Fréttablaðið - 19.03.2015, Síða 70
19. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54
NAUTA TATAKI
Nautatataki, chili,
kóriander, kex
TÚNA
Kolaður túnfiskur, bonito-gljái
beikon, sítrónugrassmajó, kex
NÆTURSALTAÐUR
ÞORSKHNAKKI
Grillað toppkál, blaðlaukur, quinoa,
beurre blanc
HVÍTSÚKKULAÐI
OSTAKAKA
Ástaraldin, bakað hvítt
súkkulaði, kókosís
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 · 101 REYKJAVÍK · KOLRESTAURANT.IS
Borðapantanir í síma 517 7474
eða info@kolrestaurant.is
NÝR
SPENNANDI
MATSEÐILL
Brot af því besta:
„Það var þrennt sem ég ætlaði að
gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði
alltaf að verða búðarkona, feg-
urðardrottning og ekki gifta mig.
Ég er gift og með fjögur börn
þannig að ég ætla að láta þann
draum að verða búðarkona ræt-
ast, “ segir Rakel Hlín Bergsdótt-
ir, eigandi verslunarinnar Snúr-
unnar, hlæjandi.
Í dag verður opnuð verslunin
Snúran í húsnæði í Síðumúla en
Snúran hefur fram til þessa ein-
ungis verið vefverslun. „Þetta
var orðið svo rosalega mikið að
ég var alveg búin að sprengja
utan af mér allt hérna heima,“
segir Rakel um ástæður þess að
hún ákvað að opna verslunina.
„Þótt fólk sé mikið að panta á net-
inu þá er stór hópur sem vill fá að
skoða vöruna.“
Snúruna opnaði Rakel fyrir
rúmu ári og hafa viðtökurnar
verið vonum framar. „Ég ætl-
aði bara að vera í námi og skráði
mig í master í fjarnámi. Ég hef
ekki geta gert neitt í því, þetta er
bara búin að vera full vinna síðan
ég byrjaði,“ segir hún og hlær.
Vöruúrval verslunarinnar mun
óhjákvæmilega stækka í kjölfar
stærra rýmis.
„Ég er búin að bæta við mig
svolítið af stærri húsgögnum,
stólum, gólfmottum og borðum.“
En verslunin selur meðal annars
vörur frá merkjunum Pia Wallén,
Herman Cph og íslenska hönnun
frá Pyro Pets og Finnsdóttur.
Í tilefni af opnuninni verður
opnunarteiti í nýjum húskynnum
Snúrunnar að Síðumúla 21 klukk-
an fimm.
- gló
Ætlaði alltaf að verða búðarkona
Rakel Hlín Bergsdóttir hefur rekið vefverslunina Snúruna í rúmlega ár heiman frá.
ALLT Á FULLU Snúran verður opnuð í
Síðumúla í dag og það er allt að verða
tilbúið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Ég er sjúklega lítið fyrir skyndibita
en Tower Zinger BBQ-borgarinn
á KFC er algjört mega! Ég fæ mér
svoleiðis nokkrum sinnum á ári.“
Gestný Rós Guðrúnardóttir, múmínsafnari
með meiru.
BESTI SKYNDIBITINN
Reggístórsveitin AmabAdamA og
stuðbandið FM Belfast munu koma
fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um í sumar. Sveitirnar eru tvær
þær fyrstu sem tilkynnt er að spili
á hátíðinni.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
fer á Þjóðhátíð og meira að segja
í fyrsta sinn sem ég fer til Eyja,“
segir Steinunn Jónsdóttir en hún
syngur í AmabAdamA ásamt
Gnúsa Yones, barnsföður sínum,
og Sölku Sól Eyfeld.
AmabAdamA gaf í fyrra út plöt-
una Heyrðu mig nú sem var ein
vinsælasta plata ársins. Óhætt er
síðan að fullyrða að lagið Hossa
hossa hafi verið sumarsmellur
ársins í fyrra en lagið tróndi svo
vikum skipti efst á vinsældalistum
útvarpsstöðva.
„Þetta hefur legið aðeins í loftinu
og dálítið síðan þessari hugmynd
var fyrst velt upp,“ segir Steinunn
spurð um það hvort það hafi legið
lengi fyrir að þau spili í Eyjum. „En
við fengum þetta ekki staðfest fyrr
en í gær.“
Meðlimir hljómsveitarinnar eru
alls níu og Steinunn segir að líkleg-
ast sé að þau muni sigla með Herj-
ólfi til Eyja. „Ég held ég ljúgi engu
þegar ég segi að ekkert okkar hafi
komið á Þjóðhátíð áður. Mögulega
gæti trommarinn hafa spilað þar
einu sinni.“
„Ég er spenntastur fyrir hvítu
tjöldunum,“ segir Árni Vilhjálms-
son, einn söngvara FM Belfast. „Ég
er með konu á námskeiði sem segir
að ég verði að skoða hvítu tjöldin
og smakka matinn þar. Þetta verð-
ur smá matartúrismaferð hjá mér.“
Árni hefur einu sinni komið til
Vestmannaeyja
en þá var hann
tólf ára. Hann
hefur aldrei
komið á Þjóðhá-
tíð og heldur að
það sama gildi um
aðra meðlimi.
Allir sem hafa
farið á tónleika
með FM Belfast
vita að þar er ríf-
andi stemning og
enginn sem ekki
dansar. Árni vonar að sú
stemning skili sér í brekkuna.
„Við ætlum ekkert að draga úr
okkar boðskap. Það væri ákjós-
anlegast ef Eyjamenn tækju sig
til og myndu æfa sig að vera á FM
Belfast-tónleikum fram að hátíð-
inni,“ segir hann. „Hver veit,
kannski sjáum við 15.000
manns hlaupa um Herj-
ólfsdal á brókinni einni
klæða.“
Forsala Þjóðhátíð-
armiða hefst 9. apríl
næstkomandi á
dalurinn.is.
johannolifrettabladid.is
AmabAdamA og FM
Belfast spila í Eyjum
AmabAdamA og FM Belfast eru fyrstu hljómsveitirnar sem staðfest er að spili á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Flestir meðlimir munu sjá sína fyrstu Þjóðhátíð nú.
BLYSIN Í BREKKUNNI Um 15.000 manns munu hlýða á sveitirnar um verslunarmannahelgina.
Á BRÓKINNI Árni
á sviði á Iceland Air-
waves síðasta haust.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI
MARINÓ
SUMARBAND
Reggíið frá
AmabAdamA
getur breytt
óveðri í
sólskin.
1
8
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:5
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
2
F
-3
A
9
0
1
4
2
F
-3
9
5
4
1
4
2
F
-3
8
1
8
1
4
2
F
-3
6
D
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K