Fréttablaðið - 19.03.2015, Side 28
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28
Það er samdóma álit flestra
þeirra sem fjalla um efna-
hagsmál af skynsamlegu
viti að samkeppni sé helsti
drifkraftur öflugs við-
skiptalífs og velmegunar í
markaðstengdum hagkerf-
um. Færa má rök fyrir því,
að samkeppni í viðskipt-
um í ESB/EES-ríkjum sé
hvergi minni en á Íslandi.
Því valda m.a. stór auð-
lindageiri, íslenska krónan
og smæð hagkerfisins. Auðlinda-
atvinnuvegirnir, þ.e. landbúnaður,
sjávarútvegur og stóriðja, bjóða
ekki upp á mikla samkeppni og
þar sem hægt væri að koma henni
við, er það ekki leyft, svo sem með
því að bjóða upp hluta kvótans,
sem væri samkeppni í reynd. Þá
þjóna bönn á erlendu eignarhaldi í
sjávar útvegi og innflutningi á land-
búnaðar vörum sama tilgangi.
Samkeppni á fjármálamarkaði
er einnig í skötulíki og verður það í
enn ríkara mæli, eftir því sem leng-
ist í fjármálahöftunum eða meðan
krónan er enn gjaldmiðill þjóðar-
innar. Á meðan fitna bankarnir
og vextirnir haldast háir. Land-
lægir háir vextir og verðtrygg-
ing samninga og lána eru fylgi-
fiskar íslensku krónunnar. Sá sem
borgar brúsann er síðasti neytandi
vörunnar, hvort sem það eru mat-
vörur, ferðalög eða húsnæði. Ekk-
ert verndar innlenda starfsemi og
dregur úr samkeppni hérlendis
eins og veikleikar krónunnar. Því
má spyrja, hvort það sé ekki bara
gott mál? Nei, því skortur á sam-
keppni er ávísun á stöðnun og síðan
afturför. Verndun er einnig ávísun
á hátt innlent verðlag og lélegri
lífskjör. Með því að viðhalda krón-
unni er viðskiptaumhverfi lands-
ins sett í sóttkví og ýtt til baka til
áranna fyrir 1985.
Forsenda velmegunar
Ríkisstjórn sem vill auka vel-
megun og vernda velferð í landinu
verður sífellt að hafa auga á sam-
keppnishæfni landsins. Ef okkur
tekst ekki að bæta samkeppnis-
hæfnina umtalsvert munum við
ekki geta fjármagnað það sem þó
er enn eftir af velferðar kerfinu,
hvað þá að borga þau laun, sem
halda ungu fólki hér heima.
Íslenska krónan er stærsta hindr-
unin á þessari vegferð. Hún virkar
eins og hár, sveigjanlegur verndar-
tollur til að gera innflutning dýr-
ari. Þótt aldrei megi missa sjón-
ar á því, að íslenskt hagkerfi er
örsmátt og þar þrífast ekki margir
öflugir leikendur á mörkuðum, þá
höfum við verið iðin við að fækka
þeim eftir megni. Hér er sú afstaða
útbreidd að líta á samkeppni sem
ógnun. Sérstaklega höfum við haft
horn í síðu útlendinga sem hafa
viljað fást við heilbrigð viðskipti
hér. Þá er ég ekki að tala
um viðskipti sem eru af
pólitískum toga og til þess
stunduð að koma heima-
landi viðkomandi til áhrifa
í landinu. Það hefur ekkert
með heilbrigð viðskipti að
gera, heldur nýja, mjúka yfirráða-
stefnu.
Sterkur gjaldmiðill
vernd gegn ásælni
Sterkur og stöðugur gjaldmiðill
er lykillinn að samkeppnishæfu
hagkerfi. Það er engin tilviljun að
þær þjóðir sem búið hafa við sterk-
ustu gjaldmiðlana hafa jafnframt
verið árangursríkastar í heims-
við skiptum. Sterkur gjaldmiðill
er pískur til meiri hagkvæmni og
vörn gegn hagsveiflum. Þá má ekki
gleyma þeim mikla vaxtamun sem
er að jafnaði á milli sterkra gjald-
miðla og veikra. Hér er hann 5–10%
m.v. evrulöndin. Sterkur gjald miðill
er jafnframt hlíf gegn ásælni og
yfirráðum fjársterkra einstaklinga
eða ágengra ríkja.
Lítill veikburða gjaldmiðill er
auðveld bráð þeim sem vilja koma
róti á efnahag lands og valda póli-
tískum óróa. Í litlum vanmáttug-
um gjaldmiðli liggur mikil pólitísk
áhætta. Ein meginástæða þess að
Eystrasaltsríkin flýttu sér að taka
upp evruna var að útiloka þann
leik Rússa að valda usla í efnahag
þeirra með því að veikja litlu þjóð-
legu gjaldmiðlana þeirra. Þetta ætti
að verða okkur Íslendingum sér-
stakt umhugsunarefni. Og það þarf
hvorki Rússa né Kínverja til. Það
dugar einn stór íslenskur banki. Þó
ekki væri nema af þessum sökum
mun íslenska krónan aldrei getað
þjónað þjóðinni sem frjáls gjald-
miðill. Hún verður bundin í hjóla-
stól, gengi hennar „handstýrt“
og hún mun ekki verða gjaldgeng
erlendis. Íslenskum bönkum verð-
ur ekki leyft að setja niður útibú
erlendis. Sömu sögu er að segja
um útibú erlendra banka hér lendis,
nema Kínverjar vilji hasla sér völl
hér, til að hliðra fyrir áhrifum
stjórnar sinnar á stjórnmál og efna-
hag landsins.
Ef þessi litla þjóð á að geta dafn-
að á erlendum mörkuðum og bægt
frá sér erlendri ásælni, þarf hún
alþjóðlegan gjaldmiðil. Gjald miðill
í hjólastól mun hins vegar verða
íslenskum efnahag fjötur um fót.
Það er því dýrkeypt blekking að
halda að það beri vott um þjóðlega
reisn og sjálfstæði að halda dauða-
haldi í krónuna. Þessu er því miður
öfugt farið. Hún er ógn við fullveldi
þjóðarinnar.
Gjaldmiðill
í hjólastól Maður þarf ekki að líta í margar innkaupakörfur til
að átta sig á því að hvatvísi
sér ansi oft um að velja í
matinn. Flestir vita hvaða
mat þeir ættu að velja en
þegar áreitið í umhverfinu
er mikið eða þreyta byrgir
sýn getur verið erfitt fyrir
rökhugsunina að ráða för.
„Ruslfæði“ endar einhvern
veginn allt of oft í melt-
ingar veginum.
Rörið flytur eldsneyti
og byggingarefni
Miðað við óhollustuna sem fólk
lætur ofan í sig ímyndar maður
sér að meltingarvegurinn sé ein-
hvers konar flutningsrör fyrir
fæðuna, sem hann að hluta til er.
Auk þess að flytja fæðuna er aðal-
starf meltingarvegarins að brjóta
niður matinn í smæstu einingar
næringar efna fyrir líkamann,
sem þarf eldsneyti og byggingar-
efni til endur nýjunar og viðhalds.
Ef líkaminn fær ekki nauðsyn-
leg næringarefni (vatn, kolvetni,
fitu, prótein, vítamín og steinefni)
getur hann haft verra af.
Meðfædd leti?
Eitt frægasta dæmi sögunnar um
næringarskort er frá rannsókn-
um skoska læknisins James Lind
(1716-1794) sem er oft nefndur
frumkvöðull næringarfræðinnar.
Hann gerði tilraunir á sjómönn-
um sem fengu skyrbjúg á lang-
ferðum sínum. Einkenni skyr-
bjúgs eru almenn þreyta (sumir
læknar töldu sjómennina þjást af
meðfæddri leti), öndunar-
færasýkingar, stoðkerfis-
verkir, þunglyndi, blæð-
ingar frá húð og bólgur
í gómum. Tennur geta
losnað og sjúklingarnir fá
krampa og deyja að lokum
ef þeir fá ekki meðferð.
James tók fljótt eftir því
að skyrbjúgssjúklingar
sem fengu sítrónur og app-
elsínur sýndu undraverð
batamerki og uppgötvaði
þar með C-vítamínskort
sem orsök skyrbjúgs.
Eftir það voru alltaf til
C-vítamín ríkir ávextir í skipunum.
Eitt er að vita
Kannanir sýna að meirihluti fólks
er meðvitaður um að það ætti að
borða að minnsta kosti fimm
ávexti og grænmeti á dag – um
það bil 500 grömm, jafnt af hvoru
og sem fjölbreyttast litaval – en
mjög fáir fara eftir því. Sömu-
leiðis eru sífellt fleiri rannsókn-
ir sem sýna að fæði hefur áhrif á
fjölda sjúkdóma, eins og krabba-
mein. Sem dæmi eru sterkar vís-
bendingar um að trefjaríkt fæði,
ávextir, grænmeti og baunir sé
verndandi fyrir ristilkrabbamein
en rautt kjöt og unnar kjötvörur
auki áhættuna. Í því samhengi
er miðað við að borða ekki meira
en sem nemur 500 grömmum af
rauðu kjöti á viku og sem minnst
af kjötáleggi. Síðan er áfengi og
tóbak áhættuþáttur fyrir ristil-
krabbamein, eins og margir vita.
Við borðum oft af gömlum vana
og án þess að hugsa almennilega
hvaða afleiðingar það getur haft.
Bragðlaukarnir eiga líka sinn þátt.
Skemmdur matur er beiskur og
býr til minni um að forðast hann
en sætur matur lætur okkur líða
vel og við munum því fyrst eftir
honum þegar við erum svöng eða
döpur.
Það kostar undirbúning að ýta
hvatvísinni frá og hleypa rök-
hugsuninni að. Rökhugsunin er
ekki ólík vöðva að því leyti að hún
þreytist eftir mikla notkun og til
að hvatvísin nái ekki stjórninni
þurfum við að gera áætlun. Skrifa
innkaupalista og ákveða að kaupa
ekkert umfram það sem er á list-
anum. Einnig er gagnlegt að velja
skráargatsmerktar vörur en þær
segja þér að þú ert að velja holl-
ustu vöruna í hverjum flokki. Til
dæmis ef þú kaupir skráargats-
merkt brauð þá geturðu verið viss
um að fá mikið af trefjum.
Það tekur örfáar mínútur að
undir búa innkaupin en þær eru
dýrmæt fjárfesting í nytsamlegu
eldsneyti og sterkum byggingar-
efnum sem borga til baka með
bættri líðan og heilbrigðara lífi
ævilangt.
Kynntu þér heilbrigt líf á
mottumars.is.
Hvernig er rennslið í rörinu?
Opið bréf til ráðherra
mennta- og menningar-
mála, ráðherra velferðar
og landlæknis
Börn og unglingar sem
hreyfa sig lítið, hafa lítið
þrek og of hátt hlutfall
fitu í líkama eru líklegri
en aðrir til að þróa með
sér áhættuþætti tengda
hjarta- og æðasjúkdóm-
um. Með daglegri hreyf-
ingu og réttri næringu er
hægt að koma í veg fyrir
þessa þróun.1 Langvinnir
lífsstíls tengdir sjúkdóm-
ar eru helsta dánarorsök í
heiminum. Þeir verða fleira
fólki að aldurtila en allar aðrar
ástæður samanlagt.2 Í ljósi framan-
greindra staðreynda leyfir mennta-
og menningarmálaráðuneyti sér að
leggja fram tillögu sem felur í sér
verulega skerðingu á heilsuræktar-
kennslu í framhaldsskólum.
Ráðuneytið leggur til að tak-
marka umfang heilsuræktar innan
framhaldsskóla úr átta gömlum
einingum í tvær. Þetta er gert á
sama tíma og alþjóðlegar heil-
brigðisstofnanir ítreka mikilvægi
daglegrar hreyfingar fyrir ung-
menni. Tillögurnar ýta undir lífs-
stílstengda sjúkdóma meðal fram-
haldsskólanema í landinu. Á sama
tíma er velferðarráðuneyti að móta
verkefnið Heilsueflandi fram-
haldsskóli í samvinnu við Embætti
landlæknis og framhaldsskóla.
Stefnumótun mennta- og menning-
armálaráðuneytis er því í hrópandi
andstöðu við þessar hugmyndir.
Með vel útfærðri heilsuræktar-
kennslu í grunn- og framhaldsskól-
um væri hægt að koma í veg fyrir
stóran hluta ofangreindra dánar-
orsaka síðar á lífsleiðinni.3 Stjórn-
endur framhaldsskóla, ráðherra
mennta- og menningarmála og vel-
ferðarráðuneytis ásamt landlækni
ættu miklu frekar að finna leiðir
í skólakerfinu sem hindra þróun
áhættuþátta langvinnra
sjúkdóma.
Á ráðstefnunni Lýðheilsa
2015 ræddi heilbrigðis- og
velferðarráðherra, Krist-
ján Þór Júlíusson, um
mikil vægi forvarna í kom-
andi framtíð. Inga Dóra
Sigfúsdóttir prófessor, sem
fer fyrir ráðherraskipaðri
nefnd um lýðheilsu, fór
yfir stefnumörkun næstu
ára þar sem meðal annars
daglegar hreyfistundir í
grunnskólum landsins yrðu
að veruleika á skólaárinu
2016–2017. Slík stefnumót-
un gæti orðið til lítils ef
heilsuræktarkennsla verð-
ur lögð af í framhaldsskólum. Nú
er komið að mennta- og menningar-
málaráðherra, Illuga Gunnarssyni,
að taka þátt í leiknum.
Hornsteinn að góðri lýðheilsu
Á tíu árum skólaskyldunnar þarf að
leggja hornstein að góðri heilsu út
lífið. Á framhaldsskólaárum þarf
að festa í sessi stefnu sem mörkuð
hefur verið og gera einstaklinginn
hæfan og sjálfbæran til heilsurækt-
ar. Í gildandi Aðalnámskrá segir á
bls. 21: „Heilbrigði byggist á and-
legri, líkamlegri og félagslegri vel-
líðan. Það ræðst af flóknu samspili
einstaklings, aðstæðna og umhverf-
is. Allt skólastarf þarf að efla heil-
brigði og stuðla markvisst að vel-
ferð og vellíðan enda verja börn og
ungmenni stórum hluta dagsins í
skóla“.4 Hvaða þýðingu hefur þetta
orðalag löggjafans?
Lokaorð
Ráðherra mennta- og menningar-
mála í samvinnu við ráðherra vel-
ferðarráðuneytis og landlækni
þurfa að blása lífi í hugsjón og hug-
myndafræði alls skólakerfis. Ekki
kippa undan því helstu stoðinni
– heilsunni sjálfri. Ábyrgð skóla-
stjórnenda á lýðheilsu þjóðar er
gífurleg. Tækifærin eru óþrjótandi í
ljósi breyttra tíma og nýrrar tækni.
Skólakerfi landsins á að hlúa að lýð-
heilsu Íslendinga með umgjörð sem
eflir heilsu einstaklingsins í sam-
félagi við aðra. Það þarf að opna
augun fyrir fjölþættum möguleik-
um heilsuuppeldis. Það þarf að auka
til muna líkamlega virkni og sjálf-
bærni nemenda í framhaldsskólum
og gera kennsluna aflvaka nýrra
leiða í heilsurækt og forvörnum.
Rannsóknir sýna að aukin samþætt-
ing líkamlegrar virkni og almenns
náms í skólum ýtir undir einbeit-
ingu og áhuga nemenda á öllu námi.5
Heimildir
1. Peluso, M. J., Encandela, J., Hafler,
J. P. og Margolis, C. Z. (2012). Guid-
ing principles for the development
of global health education curricula
in undergraduate medical education.
Medical Teacher, 34(8), 653–658.
2. Karl Andersen og Vilmundur Guðna-
son. Langvinnir sjúkdómar: heims-
faraldur 21. aldar. Læknablaðið.
Nóvember 2012; 98 (11): 591-595.
3. Alwan, A. (2011). Global status report
on noncommunicable diseases 2010.
Genf: World Health Organization.
4. Mennta- og menningarmálaráðuneyt-
ið. (2012a). Aðalnámskrá grunnskóla
2011: Almennur hluti. Reykjavík: Höf-
undur.
5. Kibbe, D. L., Hackett, J., Hurley,
M., McFarland, A., Schubert, K. G.,
Schultz, A. o.fl. (2011). Integrating
physical activity with academic con-
cepts in elementary school classro-
oms. Preventive Medicine, 52 (Supple-
ment), S43– S50.
Þróun áhættuþátta
langvinnra sjúkdóma
í framhaldsskólum framtíðar?
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Dr. Janus
Guðlaugsson
lektor við
Menntavísindasvið
Háskóla Íslands og
fyrrverandi náms-
stjóri í íþróttum við
menntamálaráðu-
neytið
EFNAHAGSMÁL
Þröstur Ólafsson
hagfræðingur
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Lára
Sigurðardóttir
læknir og fræðslu-
stjóri Krabbameins-
félagsins
➜ Ráðuneytið leggur
til að takmarka umfang
heilsuræktar innan fram-
haldsskóla úr átta gömlum
einingum í tvær.
➜ Sterkur gjaldmiðill
er pískur til meiri hag-
kvæmni og vörn gegn
hagsveifl um.
➜ Við borðum oft af
gömlum vana og án þess að
hugsa almennilega hvaða
afl eiðingar það getur haft.
Bragðlaukarnir eiga líka
sinn þátt.
Sjá má lengri útgáfu greinar-
innar á Vísi.
visir.is
www.netto.is
Kræsingar & kostakjör
EPLI - HONEY CRISP
4STK Í PAKKA
299
ÁÐUR 598 KR/PK
-50%
Í hverri viku er
valinn ávöxtur
vikunnar á
50%
afslætti!
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
F
-7
A
C
0
1
4
2
F
-7
9
8
4
1
4
2
F
-7
8
4
8
1
4
2
F
-7
7
0
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K