 2013) en við höfum sett okkur það verkefni að gæta hagsmuna þeirra sem glíma við vefjagigt. Að okkar mati hefur þessi sjúklingahópur til lengri tíma ekki fengið þá þjónustu sem hann verðskuldar; kannski vegna þess hversu raddir sjúk- linganna hafa verið veikburða og þjóðfélagsumræðan um þennan vágest í íslensku sam- félagi lítil og óþroskuð. Vissu- lega hafa sjúklingarnir feng- ið athygli og aðstoð á ýmsum stöðum í heilbrigðiskerfinu en veitt þjónusta alltof oft verið ómarkviss og hjálpin þannig komið að takmörkuðum notum. Hvorki við í Þraut né aðrir heil- brigðisstarfsmenn geta lækn- að vefjagigt en fjölmargt er hægt að gera til að fyrirbyggja vandamál, draga úr einkennum og viðhalda daglegri færni; með öðrum orðum að veita sem flest- um með vefjagigt von um góð og ásættanleg lífsgæði og heilsu. Með þeim ásetningi fórum við af stað með heilbrigðisfyrir- tækið Þraut ehf. seint á árinu 2008 og leituðum eftir sam- starfi og samningi við Sjúkra- tryggingar Íslands um þjón- ustu fyrir þennan sjúklingahóp. Alls ekki ákjósanleg tímasetn- ing í ljósi þeirra efnahagsáfalla sem dundu á íslensku samfélagi þetta ár. En viti menn, mitt í svart- nætti efnahagsþrenginga og niðurskurðar voru til aðilar sem léðu máls á erindi okkar, hlustuðu gaumgæfilega á hug- myndir okkar og byggðu síðan skoðun sína og ákvörðun á staðreyndum málsins en ekki fyrirfram gefinni vantrú og neikvæðni varðandi þetta „fjár- hagslega íþyngjandi verkefni“. Með stuðningi Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkra- trygginga Íslands, þátttöku Guðlaugar Björnsdóttur, deild- arstjóra SÍ, og Hallgríms Guð- mundssonar, sérfræðings frá félagsmálaráðuneytinu í vinnu- hópi, og síðan samþykki Guð- bjarts Hannessonar, þáverandi velferðarráðherra, var þjón- ustuverkefnið sett á flot. Stór- hugur og framsýni heilbrigðis- yfirvalda hvað þetta verkefni varðar er eftirtektarverð í ljósi þess að miðstöð sem Þraut er óvíða starfrækt í hinum vest- ræna heimi og fá fordæmi fyrir sambærilegri starfsemi. Þegar Daniel Clauw, yfirmaður Rann- sóknamiðstöðvar um lang- vinna verki og síþreytu við Ann Arbor-háskólann í Bandaríkjun- um og einn helsti framámaður í meðferð vefjagigtar, heimsótti okkur í janúar 2014 var hann fullur aðdáunar á þessu sam- eiginlega framtaki okkar og íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Fleiri njóta þjónustunnar Þraut hóf starfsemi sína sam- kvæmt samningi við Sjúkra- tryggingar Íslands 1. apríl 2011 og fljótlega kom í ljós að eftir- spurn fyrir þjónustu Þrautar var mikil, svo mikil að innan 2ja ára var áætluð bið sjúklinga eftir grunnmati hjá Þraut 2-3 ár. Samningur Þrautar og Sjúkra- trygginga Íslands hefur nú verið endurskoðaður. Að þeirri endur- skoðun komu Guðlaug Björns- dóttir, Helga Garðarsdóttir og Stefán Jóhannsson fyrir hönd Sjúkratrygginga Íslands og nokkrir starfsmenn velferðar- ráðuneytisins, m.a. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, Valgerð- ur Gunnarsdóttir Schram að ógleymdum Kristjáni Júlíus- syni ráðherra. Nýr samningur hefur nú verið undirritaður sem mun leiða til þess að Þraut getur þjónustað um 40% fleiri ein- staklinga en áður. Kostnaðarhækkun samn- ingsins er þó talsvert lægri en þessu nemur, en með breyttri nýtingu fjármuna munu fleiri njóta þjónustunnar. Þó að full þörf hafi verið á að auka þjón- ustumagnið enn frekar erum við þakklát Sjúkratryggingum Íslands og velferðarráðuneytinu fyrir þetta aukna fjárframlag og þann áhuga og skilning sem okkur finnst þessir aðilar hafa sýnt á þjónustuþörfum sjúklinga með vefjagigt. Okkur Íslendingum er tamt að gera sífellt meiri kröfur um aukna þjónustu á ýmsum sviðum velferðarkerfisins, oft með réttu. En engu að síður ber okkur að staldra við og fagna því þegar árangur næst og aukið fjármagn er veitt í verk- efni eins og heilbrigðisþjónustu fyrir vefjagigtarsjúklinga. Við óskuðum eftir talsvert meira fjármagni í þetta verkefni en fékkst á endanum en þökk- um heilbrigðisyfirvöldum fyrir fenginn samning og horfum spennt fram á veginn. Sóknin gegn vefjagigt styrkist enn frekar SKIPULAG Ólafur Kr. Guðmundsson varamaður í umhverfi s og skipu- lagsráði Reykja- víkurborgar fyrir Sjálfstæðisfl okkinn STJÓRNMÁL Þröstur Ólafsson hagfræðingur HEILBRIGÐISMÁL Arnór Víkingsson gigtarlæknir Eggert S. Birgisson sálfræðingur Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari ➜ Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og Kristín Soff ía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. ➜ Við höfum einnig lokað gluggum og þrengt útsýnið. Þjóðernishyggja og pópúl- ismi eru orðin að þjóðar- stefnu. ➜ En viti menn, mitt í svartnætti efnahagsþreng- inga og niðurskurðar voru til aðilar sem léðu máls á erindi okkar … Save the Children á Íslandi 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -8 4 8 4 1 4 0 9 -8 3 4 8 1 4 0 9 -8 2 0 C 1 4 0 9 -8 0 D 0 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.