Fréttablaðið - 19.03.2015, Side 24

Fréttablaðið - 19.03.2015, Side 24
19. mars 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Þingmaðurinn skilur ekki Eina bestu ræðuna, um stöðuna í ESB- málinu, flutti Björt Ólafsdóttir. Björt játaði að henni væri um megn að skilja málið. „Er það til of mikils mælst að fólk tali bara hreina íslensku? Erum við að biðja um of mikið? Ég skil ekki helminginn af því sem hér fer fram, ég verð bara að viðurkenna það, út af því að hér er talað tvist og bast, algjör- lega. En það kannski lýsir því hvernig málið er allt saman, það er algjörlega í upp- námi og ég næ illa utan um þessar skýringar út af því að þær eru úti um allt.“ Ræðum svikin loforð Björt Ólafsdóttir sagði meira eftir- tektar vert í ræðu sinni. „Sífellt er verið að lýsa störfum fyrri ríkisstjórnar í þessu máli öllu saman. Ég verð að segja að mér er bara nákvæmlega sama um það hvernig Steingrímur J. Sigfússon eða Össur Skarphéðinsson töluðu á fyrra kjörtímabili eða hvað þeir sögðu. Við erum að ræða hvað þessi ríkis- stjórn er að gera, við erum að ræða sviknu loforðin hennar og við skulum halda okkur við það. Það er lúalegt og það er dapurlegur vitnisburður um innrætingu viðkomandi ráðherra og þingmanna að það réttlæti eigin gjörðir að einhverjir aðrir hafi hagað sér kjánalega.“ Meira en úldin spilling Jónas Kristjánsson fjallar um íviln- unarsamning Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Jónas segir hana stela frá skattgreiðendum og afhenda frænda Bjarna Benediktssonar. Hann bendir á að aðrir í bleikjueldi hafi ekki fengið ámóta fyrirgreiðslu. Það er afslátt af sköttum og gjöldum, helmings afslátt af tryggingagjaldi og fasteignagjaldi, undanþágu frá aðflutningsgjöldum og þjálfunarstyrk upp á hundruð milljóna. „Þetta er ekki bara úldin spilling, heldur hreinn þjófnaður. Von- andi verður glæpakvendið sjálft látið endurgreiða þetta, þegar hún hefur verið hrakin frá völdum. Óbeit sjálfstæðismanna á frjálsri samkeppni keyrir meira um þverbak en nokkru sinni.“ sme@frettabladid.is Landsskipulagsstefna er nýtt og spenn- andi skipulagsverkfæri sem er ætlað að stuðla að sjálfbærri þróun, skilvirkri áætl- anagerð og vera sveitarstjórnum leiðarljós við skipulagsgerð, en felur ekki í sér fyrir- mæli um nákvæma útfærslu. Meðal ann- ars er lögð áhersla á samspil ólíkrar land- notkunar og nýtingar lands einkum fyrir landbúnað, ferðaþjónustu og skógrækt. Þingsályktunartillaga um landskipu- lagsstefnu 2015-2026 verður lögð fram nú á vorþingi. Umhverfis- og auðlindaráð- herra fól Skipulagsstofnun í október 2013 að hefja vinnu við stefnuna og kynnti við- fangsefni og áherslur. Í vinnu sinni hefur Skipulagsstofnun nýtt vel þann tíma- ramma sem var til umráða og átt náið samráð við almenning, sveitarstjórnir, opinberar stofnanir og félagasamtök víða um land. Ferlið hefur tekist sérlega vel. Reglu- lega var leitað eftir ábendingum og hug- myndum og segja má að almennt hafi þátt- taka verið góð á fundum. Auk þess hefur sérstök nefnd verið Skipulagsstofnun og ráðherra til ráðgjafar. Landið teiknað Frá byrjun hefur almenningi gefist kostur á að koma að verkefninu og útfæra hug- myndir sínar myndrænt. Meðal annars var þátttakendum á opnum fundum boðið til vinnusmiðju þar sem einn eða nokkrir saman í hóp teiknuðu upp sína hugmynd að landsskipulagi á Íslandskort í mismun- andi litum, allt eftir viðfangsefnum svo úr urðu um 100 kort sem nýttust í vinnunni. Í framhaldinu var nokkrum valkostum stillt upp og þeir ræddir ítarlega á opnum fundum þar sem skipst var á skoðunum og samtímis boðið upp á að koma að skrif- legum athugasemdum sem nýttar voru við endanlega tillögu að landsskipulags- stefnu. Loks sendi Skipulagsstofnun bréf á um 180 aðila með beiðni um umsögn og bárust 73 umsagnarbréf. Farið var yfir allar innsendar athugasemdir áður en gengið var frá formlegri tillögu að lands- skipulagsstefnu sem skilað hefur verið til umhverfis- og auðlindaráðherra. Ég hvet eindregið til þess að sem flestir kynni sér ferlið og tillöguna á landsskipu- lag.is. Þegar vel tekst til getur skipulags- vinna dregið fram ímynd staða eða svæða og mætt þörf okkar á hverjum tíma, eins og fyrir aukna ferðaþjónustu. Aukin ásókn í takmarkaðar auðlindir getur leitt til aukins álags á umhverfið og óvissu og mun landskipulagsstefna því þurfa að vera í virkri þróun til framtíðar. Framtíðarsýn í skipulagsmálum SKIPULAG Sigrún Magnúsdóttir umhverfi s- og auðlindaráðherra L andsfundur Samfylkingarinnar verður settur í fyrramálið. Engum dylst að Samfylkingin á bágt. Flokkurinn var stofnaður til að vera annar af tveimur turnum íslenskra stjórnmála. Í fyrstu blés ágætlega í segl Samfylkingar- innar. Flokkurinn fékk síðan einstakt tækifæri þegar hann var leiddur til forystu. Formaður flokksins varð forsætisráðherra. Síðan hefur hallað undan fæti. Staða flokksins er fjarri settum markmiðum. Þjóðin fyrirgaf honum að hafa verið helmingur hrunstjórnarinnar. Í kosningum eftir hrunið jók flokkurinn fylgi sitt og bætti við sig tveimur þing- mönnum, fór úr átján í tuttugu. Nú eru þeir aðeins níu. Og allir eiga þeir sameiginlegt að hafa í kosningunum 2013 tapað þingmönnum, samherjum, í sínum kjör- dæmum. Allir þingmenn Samfylkingarinnar fóru halloka í kosning- unum. Hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, fór einnig illa í þeim kosningum, en hefur ratað aftur á sinn fyrri bás. Landsfundur Samfylkingarinnar er fram undan og nokkuð víst er að umboð æðstu forystu flokksins verði endurnýjað, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það getur ekki verið sjálfsagt. Nærri tvö ár eru frá kosningunum afdrifaríku og fylgi flokksins er enn svo langt frá öllum markmiðum að erfitt er að trúa að félagar í flokknum geti sæst á stöðuna. Í nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins mældist Samfylkingin með rétt rúm sextán prósent sem er einu prósentustigi minna en flokkurinn fékk í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup. Hvað ætli valdi að í slíku árferði séu ekki átök um forystuna? Og málefnin? Hvað ætlar flokkurinn að ræða á fundinum? Samkvæmt dagskránni verða málstofur um sveitarstjórnarmál, hvort Ísland sé best í heimi og þriðja æviskeiðið, það er sextíu ára og eldri, hús- næðismál, kvennahreyfingu og græna netið. Hvað með Evrópusambandið, peningamálin, fjármagnshöftin, krónuna, sjávarútveginn, stjórnarskrána, menntamálin, samgöng- urnar, virkjanir og ekki virkjanir, atvinnustefnuna, mannréttindi, byggðastefnu, náttúruna, menninguna? Og svo mætti áfram telja. Samfylkingin virðist kunna vel við sig á áhorfendabekkjunum. Eigi að verða minnsta von til að draumar stofnenda Samfylk- ingarinnar rætist er ljóst að gera verður betur. Það hlýtur að teljast hart að flokkur sem frá stofnun og fram að síðustu kosningum hafði sautján til tuttugu þingmenn skuli ekki hafa afl til að takast á við stöðuna. Meðan hér situr óvinsæl ríkisstjórn þarf Samfylk- ingarfólk að horfa á fylgið, sem nú tínist af Framsóknarflokki, fara fram hjá. Samfylkingin er ekki að gera það gott þessa dagana. Þegar illa áraði hjá Alþýðuflokknum, einum af forverum Sam- fylkingarinnar, steig Jón Baldvin Hannibalsson fram og bauð sig fram gegn sitjandi formanni, Kjartani Jóhannssyni, með þeim rökum að þegar kallinn í brúnni fiskaði ekki, yrði að skipta um for- mann. Og hafði betur. Í dag gilda greinilega önnur lögmál. Eða er staðan sú að enginn fæst til að fara gegn formanninum? Vill enginn leiða flokkinn í þeim dal sem hann virðist fastur í? Hvað sem því líður skuldar Samfylkingin þjóðinni að koma fram með lausnir, málefni og skarpa framtíðarsýn. Samfylkingin gengst undir stöðupróf um helgina. Fram undan virðist vera málefnarýr landsfundur: Samfylkingin er í tilvistarkreppu Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is 300 ÞÚSUND KRÓNA LÁGMARKSLAUN Já www.sgs.is 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 F -3 0 B 0 1 4 2 F -2 F 7 4 1 4 2 F -2 E 3 8 1 4 2 F -2 C F C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.