Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.03.2015, Blaðsíða 2
6. mars 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 DÓMSMÁL Þorsteinn Hjaltested er ekki réttmætur eigandi jarðar- innar að Vatnsenda. Hæstiréttur felldi í gær úr gildi dóm Héraðs- dóms Reykjaness í Vatnsendamál- inu svokallaða. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður staðfest skiptingu úr dánar- búi Sigurðar Kristjáns Lárusson- ar Hjaltested samkvæmt erfðaskrá hans. Samkvæmt erfðaskránni var Þorsteinn Hjaltested eini erfinginn að jörðinni á Vatnsenda. Nú hefur Hæstiréttur úrskurð- að svo að eignunum geti ekki verið skipt samkvæmt erfðaskrá held- ur skuli eignarréttur jarðarinnar skiptast á milli lögerfingja Sig- urðar. Árið 2007 tók Kópavogsbær jörðina eignar- n á m i u n d i r viða mikla upp- byggingu Vatns- endahverfis og hlaut Þorsteinn rúma tvo milljarða í eignarnáms- bætur og hefur gróði Þorsteins vegna eignar námsins verið metinn á rúma átta milljarða. Lögerfingj- ar Sigurðar hafa í nokkur ár reynt að fá eignarrétt sinn yfir eignunum viðurkenndan. „Árið 2007 var gert eignarnám á landinu og Þorsteinn Hjaltested fékk greiddar þarna einhverjar upphæðir í byrjun og síðan hefur ekkert verið framkvæmt eða gert neitt eftir það,“ segir Sigurður Hjaltested, einn kærenda í mál- inu. „Við lítum svo á að eignar- námið hafi verið ólöglegt út frá þeim dómum sem féllu árið 2012 og síðan 2013. Dánarbúið er sem sagt beinn eigandi að þessu öllu saman og Kópavogur hafi allan tímann vitað að hann hafi verið að gera samninga við mann sem hafi ekki rétt til eins né neins þrátt fyrir mótmæli okkar á sínum tíma. En þeir héldu samt áfram og það var bæjarlögmaður Kópavogs sem sagði að þetta væri allt í lagi,“ segir Sigurður. Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri Kópavogs, telur að ekki sé hægt að leita til Kópavogs vegna hugsanlegra bóta. „Kópavogsbær greiddi í góðri trú til þessa aðila sem við töldum vera eiganda jarð- arinnar á þeim tíma og það er staðfest samkvæmt þinglýsinga- bók,“ segir Ármann. „Reykjavík hefur líka tekið jarðir eignarnámi á Vatnsenda. Bæði Kópavogur og Reykjavík hafa gert það í góðri trú. Við verðum að geta treyst á þing- lýsingabók, annars er grundvöllur allra viðskipta á Íslandi farinn út um gluggann. Það er augljóst að Kópavogur er stikkfrí ef menn vilja sækja einhverjar skaðabæt- ur.“ - srs Þorsteinn ekki einn um Vatnsendajörð Hæstiréttur felldi úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Vatnsendamáli. Erfingi telur að Kópavogur hafi alltaf vitað að Þorsteinn væri ekki réttmætur eigandi. Bæjarstjóri Kópavogs segir að eignarnámsbætur hafi verið greiddar í góðri trú. VATNSENDI Deilur um jörðina hafa staðið í fjölda ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Það er augljóst að Kópavogur er stikkfrí ef menn vilja sækja ein- hverjar skaðabætur. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. KJARAMÁL Guðrún Hafsteinsdótt- ir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir iðnfyrirtæki ekki þola mikl- ar launahækkanir líkt og verka- lýðshreyfingin fer fram á. Auk þess krefst hún þess að iðnlærðu fólki verði fjölgað á Íslandi. Þetta kom fram í máli hennar á Iðnþingi í gær. Iðnþing hvatti stjórnvöld einnig til að setja áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðarat- kvæðagreiðslu. - srs Iðnþing kom saman í gær: Þola ekki mikla hækkun launa DÓMSMÁL Lýsing tapaði í gær tveimur dómsmálum vegna gengis tryggðra lána. Málin eru fordæmisgefandi í um fjögur hundruð öðrum gengislánamál- um. Í öðrum dómnum, máli Stef- aníu Snorradóttur, vildi Lýsing ekki endurreikna lán hennar þar sem hún hafði ekki alltaf staðið í skilum. Vanskil hennar gátu ekki staðið í vegi fyrir endurkröfu að mati dómsins. - srs Gefur fordæmi fyrir 400 mál: Lýsing tapaði tveimur málum KJARAMÁL Bandalag háskólamanna mun ekki sætta sig við 3,5 prósenta launahækkanir líkt og ríkið hefur boðið í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Þetta kom fram á baráttufundi bandalagsins í Austurbæ í gær. Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerði félagsmönnum grein fyrir stöðu mála. Í ræðu sinni brýndi Páll nauðsyn þess að ríkið myndi setja þekkingu í for- gang í kjaraviðræðum. Enn fremur segir Páll að önnur fagfélög hafi náð fram auknum launahækk- unum með verkfallsaðgerðum og því sé það rétt- mætt að velta því upp hvort Bandalag háskóla- manna þurfi að beita aukinni hörku til að ná fram bættum kjörum. „Við erum hugsanlega tilbúin að opna á frekari aðgerðir,“ segir Páll í samtali við blaðamann. „En BHM ræður engu um það. Það eru aðildarfélög okkar sem ráða ferðinni en það hafa verið umræð- ur um frekari aðgerðir meðal þeirra,“ segir Páll. „Við munum ekki sætta okkur við 3,5% launa- hækkun. Það er bara alveg út í hött,“ bætir Páll við. Fundurinn samþykkti auk þess ályktun þar sem stuðningi er lýst við samninganefnd Banda- lags háskólamanna og ríkið hvatt til að bæta kjör háskólamenntaðra og setja þekkingu í forgang á atvinnumarkaði. - srs Bandalag háskólamanna mun ekki sætta sig við 3,5% launahækkun: Útiloka ekki verkfallsaðgerðir BARÁTTUFUNDUR Páll Halldórsson, formaður BHM, ávarp- aði fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JAPAN Misao Okawa, elsta kona í heimi, hélt upp á 117 ára afmælið sitt í gær á hjúkrunarheimilinu Kurenai í Osaka í Japan í gær. Okawa fékk afmælisköku í tilefni dagsins en hún hefur haft titilinn elsta kona heims samkvæmt Heimsmetabók Guinness frá 12. júní 2013. Þá dó Jioemon Kimua, sem varð 116 ára og 54 daga gömul. Okawa hefur lifað lengst allra Japana og er þriðja manneskjan í öllum heiminum sem nær því að verða 117 ára. Elsta kona í heimi hélt upp á afmælið í föðurlandi sínu Japan: Fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær ELSTA KONA HEIMS Misao Okawa varð 117 ára í gær en hún er elsta kona í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guinness. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SIGURÐUR HJALTESTED TRÚMÁL Forsvarsmenn Félags múslima á Íslandi var ekki kunn- ugt um 135 milljóna króna styrk frá Sádi-Arabíu til byggingar mosku hérlendis. Ibrahim Alibrahim, nýr sendi- herra Sádi-Arabíu, átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í gær þar sem hann tilkynnti að Sádi-Arabía hygðist leggja til 135 milljónir til byggingar mosku á Íslandi. „Við myndum aldrei þiggja nein- ar gjafir frá ríkisstjórn sem virð- ir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styður hryðju- verk í Mið-Austurlöndum,“ sagði Salmann Tamimi, varaformaður Félags múslima, í samtali við Vísi í gær. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði svo Ahmad Seddeq, trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann segir Félag íslenskra múslima aldrei hafa haft samband við Sádi-Arabíu til þess að biðja um stuðning til byggingar moskunnar. Bygging hennar er á áætlun og samkeppni um teikningu stendur yfir. Hún kemur til með að kosta um 300 milljónir króna en fjár- mögnun er enn óljós. „Við höfum ekki sótt um aðstoð frá einum eða neinum – ennþá að minnsta kosti,“ segir Salmann. Það sé alveg á hreinu að félagið komi ekki til með að fallast á nein skil- yrði tengd fjárframlögum til bygg- ingarinnar. Borgarstjóri hafði ekki heyrt af stuðningi Sádi-Arabíu heldur. - nej Varaformaður Félags múslima segist ekki vilja þiggja gjafir frá ríkisstjórn sem brýtur mannréttindi: Kannast ekki við styrki frá Sádi-Arabíu FUNDUÐU Ólafur Ragnar Grímsson og Ibrahim S.I. Alibrahim, nýr sendiherra Sádi-Arabíu, funduðu á Bessastöðum. SPURNING DAGSINS LIFÐU í NÚLLINU! Til hvers að flækja hlutina? 365.is Sími 1817 Þú færð GSM áskrift, internet og heimasíma fyrir 0 krónur með völdum sjónvarpspökkum 365. **Greitt er 9,7 kr. upphafsgjald þegar hringt er úr heimasíma.*60 mín. og 60 SMS fylgja hverri áskrift. 4 GSM áskriftir 60 mín. og 60 SMS* Internet 20 GB Heimasími 100 mín.** Sigurður Helgi, er ekki skítalykt af þessu máli? „Það er allavega eitthvað rotið við þetta.“ Húseigendur í Garðabæ sem notast við rotþró eru ósáttir við að greiða holræsagjald til bæjarins. Siurður Helgi Guðjónsson er framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -6 6 E 4 1 4 0 9 -6 5 A 8 1 4 0 9 -6 4 6 C 1 4 0 9 -6 3 3 0 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.