Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 30
8 • LÍFIÐ 6. MARS 2015
Með því að
gera örlitlar
breytingar í
eldamennsk-
unni geturðu
gert matinn
hollari fyrir
þig og fjöl-
skylduna. Hérna
koma tíu góð ráð
sem einfalt er að til-
einka sér.
Bakaðu
Fjölmargan mat er hægt að baka
í ofni í stað þess að steikja á
pönnu eða djúpsteikja. Með því
að nota bakaraofninn minnkarðu
fituna sem þú notar til steiking-
ar. Kjúklingabringur, kjötboll-
ur, kartöflur og beikon, þetta er
allt hægt að baka í ofni og verð-
ur ekki síðra á bragðið.
Blandaðu
Blandaðu safann frekar í bland-
ara en í djúsvél, þannig hald-
ast næringarefnin og trefjarn-
ar í ávöxtunum og grænmetinu.
Þegar þú notar djúsvél þá tek-
urðu svo margt af þessu frá.
Góð fita
Bættu góðri fitu í matinn; ör-
lítil lárpera, fræ, hnetur eða
góð ólífuolía. Hafðu
bara í huga að vera
með temmilega
skammtastærð.
Þín eigin krydd
Búðu til þínar eigin
kryddblöndur. Þessar
tilbúnu eru oft stútfullar
af allt of miklu salti og jafn-
vel sykri í þokkabót. Fáðu inn-
blástur af því að skoða krydd-
blöndur á vefnum.
Kremdu
Kremdu hvítlauk-
inn í stað þess
að saxa hann
og láttu hann
standa í 15 mín-
útur. Með því að
kremja hann þá
verður efnahvati
í hvítlauknum sem
eykur á hollustuna.
Skolaðu
Skolaðu alltaf baunir úr krukk-
um eða dósum, þær eru stund-
um vaðandi í sulli og salti og
því öruggara að skola þær áður
en þær eru notaðar.
Bættu í
Bættu litlum soðnum og kældum
baunum út í kökudeigið og kjöt-
bollurnar, þannig eykurðu prótín
í matvörunni á einfaldan og holl-
an hátt. Það er líka frábært að
bæta smá möluðum hörfræjum út
í pönnukökudeigið.
Grísk jógúrt
Gríska jógúrt má nota í staðinn
fyrir rjóma, majónes og nýmjólk
í mörgum uppskriftum og er alls
ekki síðra á bragðið.
Eldaðu rétt
Með því að elda ávexti
og grænmeti rétt
heldurðu næringar-
efnunum í þeim.
Ekki ofelda mat-
inn. Gufusuða
er ein besta
eldunar aðferðin
fyrir grænmeti.
Sítrusávextir
Notaðu safann af C-vít-
amínríku sítrusávöxt-
um í staðinn fyrir sósur og dress-
ingu. Einfaldur sítrónusafi er
ljúffengur á grillaða kjúklinga-
bringu og ekki síðri á salatið með
örlítilli ólífuolíu.
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is
Meistarakokkurinn Eyþór Rúnars-
son kemur hér með uppskrift úr
þætti sínum í gær, Eldhúsinu hans
Eyþórs á Stöð 2.
Kakan er ljúffeng og líka bráðholl.
Hindberjahrákaka með
pekanhnetubotni
Botn
5 dl pekanhnetur
3 dl döðlur
1 dl kakó
3 msk. kókosolía
vanilluduft
salt
Setjið allt hráefnið saman í mat-
vinnsluvél og vinnið í um 2-3
mín. Smyrjið form með kókosolíu
og setjið blönduna í botninn og
þjappið vel.
Hindberjakrem
3 dl hindber
1 dl agavesíróp
2 dl kasjúhnetur (búnar að liggja í
bleyti í tvo tíma)
½ dl kókosolía
1 tsk. chia-fræ
1 tsk. sjávarsalt
vanilla
3 dl frosin hindber
Setjið allt hráefnið saman í mat-
vinnsluvél og vinnið saman í um
3 mín. eða þar til kremið er orðið
flauelsmjúkt. Hellið 1/3 af krem-
inu yfir botninn og dreifið úr því
með skeið. Raðið svo frosnu hind-
berjunum yfir allt kremið. Hellið
restinni af kreminu yfir hindberin
og smyrjið því jafnt yfir.
Karamella
1dl hlynsýróp
1 dl kókosolía (við stofuhita)
1 dl hnetusmjör
salthnetur
Setjið allt hráefnið saman í bland-
ara og maukið saman í um 3 mín.
Hellið karamellunni yfir og smyrjið
vel út í alla kanta. Setjið kökuna
inn í frysti og látið hana vera þar
í 12 tíma. Gott er að taka kök-
una út um 30 mín. áður en á að
borða hana. Skreytið kökuna eftir
smekk t.d. með ferskum bláberjum
og jarðarberjum.
HINDBERJAHRÁKAKA
MEÐ PEKANHNETUBOTNI
10 LEIÐIR AÐ HOLLARI ELDAMENNSKU
Með því að tileinka þér eftirfarandi einföld og fljótleg ráð getur þú gert mataræðið örlítið hollara en það er fyrir.
Með því að auka þekkingu þína á hráefnum og nýtingu þeirra bætir þú matseldina.
0
5
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:5
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
0
9
-8
4
8
4
1
4
0
9
-8
3
4
8
1
4
0
9
-8
2
0
C
1
4
0
9
-8
0
D
0
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K