Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 26
4 • LÍFIÐ 6. MARS 2015 Ef þú hefur spurningu um kynlíf þá getur þú sent Siggu Dögg póst og spurningin þín gæti birst í Fréttablaðinu. sigga@siggadogg.is VILTU SPYRJA UM KYNLÍF? Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir formaður Félags lýðheilsufræðinga Rannsóknir sýna að kyrrseta er ein af ógnum nútímasamfélagsins og einn af áhrifavöldum lífsstíls- sjúkdóma. Við getum komið í veg fyrir sjúkdóma og slys með því að hreyfa okkur daglega alla ævi og taka þannig ábyrgð á eigin heilsu. Það er svo gott að finna líkamann lifna við þegar við reynum að- eins á þolmörkin og bætum þol og styrk. Og það er aldrei of seint að byrja. Hér eru nokkur góð ráð. Markmiðasetning Fyrst er gott að gera raunhæf markmið og skrifa þau niður. Rannsóknir sýna fram á að ganga í 30 mínútur á dag eykur lífsgæði og lengir líf fólks. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis segja að fullorðn- ir þurfi hreyfingu í 30 mínút- ur á dag og börn í 60 mínút- ur á dag. Öll hreyfing skipt- ir máli og það að taka stigann í stað lyftunnar gerir það líka. Hægt er að finna öpp auk vef- síðna með áætlunum þar sem þol og styrkur er aukinn smátt og smátt. Forgangsröðun Tímastjórnun er nauðsynleg og þörf á að forgangsraða. Það er mikilvægt að fella hreyfinguna inn í daginn þegar okkur hentar það. Samverutíma með börnum er hægt að tvinna við hreyfitíma. Láttu hreyfinguna ganga fyrir til að öðlast aukna orku. Aðgengi Greindu umhverfið þitt. Hvaða hreyfingu tekur þig stystan tíma að nálgast? Er hlaupahópur í ná- grenninu? Er líkamsræktarstöð eða sundlaug í nágrenni við heim- ilið eða vinnustað? Er góð aðstaða á vinnustað til hreyfingar? Er sturta á staðnum ef þú ákveður að hjóla í vinnuna sem lið í bætt- um lífsstíl? Hvatning Við erum öll misjöfn þegar kemur til sjálfsaga og sumir þurfa meiri hvatningu en aðrir. Hjá æfingafélögum færðu hvatn- ingu þegar illa viðrar og jafn- vel hefur félaginn þau áhrif að þú eflist enn frekar. Finndu þinn æf- ingafélaga, auglýstu eftir honum ef þú þarft. Vinnuumhverfi Sífellt fleiri stjórnendur vinnu- staða hafa áttað sig á því að heilbrigður starfsmaður er gulli betri. Heilsueflandi fyrir- tæki bjóða upp á sveigjanleika, stuðning og jafnvel aðstöðu til hreyfingar. Ef ekki er boðið HUGURINN HEFTIR ÞIG upp á slíkt er þá ekki kominn tími til að óska eftir að breyta? Þú getur orðir sá eða sú sem veltir þeim bolta af stað. 1 Settu þér skrifleg, raunhæf markmið. 2 Forgangsraðaðu þannig að markmiðin náist. 3 Veldu aðgengi að hreyfingu sem hentar þér líka hvað tímann varðar. Kynntu þér möguleikana í kring um þig. 4 Finndu þinn æfingafélaga. 5 Skoðaðu hvaða heilsuefl- ingarstefnu vinnustaður þinn hefur sett upp. ● Mundu að þú getur alltaf meira en þú heldur, hugurinn er það eina sem heftir þig! Ég stóð fyrir framan myndar legan hóp af ung-lingsstúlkum í félags- miðstöð eitt kalt vetrarkvöld og eftir að hafa svarað öllum þeirra spurningum um kyn- líf þá lauk ég spjallinu á að spyrja þær af hverju þær leit- uðu ekki til foreldra sinna með þessar spurningar. Þær horfðu á mig eins og ég hefði keyrt yfir hreindýr og beðið þær um að syngja Rúdolf með rauða nefið. Þær voru kjaftstopp. Þær muldruðu með sér að það væri svo vandræðalegt að ræða þetta við foreldra sína og þær vissu ekki hvernig þær ættu að bera sig að og þar fram eftir göt- unum. Þú manst hvernig þetta var. Nú eða hvernig þetta er, ræðir þú kynlíf þitt við aldr- aða foreldra þína? Mig grun- ar að svarið sé nei. Þessar skýr- ingar stúlknanna eru eitthvað sem við fullorðna fólkið getum frekar auðveldlega græjað og afgreitt. Vandræðalegt? Við erum búin að þrífa alla mögu- lega líkamsvessa frá þess- um elskum og hugga og þerra óteljandi tár, ég held nú að við getum rætt við þau um kynlíf! En þá kannski óttast þú spurn- ingarnar sem gætu komið eins og um munnmakatækni og stell- ingarnar 69 og aftanátökur. Nú eða fyrirspurnir um eigin kyn- lífsupplifanir og reynslu. Hvað gera bændur þá? Horfa á klám? Skella sér í meistaranám í kyn- fræði? Svarið er töluvert ein- faldara. Það var nefnilega ekki fyrr en ein stelpan hitti naglann á höfuðið þegar hún sagði „maður getur ekki talað við þau því þau verða alveg brjáluð“. Þetta er heila málið. Börnin ykkar ótt- ast viðbrögð ykkar umfram annað. Þau halda að þið læsið þau inni í háum turni og bann- ið þeim að fara út fyrir tvítugt. Auðvitað er sannleikurinn ekki sá. Ég útskýrði fyrir stelpunum að hlutverk okkar foreldra er að vernda börnin okkar og þau eru alltaf börnin okkar, sama á hvaða aldri þau eru. Við viljum alltaf passa þau og láta þeim líða vel. Tilhugsunin um að þau lendi í aðstæðum sem þau kannski ráða ekki við og mögu- lega afleiðingar sem enginn unglingur á að vera með á sinni könnu er foreldrum stingandi hausverkur. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi tími kemur í lífi flestra að áhugi á jafnöldrum kviknar og ýmsar kenndir gera vart við sig. Þegar unglingur veltir því fyrir sér hvort hann eða hún séu tilbú- in til að stunda kynlíf með ann- arri manneskju þá vil ég að þið, ágætu foreldrar, getið talað um sjálfsfróun, verjur og tilfinn- ingar. Samræður um sjálfsfró- un eru ekki tæknileiðbeining- ar heldur umræður um líkam- ann og mikilvægi þess að læra á hann áður en öðrum er boðið að snerta hann. Allt undir sól- inni er hægt að nálgast á netinu, líka um verjur. Tilfinningarnar má svo draga úr eigin reynslu- banka. Unglingarnir bíða eftir því að þú hefjir þessar samræð- ur og opnir fyrir þær. Bak við reiði leynist ótti. Þau vilja ræða þetta við þig en þora það ekki og kunna það ekki. Byrja þú á samræðunum, til dæmis með því að lesa þennan pistil upphátt yfir morgunkorninu. TALA UNGLINGAR VIÐ FORELDRA SÍNA UM KYNLÍF? Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -9 3 5 4 1 4 0 9 -9 2 1 8 1 4 0 9 -9 0 D C 1 4 0 9 -8 F A 0 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.