Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.04.2015, Qupperneq 10
1. apríl 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is FOSSIL 36.700 kr. Daniel Wellington 24.500 kr. CASIO 5.700 kr. JACQES LEMANS 19.900 kr. Fallegar fermingar- gjafir ASA HRINGUR 13.400 kr. ASA LOKKAR 7.800 kr. ASA HÁLSMEN 19.300 kr. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is JEMEN Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir ástandið í Jemen hafa hríð- versnað undanfarna mánuði, eða allt frá því Abd Rammo Mansúr Hadi forseti hraktist frá höfuð- borginni 22. janúar síðastliðinn. Hann skorar á alla aðila átak- anna að sjá til þess að almenn- ir borgarar njóti verndar og fordæmir sérstaklega árásir á sjúkrahús og aðrar heilbrigðis- stofnanir. „Heimili, sjúkrahús, mennta- stofnanir og innviðir hafa verið eyðilögð á ýmsum stöðum, og gert lífið enn erfiðara fyrir fólk í þessu stríðshrjáða landi,“ segir Zeid Ra’ad Al Hussein, mann- réttindafulltrúi Sameinuðu þjóð- anna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. „Ástandið í Jemen er sérlega skelfilegt orðið, þar sem tugir almennra borgara hafa verið drepnir á síðustu fjórum dögum. Landið virðist á barmi algers hruns,“ segir hann. Á mánudaginn voru gerðar loftárásir á Al Mazrak-flótta- mannabúðirnar í Harad. Þar lét- ust að minnsta kosti 19 manns, en líklega þó fleiri. Í lok síðustu viku hófu Sádi- Arabar, með stuðningi nokkurra annarra ríkja, loftárásir á upp- reisnarmenn húta, sem í septem- ber síðastliðnum náðu á sitt vald höfuðborginni Sana. Forsetinn Hadi flúði þá höfuðborgina. Stjórnarher landsins er klof- inn í afstöðu til uppreisnarinn- ar. Sumir hermenn styðja húta en aðrir styðja forsetann. Átökin eru samt enn flóknari því bæði uppreisnarmennirnir og stuðn- ingsmenn forsetans hafa átt í átökum við liðsmenn Al Kaída, sem hafa staðið fyrir fjölda árása á fólk í landinu. Þá hafa vígasveitir Íslamska ríkisins, sem hrellt hafa íbúa í Sýrlandi og Írak, einnig hreiðrað um sig í Jemen í vetur og sprengdu tvær moskur í Sana fyrr í þessum mánuði, með þeim afleiðingum að nærri 140 manns létu lífið og hundruð manna særðust. Óttast er að borgarastyrjöld- in styrki stöðu samtaka á borð við Al Kaída og Íslamska ríkið. Fréttaskýrendur segja átökin í Jemen auk þess hæglega geta snúist upp í stríð milli Sádi-Arab- íu og Írans, þar sem Íranar styðja húta en Sádi-Arabar stjórnina. Í suðurhluta landsins eru síðan enn önnur samtök, Al Hirak, sem berjast fyrir stofnun sjálf- stæðs ríkis í Suður-Jemen. Suður-Jemen var sjálfstætt ríki með kommúnistastjórn á árunum 1970 til 1990, og naut stuðnings Sovétríkjanna meðan þau voru til. Eftir það samein- uðust Suður- og Norður-Jemen í eitt ríki. Jemen sagt að hruni komið Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa. ÍBÚARNIR FORÐA SÉR Í höfuðborginni Sana pakkar fólk saman og fer með búslóð sína burt. NORDICPHOTOS/AFP Hútar eru kenndir við stofnanda hreyfingarinnar, Hússein Badreddin al Hútí, sem féll í átökum við stjórnar- herinn árið 2004. Stjórnin hafði lagt fé til höfuðs honum. Bróðir hans, Abdul Malik al Hútí, tók við forystunni ásamt tveimur öðrum bræðrum þeirra. Talið er að hútar hafi yfir hundrað þúsund manna herliði að ráða. Hreyfingin var stofnuð árið 1992 en hóf uppreisn gegn stjórn Jemens árið 2004. Sú uppreisn hefur staðið óslitið síðan. Ræturnar að ólgunni í Jemen má rekja til ársins 1962 þegar stjórn sjía- múslima var steypt af stóli í Jemen eftir að hafa stjórnað þar öldum saman. Borgarastyrjöld hefur brotist þar út reglulega allar götur síðan, og hafa þar tekist á ýmsir þjóðflokkar og samtök. Hútar tóku ríkan þátt í mótmælum gegn Ali Abdúllah Saleh forseta á tímum „arabíska vorsins“ árið 2011. Hann hrökklaðist frá völdum árið 2012. Hútar héldu samt áfram upp- reisn sinni og náðu Sana, höfuðborg landsins, á sitt vald síðastliðið haust og steyptu stjórninni. Sádi-Arabía hefur áður gripið inn í átökin í Jemen. Árið 2009 gerðu Sádi-Arabar loftárásir á húta og sendu hersveitir til að berjast við þá beggja vegna landamæranna. Hútar höfðu þá náð nokkru svæði handan landamæranna í Sádi-Arabí á sitt vald. Jemen er þriðja stærsta landið í Mið-Austurlöndum, næst á eftir Sádi-Arabíu og Íran, og jafnframt eitt af fjölmennari ríkjum heimshlutans með um það bil 25 milljónir íbúa. HÚTAR Í UPPREISN HEILBRIGÐISMÁL Saurgerlar finn- ast í 6,5% sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. Í nýrri skýrslu Matvælastofnun- ar um gæði neysluvatns er lagt til að áhættuþættir séu metn- ir í nágrenni vatnsbóla, svo sem nálægð við rotþrær, hauga og olíu- tanka. Efnafræðilegt ástand neyslu- vatns á Íslandi er almennt mjög gott og sjaldgæft að óæskileg efni séu yfir leyfðu hámarksgildi. Meginhluti efnagreininga hefur verið gerður á vatni sem veitt er af vatnsveitum sem þjóna fleiri en 500 íbúum og hafa 99,7% þeirra sýna uppfyllt kröfur neysluvatns- reglugerðarinnar. Hins vegar greindist E.coli í 6,5% sýna frá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. Lak- ast var ástandið á Austurlandi og Vestfjörðum, þar sem sagt er erf- iðara að nálgast grunnvatn en í öðrum landshlutum. Í skýrslunni er munur á gæðum stærri og minni vatnsveitna skýrð- ur af miklum fjölda lítilla einka- veitna til sveita, þar sem frágangi vatnsbóla er enn ábótavant. Skýrsluhöfundar, María J. Gunn- arsdóttir og Sigurður Magnús Garðarsson hjá Vatnaverkfræði- stofu Háskóla Íslands, mælast til þess að leitað sé leiða til úrbóta og að við úrvinnslu gagna sé bætt við mati á áhættuþáttum í nágrenni vatnsbóla, s.s. nálægð við mengunaruppsprettur á borð við rotþrær, hauga og olíutanka. kristjanabjorg@frettabladid.is Saurgerlar finnast í 6,5% sýna neysluvatns hjá vatnsveitum sem þjóna 500 íbúum eða færri: Vatnsgæði lökust fyrir austan og vestan FRÁGANGI ÁBÓTAVANT Munur á gæðum stærri og minni vatnsveitna skýrist af miklum fjölda lítilla einka- veitna til sveita, þar sem frágangi vatns- bóla er enn ábótavant. © GRAPHIC NEWSHeimild: Fréttaveitur Hundruð manna hafa flúið heimili sín vegna átakanna í Jemen, þar sem loftárásir undir forystu Sádi-Araba hafa nú þegar kostað tugi almennra borgara lífið. ÓMANLoftárásir SÓMALÍA DJÍBÚTÍ ERÍTREA ADEN- FLÓI RAUÐA- HAFIÐ SÁDI-ARABÍA Hodeida Yarim Taizz Ataq MasilaMarib J E M E N Socotra Al Ghaydah Al Mukalla Á valdi Húta Á valdi stjórnarinnar Olíulindir Liðsmenn Al Kaída Aðskilnaðarsamtökin Al Hirak Sadah Al Hazm Al Bayda Zinjibar 160 km Al Mazraq: Tugir almennra borgara fórust í loftárás á flóttamannabúðir FRAMVINDAN UNDANFARIÐ Sanaa: Miklar sprengingar í vopna- geymslu hersins skammt frá höfuð- borginni Aden: Loftárásir á uppreisnarsveitir Húta í síðasta höfuðvígi forsetans Abrdrabbuh Mansúr Hadí. Hútar höfðu þar stuðning liðsmanna úr stjórnarhernum, sem studdu fyrrver- andi forseta, Ali Abdúllah Saleh Sádi-Arabía: 150 þúsund manna herlið bíður útkalls til að berjast við Húta Kínverjar: Nærri 600 hafa farið til Djíbútí og bíða þar flutnings heim til Kína ÚTLENDINGAR Í JEMEN Indverjar: Indland sendir fimm skip og fjórar þotur til að flytja heim um 4.000 Indverja. Yfir helm- ingur þeirra er hjúkrunarfræðingar Pakistanar: Meira en 500 eru farnir heim en talið er að um 2.500 séu enn í Jemen Egyptar: Allt að 7.000 verka- menn eru í Jemen, þar af 500 kvæntir jemenskum konum Sri Lanka: 120 bíða brottflutn- ings til Óman FJÖLSKYLDUFÓLK FLÝR ÁTÖKIN 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -D 5 8 0 1 4 5 9 -D 4 4 4 1 4 5 9 -D 3 0 8 1 4 5 9 -D 1 C C 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 8 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.