Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.03.2015, Blaðsíða 62
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Í dag heldur Paul Debevec, tölv- unar fræðingur, tæknibrellu meistari og Óskarsverðlaunahafi fyrirlestur á alþjólegu málþingi, ANIREY, í Háskólanum í Reykjavík. Þar verð- ur rætt um framtíð teiknimynda- gerðar og sýndarveruleika. „Paul hefur þróað tækni sem gerir kvikmyndaframleiðendum kleift að búa til sýndarveruleika þar sem hægt er að setja leikara í aðstæður sem eru ekki til og hann hefur aldrei verið í. Þetta er það raunverulegt að við sjáum ekki muninn á þessu og raunveruleikan- um,“ segir Hannes Högni Vilhjálms- son, dósent í tölvunarfræði og for- stöðumaður gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Tæknin virkar þannig að leikar- inn er skannaður og þannig búið til nokkurs konar sýndarveruleikaklón. Leikstjórinn getur þannig sett „klónið“ í aðstæður sem eru ekki til, en leikarinn ljær honum bara rödd sína og hreyfingar. „Þróun- in er síðan, og það er það sem við hjá gervigreindarsetrinu erum að skoða, að gera klónin greind þann- ig að þau geti fylgt leikstjórn líka,“ segir Hannes. Hann segir það ein- staklega merkilegt að fá hann hing- að heim og að það sé augljóst merki þess að mikið sé að gerast á Íslandi í þessum geira. „Það er fólk hér heima sem er að vinna að tækni- brellum fyrir stórmyndir og ég held að fólk geri sér yfirleitt ekki grein fyrir hversu langt þetta er komið og hvað sé búið að gerast.“ Paul Debevec hefur unnið að þessari tækni í fimmtán ár, en hún var fyrst notuð í kvikmynd- inni Matrix. „Þá var hún notuð á umhverfið, en nú höfum við þróað þetta þannig að skanninn les hvern- ig ljósið fellur á andlitið og þannig hefur okkur tekist að gera andlitið enn nákvæmara,“ segir Debevec. Vonast hann til þess að hægt verði að þróa þessa tækni þann- ig að hún nýtist í ódýrari kvik- myndagerð, í kennslu og á söfnum. Í fyrra skönnuðu þeir inn Bandaríkjaforseta, Bar- ack Obama, og prentuðu svo út nákvæma brjóstmynd af honum í þrívíddarprentara. „Hvíta húsið samþykkti að leyfa okkur að skanna hann, þar sem það vill styðja við þessa tækni og þrívíddar prentun. Það var mjög gaman að fá að vinna með for- setanum,“ segir hann að lokum. adda@frettabladid.is Óskarsverðlaunahafi heldur fyrirlestur um gervigreind í kvikmyndum Paul Debevec tæknibrellumeistari hefur þróað tækni til þess að skanna leikara og setja þá í aðstæður sem búnar eru til fyrir myndina. HVER ER ORGINAL? Þeir Hannes og Paul eru á fullu að undirbúa ráðstefnuna, en stóra spurningin er hvort þetta séu þeir eða sýndarveruleikaklón af þeim? FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR The Matrix Spiderman 2 og 3 Superman Returns The Avatar The Curious Case of Benjamin Button Malificent Gravity The Hobbit: An Unexpected Journey ➜ Myndir PAUL DEBEVEC 1 8 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :5 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 F -2 B C 0 1 4 2 F -2 A 8 4 1 4 2 F -2 9 4 8 1 4 2 F -2 8 0 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.