Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 40

Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 40
FÓLK|VERKFÆRI OG VÉLAR Eitt af vinsælli verkfærum heims er Leatherman-vasahnífurinn. Saga hans er skemmtileg. Það var Bandaríkjamaðurinn Tim Leatherman sem fékk hugmynd- ina að gerð hans þegar hann var á ferðalagi með eiginkonu sinni um Evrópu á áttunda áratug síðustu aldar. Bíll þeirra hjóna var sífellt að bila á ferðalaginu. Þar sem hann var einungis með hefðbundinn vasahníf í för sér til halds og trausts fór hann að velta fyrir sér hvort ekki gæti verið snið- ugt að þróa vasahníf með mörgum ólíkum töngum og skrúfjárni. Þegar hann kom heim gekk hann með hugmynd sína milli hnífa- framleiðenda. Enginn þeirra hreifst af hugmynd hans enda fannst þeim Tim leggja fullmikla áherslu á verkfærahluta hennar. Hann gafst þó ekki upp og ákvað að hefja framleiðsluna sjálfur ásamt viðskiptafélaga sínum, Steve Berliner. Undirbúningurinn tók langan tíma og átta árum síðar kom fyrsta pöntunin í hús. Vasahnífarnir eru geysivinsælir í Bandaríkjunum enda enn þá framleiddir þar, ólíkt mörgum öðrum verkfærum í dag. Verksmiðja fyrirtækisins er í Oregon-ríki og eru allir hnífarnir auk þess hand- smíðaðir. Þeir njóta einnig mikilla vinsælda í Þýskalandi og Ástralíu en um fimmtungur Ástrala á slíkan hníf. Auk þess eru milljónir hnífa seldir um allan heim árlega. Að gera upp á milli verk-færanna minna er nánast eins og að gera upp á milli barnanna minna,“ segir Gulli og hlær, segist nefnilega vera rosa- legur verkfærakarl og að raunar sé tækjadellan ástæðan fyrir því að hann haldist í smíðabransanum. „Verkfæri geta auðveldað manni svo svakalega vinnuna og stytt framkvæmdatímann,“ segir Gulli sem lærði húsasmíði á sínum tíma en gerðist síðan útvarpsmaður í lengri tíma. „Árið 2000 ætlaði ég að fara tímabundið út í smíðina en ílengdist í iðninni og hef aldrei hætt síðan.“ Gulli segist ekki missa sig í kaupæði. „Ég spái mikið í hverju verkfæri sem ég kaupi. Ber saman tæki, velti fyrir mér gæðum og ekki síst notagildi. Ef ég sé ekki fram á að nota tækið mikið tek ég oft ákvörðun um að leigja það frek- ar.“ Hvert verkfæri Gulla er því vel valið enda þótti honum erfitt að velja aðeins fjögur til að segja frá, en niðurstaðan varð þó þessi: LEATHERMAN „Leathermanninn er sennilega það verkfæri sem ég nota mest, allt upp í fimm til sex sinnum á dag. Ég á þrjá slíka, einn í smíðina, einn í útileguna og svo á ég eina jakkafataútgáfu,“ segir hann og hlær. Þetta fjölnotaverkfæri ber Gulli alltaf í vasanum og hefur það oft komið sér vel. „Ég var til dæmis í afleysingum í Íslandi í dag þegar allt var í beinni. Þá var með okkur kokkur sem var að fara að elda eitthvað. Þegar þrjátíu sek- úndur voru í útsendingu fattaði kokkurinn að hann hefði gleymt tappatogaranum fyrir hvítvínið. Gamli tók upp leðurmanninn, dró tappatogarann fram, opnaði hvít- vínsflöskuna og á sömu sekúndu bauð ég gott kvöld.“ KEÐJUSÖG „Ég held mikið upp á þessa keðjusög sem móðir mín gaf mér í afmælisgjöf fyrir mörgum árum. Hún er sjálf mikil tækjamanneskja og líklega hef ég þessa dellu frá henni,“ segir Gulli glettinn. Hann segist nota keðjusögina mikið, sérstaklega hin síðustu ár. „Ég hef verið að smíða húsgögn úr trjám sem ég felli fyrir fólk. Þá móta ég timbur og sæti í alls konar bekki með keðjusöginni,“ segir Gulli en borðið sem sést á myndinni er úr smiðju Gulla og smíðað úr ösp sem hann felldi fyrir fólk á Þing- völlum. „Þetta er aðaláhugamálið mitt núna að læra þessa iðn.“ GREINAYDDARI Gulli segir borvél skylduverkfæri á hverju heimili. Á borvélina má síðan fá ýmis verkfæri á borð við það sem sést á myndinni. „Þetta er nokkurs konar yddari sem býr til tappa á greinar,“ segir Gulli en á myndinni má einnig sjá birkigrein sem hann hefur mótað með yddar- anum. „Úr greininni verður þannig til fótur. Síðan bora ég í trjábol og tek hann í tvennt, bora göt undir og sting greininni með tappanum inn í götin og lími svo úr verður bekkur eða borð.“ LÍNULEISER Gulli segir línuleiserinn eina flott- ustu nýjungina fyrir iðnaðarmenn síðan batterísvélin kom á markað. „Svona tæki er nauðsynlegt þegar búa á til beinar línur og kemur í staðinn fyrir snúruna sem var strengd á milli staða til að fá beina línu. Leiserinn má einnig nota í stað hallamáls.“ Dagarnir hjá Gulla eru æði langir. Hann byrjar daginn með þættinum Í bítið á Bylgjunni klukkan 6.50. Þegar honum lýkur klukkan 10 tekur við undirbúning- ur fyrir næsta dag og um hádegis- bilið hefst smíðavinnan. „Vinnu- dagurinn er því stundum hátt í 14 tímar,“ segir Gulli sem hefur vakið mikla athygli fyrir þætti sína Gulli byggir en þegar hafa tvær þátta- raðir verið sýndar á Stöð 2. Eru líkur á því að sú þriðja verði á dag- skrá? „Gulli byggir er að jafna sig eftir síðustu seríu og á enn eftir að taka ákvörðun um framhaldið. En mér finnst þetta alveg ofboðslega gaman. Það er frábært að geta tekið þessar iðngreinar og fært þær inn á heimili fólks.“ ROSALEGUR VERKFÆRAKARL UPPÁHALDSVERKFÆRIN Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga, útvarpsmaður á Bylgjunni, er húsasmiður að mennt og starfar við smíðar samhliða útvarps- og sjónvarpsþáttagerð. Hann á fjöldann allan af verkfærum og vélum sem hann heldur mikið upp á. Hann var beðinn um að velja uppáhaldsverkfærin sín en valið var honum erfitt enda á hvert og eitt stað í hjarta hans. VERKFÆRI Á borðinu má sjá línuleiser, greinayddara framan á rafmagnsborvél, keðjusög, Leatherman og birkigrein sem mun þjóna sem fótur á bekk. MYND/ANDRI MARINÓ VINSÆLL VASAHNÍFUR GULLI BYGGIR Gulli er mikill verk- færaáhugamaður. 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -7 F B 0 1 4 2 F -7 E 7 4 1 4 2 F -7 D 3 8 1 4 2 F -7 B F C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.