Fréttablaðið - 06.03.2015, Side 22

Fréttablaðið - 06.03.2015, Side 22
FÓLK| HELGIN Íslensku vetrarleikarnir hefj-ast í dag, föstudag, á Akureyri og standa yfir í rúma viku, til laugardagsins 14. mars. Leikarnir voru fyrst haldnir á síðasta ári við góðar undirtektir en verða enn viðameiri í ár að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, viðburða- stjóra hjá Viðburðastofu Norður- lands. „Nú hefur árlega vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur sam- einast okkur og leikarnir verða með öðru og stærra sniði. Keppt verður í ýmsum vetrargreinum og boðið upp á fjölbreytta afþrey- ingu fyrir börn, unglinga og fjöl- skyldufólk. Við ætlum að stytta okkur stundir í skammdeginu og njóta vetrarins á sem bestan hátt í faðmi fjöl- skyldunnar. Mörg hundruð kepp- endur hafa skráð sig til leiks og þar af fjölmargir útlendingar.“ Ekkert kostar inn fyrir áhorfend- ur á viðburði leikanna en meðal þeirra má nefna Íslandsmeistara- mót Sleðahundaklúbbs Íslands í kúski á hundasleða og skíðum sem fer fram á Mývatni, vélsleða- og útivistarsýning verður á torgi Glerártorgs, skautadiskó verður haldið í Skautahöll Akureyrar og snjóbrettamót fyrir börn og unglinga fer fram í Hlíðarfjalli. Hin sívinsæla vasaljósaganga verður á sínum stað og einnig verða skíðagöngunámskeið í boði. „Um næstu helgi verður haldin glæsileg snjóbrettakeppni fyrir börn og unglinga en keppt verður í þremur aldursflokkum. Keppnin fer fram á Ráðhústorginu og þar má búast við fjörugri keppni í flóðlýsingu og dúndrandi tónlist.“ Vélsleða- og adrenalínfíklar mæta á Glerártorg og sýna listir sínar á brautinni og stökkpallinum sem verður á svæðinu. Auk þess verður boðið upp á veglega vél- sleðasýningu á sama tíma. „Þessir menn eru sannarlega klikkaðir og þekktir fyrir að láta vaða!“ segir Davíð. Auk fyrrnefndra viðburða bjóða fjölmargir ferðaþjónustuaðilar á svæðinu upp á úrval skemmtilegra ferða gegn gjaldi. Leikarnir standa í níu daga en stærstu viðburðirnir fara þó fram næstu helgi, dagana 12.-14. mars. „Þá verður keppt í free- ski-brekkustíl í Hlíðarfjalli en þar munu bæði íslenskir og erlendir keppendur leika listir sínar, þar á meðal nokkrir sem eru ofarlega á heimslistanum.“ Keppni í free-ski fór fyrst fram á leikunum í fyrra, en um er að ræða nýja íþrótt sem náð hefur miklum vinsældum í Evrópu undanfarin ár. „Þá eru skíðin bogin í báða enda, svipað eins og ef bretti væri sagað í sundur. Þannig er hægt að leika listir sínar og fljúga tugi metra í loftinu.“ Keppnin er partur af AFP-mótaröðinni (The 2015 AFP World Tour) og flokkuð sem gullmót. „Við eigum von á þekktum nöfnum í þessari íþrótt hingað til lands en fyrstu verðlaun eru þrjár milljónir króna.“ Meðal nýjunga í ár nefnir Davíð að nokkrir ofurhugar hafi fest kaup á risadýnu sem ætluð er til lend- ingar þegar æfð eru ýmis áhættu- atriði. „Hvort sem um er að ræða skíði, bretti, vélsleða, mótorhjól eða „freedrop“ úr allt að tíu metra hæð. Ekki þarf að lenda í miðjunni af því að allir fletir dýnunnar virka jafn vel.“ Dagskrá leikanna er löng og ítarleg og hana má nálgast á www. iwg.is ásamt frekari upplýsingum. Einnig má fylgjast með leikunum á Facebook undir Íslensku vetrar- leikarnir og á Twitter undir @ IWGICE. VETRARHÁTÍÐ FJÖLSKYLDUNNAR VETRARGLEÐI Í dag hefjast Íslensku vetrarleikarnir á Akureyri og standa yfir í níu daga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá við hæfi fjölskyldunnar. Davíð Rúnar Gunn- arsson, viðburða- stjóri hjá Viðburða- stofu Norðurlands. MYND/ÚR EINKASAFNI GESTGJAFINN Snjókallinn er eitt einkennismerkja leikanna og tekur vel á móti gestum. MYND/LINDA ÓLADÓTTIR EFNILEG Yngstu börnin keppa á snjóbrettum. MYND/ÖRN STEFÁNSSON FJÖR Í BÆNUM Mikill fjöldi keppenda og gesta tekur þátt í Íslensku vetrarleikunum í ár. MYND/LINDA ÓLADÓTTIR 08.15 – 08.30 Morgunverður. 08.30 – 08.45 Hvað svo...? – úrvinnsla úr málþingi Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda. Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. 08.45 – 09.00 Hvernig getur Barnaverndarstofa náð betri árangri í þjónustu við börn og ungmenni með geðrænan og vímuefnavanda? Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu. 09.00 – 09.15 Hvernig getur BUGL náð betri árangri í þjónustu við börn og ungmenni með geðrænan og vímuefnavanda? Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglinga geðlækninga, Landspítala-Háskólasjúkrahúss (BUGL). 09.15 – 09.30 Hugmyndir um hvernig hægt verði að koma til móts við börn og ungmenni með geðrænan og vímuefnavanda í vinnu við mótun þingsályktunartillögu um mótun geðheilbrigðisstefnu. Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður stýrihóps um mótun geðheilbrigðisstefnu í velferðarráðuneytinu. 09.30 – 09.45 Hvað felst í átaki lögreglunnar til að koma í veg fyrir að óæskilegir einstaklingar hýsi börn og ungmenni undir lögaldri? Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 09.45 – 10.00 Hvernig getur LSH lagt börnum og ungmennum með geðrænan og vímuefnavanda betur lið? Kjartans J. Kjartanssonar, yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss. 10.00 – 10.15 SAMANTEKT. Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda á verkefnisstjori@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500. HVAÐ SVO...? Aðgerðir í framhaldi af málþingi Geðhjálpar og Olnbogabarna um börn og ungmenni með tvíþættan vanda. Grand Hótel, Gullteig, fimmtudaginn 12. mars kl. 8.15. Fundarstjóri Helgi Seljan 0 5 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :5 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 0 9 -A C 0 4 1 4 0 9 -A A C 8 1 4 0 9 -A 9 8 C 1 4 0 9 -A 8 5 0 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.