Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 54
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 www.snuran.is vefverslun S: 537-5101 Snúran opnar verslun að Síðumúla 21 Opnunar teiti fimmtudaginn 19. mars frá klukkan 17-19 20% afsláttur af völdum vörum. Viskastykki frá Skjalm P. fylgir með kaupum yfir 10.000 kr. „Við erum að leika okkur að ljóðun- um hennar Vilborgar Dagbjartsdótt- ur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leik- dagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópn- um Sviðslistakonur 50+ og tvær tón- listarkonur að auki. „Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brot- in upp og flutt með margvísleg- um hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum. „Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur.“ „Þessi viðburður heitir á fés- bókinni Vilborgargjörningur en ég leggst gegn því nafni, mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt,“ segir Þórhildur Flytjendur eru Edda Þórarinsdótt- ir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverris dóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórs- dóttir og Þórunn Magnea Magnús- dóttir. Um tónlistina sjá Arnhildur Valgarðsdóttir og Jóhanna Þórhalls- dóttir og leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir. Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnu- dag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars. „Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaver- ur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“ - gun Leika sér að ljóðum Vilborgar Sviðslistakonur 50+ frumsýna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. „Sjávarsinfónían er ótrúlega flott. Þótt verkið sé samið snemma á 20. öldinni og hafi þá þótt fram- úrstefnulegt í tónmáli er Vaughan Williams svo melódískur og skrif- ar fyrir alla. Hann fangar líka stemninguna vel þegar hann túlk- ar hafið og baráttu sjóaranna við það.“ Þetta segir Fjölnir Ólafsson baritón sem ásamt Tui Hirv sópr- an syngur einsöng í Sjávarsin- fóníunni með Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á laugardaginn í Langholtskirkju klukkan 17 og á mánudaginn klukkan 20. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar. Fjölnir hefur áður sungið með sama kór og sömu hljómsveit. Það var sumarið 2012, þegar hann söng aðalhlutverkið í Don Giov- anni. Hann er sonur Ólafs Kjart- ans Sigurðarsonar óperusöngvara og afabarn Didda fiðlu. Því gerir maður ráð fyrir að hann sé á kafi í tónlist en í ljós kemur að hann er að ljúka fyrsta ári við laganám í Háskóla Íslands. Honum þykir það frábærlega skemmtilegt en þegar honum bjóðast söngverk- efni sem heilla þá tekur hann þeim fagnandi. Um frumflutning hér á landi er að ræða á Sjávarsinfóníunni en þar sem Fjölnir hefur sungið líka í Þýskalandi er hann spurð- ur hvort hann hafi kynnst henni áður. „Ég hef aldrei sungið þessa sinfóníu en ég þekki hana og hef sungið frægan ljóðaflokk, Songs of Travel, eftir sama höfund, barítónhlutverkið þar er keim- líkt þessu. Við vorum með fyrstu samæfingu í gær, söngvarar, kór og hljómsveit og allt er að smella saman,“ segir hann og bætir við. „Það er gríðarlega metnaðarfullt hjá Gunnsteini að takast á við þetta verk og það er frábært að fá að taka þátt í því.“ gun@frettabladid.is Túlka hafi ð og átök sjóaranna við það Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumfl ytja hér á landi Sjávar- sinfóníuna eft ir Vaughan Williams í Langholtskirkju á laugardaginn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Fjölnir Ólafsson barítón er annar einsöngvara. Í IÐNÓ Líflegt er á sviðinu í leikdagskránni Enn hefur mig dreymt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á ÆFINGU Hundrað og þrjátíu manna hópur ungmenna flytur Sjávarsinfóníuna og Gunnsteinn Ólafsson stjórnar. BARÍTÓN „Ég hef aldrei sungið þessa sinfóníu en ég þekki hana,“ segir Fjölnir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þótt verkið sé samið snemma á 20. öldinni og hafi þá þótt framúrstefnulegt í tónmáli er Vaughan Williams svo melódískur og skrifar fyrir alla. 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -5 D 2 0 1 4 2 F -5 B E 4 1 4 2 F -5 A A 8 1 4 2 F -5 9 6 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.