Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 8
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | „Eins og háttvirtur þingmaður veit er um gríðarlega hagsmuni að ræða, hagsmuni sem velta á því hvernig til tekst við losun hafta, ekki bara hagsmuni samfélagsins og almennings hér á landi held- ur geysilega umfangsmikla hags- muni, m.a. erlendra kröfuhafa bankanna.“ Þessi orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á Alþingi á mánudag, lýsa því vel hve stórt mál afnám fjármagns- hafta er. Það hvernig tekst til getur haft gríðarlega mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Nokkrir starfshópar starfa að losun hafta, enda er málið stórt. Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra lýsti vinnunni þannig á þingi í gær að síðustu árin hefði hún „falist í því að greina umfang vandans og eðli en ekkert síður að gera upp á milli þeirra valkosta sem við stöndum frammi fyrir“. Hann ítrekaði hins vegar að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um leiðir. Sú leið sem helst hefur verið nefnd er útgönguskattur. Með útgönguskatti er átt við skatt á útgreiðslu á gjaldeyri og er hann sérstaklega hugsaður til að hluti af þrotabúum gömlu bankanna renni til ríkissjóðs. Eitt yfir alla Sú leið er ekki án vandkvæða, frek- ar en aðrar. Stóra spurningin er sú hvort hægt sé að setja útgöngu- skatt sem gildi aðeins fyrir þrota- bú bankanna. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja svo ekki vera. Eitt verði að ganga yfir alla í þeim efnum. Það þýðir þá að öll útgreiðsla á gjaldeyri félli undir útgönguskatt- inn. Það gildir þá bæði um greiðslu af erlendum skuldum fyrirtækja, eins og Landsvirkjunar og álvera, svo dæmi séu tekin, og fjárfesting- ar utan landsteinanna, ekki síst hjá lífeyrissjóðunum. Það býður upp á ýmiss konar vanda. Rætt hefur verið um að útgönguskatturinn verði á bilinu 30 til 35 prósent og er þá miðað við virði innlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna. Indefence-hóp- urinn setti í vikunni fram þá hug- mynd að skatturinn yrði allt að 60 prósent, en sá hópur hefur verið tryggt bakland Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að lífeyrissjóð- ir, eða aðrir fjárfestar, hafa lítinn hvata til að fjárfesta erlendis ef þeir þurfa að greiða þriðjung eða meira af upphæðinni í útgöngu- skatt. Ekkert ákveðið með skattinn Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra var hins vegar býsna skýr um það á þingi í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin um skattinn. „Varðandi útgönguskattinn hef ég margoft tekið fram að ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgönguskatt og þaðan af síður hef ég boðað einhverja tiltekna pró- sentu sem menn eru farnir að vísa til.“ Þetta orðalag lætur kannski ekki mikið yfir sér, en ef það er sett í það samhengi að menn séu farn- ir að ræða prósentustig mögulegs skatts er ljóst að Bjarni hefur ekki sæst á neitt hvað það varðar. Heimildum Fréttablaðsins ber heldur ekki saman um hve fýsi- legan kost stjórnvöld telji útgöngu- skattinn. Af framansögðum ástæð- um hafa æ fleiri haldið því fram að erfitt sé að setja skattinn á og sumir telja að tekin hafi verið ákvörðun um að útgönguskattur sé ekki leiðin. Aðrir telja að enn sé unnið út frá honum og verið sé að finna leiðir fram hjá vandanum. Af orðum Bjarna má þó ljóst vera að ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að setja skattinn á, hvað þá hve hár hann verður. Flókin umgjörð Sú leið hefur verið nefnd að hægt sé að setja lög um að erlendar skuld- ir íslenskra fyrirtækja standi utan við útgönguskattinn. Slíkt ætti að vera gerlegt, en óvíst er hvort erlendir kröfuhafar sætti sig við það og það býður því hættunni á málssókn heim með þeim rökum að brotið sé gegn jafnræðisreglu. Öðru máli gildir varðandi erlend- ar fjárfestingar lífeyrissjóðanna og annarra. Heimildarmenn blaðs- ins telja engan kost á öðru en að útgönguskatturinn mundi ná yfir þær. Þeim ber þó ekki saman um hve alvarlegt það yrði. Lífeyris- sjóðirnir fengu undanþágu í kjölfar hrunsins til að fjárfesta erlendis og standa ágætlega hvað það varðar. Innlend fjárfesting þeirra hefur líka skilað ágætis hagnaði. Hvað sem öðru líður er ljóst að útgönguskattinn yrði að útfæra í flókinni umgjörð og með hættu á málssóknum, verði sú leið farin. Kvartað yfir samráðsleysi Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, varaði við því í Fréttablaðinu í síðustu viku að undirbúa þyrfti þjóðina undir losun haftanna. Það að krónan fari á flot geti þýtt gengissveiflur sem hafi áhrif á stöðu lána heimilanna. „Það þarf að undirbúa þjóðina,“ sagði Ásgeir. „Afnám hafta kemur ekki ofan frá, þjóðin verður að vera með.“ Ljóst er að Sigmundur Davíð og Bjarni deila ekki þessari skoðun Ásgeirs. Katrín Jakobsdóttir, for- maður Vinstri grænna, spurði þá báða út í upplýsingagjöf um hafta- losun á þingi í vikunni. „Af hverju er ekki hægt að taka mjög opinbera umræðu um allt þetta? Vegna þess að sérhvert orð sem sagt er í þeirri umræðu getur til dæmis haft áhrif á markaðina, á skráð skuldabréf og svo framveg- is,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð telur það geta þjónað hagsmunum kröfuhafa ef vinnan er gerð opinber og segir „mikilvægt að þessi vinna verði ekki gerð opinber fyrr en hún hefur verið kláruð eða er komin á það stig að ekki sé hætta á að hún verði á einhvern hátt skemmd, unnið á henni eitthvert það tjón sem mundi gera íslenska ríkinu erfiðara fyrir við að leysa úr höftunum á far- sælan hátt fyrir allan almenning í landinu“. Þolinmæðin á þrotum Fulltrúar allra stjórnmálaflokka eiga sæti í samráðsnefnd um afnám hafta. Ekki hefur verið haldinn fundur í henni síðan í des- ember. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal Vinstri grænna séu uppi raddir um að segja sig úr því samráði, þar sem flokkurinn telur að ekkert raunverulegt sam- ráð sé í gangi. Hvað sem verður er ljóst að um risastórt mál er að ræða sem enn ríkir algjör óvissa um. Hvernig til tekst með losunina mun hafa gríðar leg áhrif á stöðu þjóðarbús- ins. Það mun ekki síður hafa áhrif á pólitíska stöðu flokka. Sem dæmi um hve málið er við- kvæmt má nefna að enginn þeirra fjölmörgu viðmælenda sem Frétta- blaðið ræddi við við vinnslu þess- arar fréttar vildi koma fram undir nafni. Haftalosun virðist föst í höftum Lítið spyrst af vinnu við losun hafta. Ýmis vandkvæði fólgin í því að setja á útgönguskatt. Fjármálaráðherra segir engar ákvarðanir hafa verið teknar. Ytri skilyrði hafa aldrei verið betri til að losa um höftin. Mismunandi áherslur eru uppi hjá oddvitum stjórnarflokkanna. MANNLÍF Það hvernig til tekst við losun hafta mun hafa mikil áhrif á efnahagslíf, ekki síður en vinsældir þeirra flokka sem bera ábyrgð á afnámi haftanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bjarni segir að setja verði fram raunhæfa áætlun til að afnema gjaldeyrishöftin. „Höftin eru þarna vegna þess að við getum ekki leyft eignum í eigu erlendu kröfuhafanna að fara út á hinu opinbera skráða gengi. Það verður að ganga mjög ákveðið til verks núna og setja reglur sem miða að því að afskrifa stóran hluta af þessum kröfum og gera í framhaldi af því upp við kröfuhafana, án þess að gengi krónunnar verði sett í algjört uppnám. Ef hugmyndir um nýjar reglur leysa ekki vandann, þá er ekkert annað að gera en að taka þessi fjármálafyrir- tæki sem eru í slitameðferð og setja í þrotameðferð. Þá verða bankarnir að gjaldþrota félögum og ég get séð fyrir mér að þá verði þetta ekki leyst með skilyrðum Seðlabankans um út- greiðslu gjaldeyris, heldur einfaldlega með mjög háum skatti á greiðslu fjár út úr landinu.“ Bjarni Benediktsson í Frétta- blaðinu 16. mars 2013 ➜ Þrotameðferð ef með þarf Sagt fyrir síðustu kosningar Sigmundur Davíð segir að til þess að hægt sé að fara í þessa skuldaleiðréttingu þurfi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna. Líklega séu um 90 prósent krafnanna í eigu vogunarsjóða sem keypt hafi kröfurnar af upphaf- legum lánveitendum. „Þeir sem keyptu kröfur tiltölulega snemma, eins og við reyndar töldum að ríkið ætti að gera, hafa hagnast verulega á þeim. Þá spyrja menn: Er það ekki bara þeirra hagnaður, er nokkur flötur á að skipta honum með þeim sem töpuðu á hruninu? Jú, það er í fyrsta lagi réttlætanlegt og í öðru lagi framkvæmanlegt. Þeir sem keyptu kröfur bankanna á hrakvirði vissu að hverju þeir gengu. Þeir sérhæfa sig í svona við- skiptum og vissu að þeir keyptu kröfur á gjaldþrota fyrirtæki í landi sem um tíma hafði verið kallað gjaldþrota, og í gjaldeyrishöftum. Þau meinuðu þeim að ná fjárfestingunni til baka án þess að einhverjar breytingar yrðu á fyrirkomulaginu.“ Lausn Framsóknarflokksins á þessu er að gefa kröfuhöfum kost á að taka þátt í því að byggja upp íslenskt samfélag og eiga þá hlutdeild í aukinni verðmæta- sköpun. Að öðrum kosti geti þeir staðið frammi fyrir íþyngjandi aðgerðum, sem þó séu réttlætanlegar. „Í slíkum viðræðum þurfa menn bæði að hafa gulrót og kylfu. Það þarf að skapa hvata en menn þurfa líka að standa frammi fyrir því að ef þeir séu ekki tilbúnir til að spila með verði það þeim ekki til hagsbóta. Eins og lögin eru núna í stakk búin á að greiða úr þrotabúum íslenskra fyrirtækja í íslenskum krónum. Seðlabankinn gæti því í raun innkallað gjaldeyrinn, í krafti gjaldeyrishaftanna, og greitt út í íslenskum krónum sem menn sætu þá fastir með hér.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í Fréttablaðinu 9. mars 2013 ➜ Þarf bæði gulrót og kylfu ERLENDAR SKULDIR ÞJÓÐARBÚSINS sem hlutfall af landsframleiðslu hvers árs 2000 100% 170% 210% 2004 2013 2019 110% Varðandi útgöngu- skattinn hef ég margoft tekið fram að ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgönguskatt og þaðan af síður hef ég boðað einhverja tiltekna pró- sentu sem menn eru farnir að vísa til. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Heimild: Vefur Samtaka atvinnulífsins ASKÝRING | 8 GJALDEYRISHÖFT 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -A 2 2 4 1 4 0 9 -A 0 E 8 1 4 0 9 -9 F A C 1 4 0 9 -9 E 7 0 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.