Fréttablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 36
| 6 1. apríl 2015 | miðvikudagur
Startup Iceland fer fram í fjórða
sinn dagana 23.-28. maí. Upp-
hafsmaður ráðstefnunnar, hinn
indverski Bala Kamallakharan,
hefur unnið hörðum höndum að
því að fá þátttakendur víða að úr
heiminum til þess að koma hing-
að og kynna sér íslenska nýsköp-
un og um leið að leggja henni lið.
Bala er giftur íslenskri konu og
kom hingað til lands árið 2006.
Hann vann á skrifstofu forstjóra
Glitnis, Bjarna Ármannssonar,
en fékk svo það verkefni að hafa
yfi rumsjón með stofnun banka
á Indlandi. Þau plön runnu út í
sandinn í bankahruninu og Bala
missti starfi ð hjá Glitni. Þá voru
góð ráð dýr.
Bala gekk illa að fi nna vinnu
og það var erfi tt fyrir hann að
kyngja því. „Ég áttaði mig auð-
vitað á því hvaða aðstæður voru
uppi á Íslandi. En ég velti samt
fyrir mér af hverju ég gæti ekki
orðið að liði á Íslandi. Af hverju
ég væri ekki metinn að verðleik-
um í íslensku atvinnulífi . Ég var
mjög miður mín og fór að leita
skýringa. Ég staðnæmdist við þá
staðreynd að ég er ekki Íslend-
ingur. Það væri eina ástæðan,“
sagði hann.
Hann taldi á þessum tíma að
þrír möguleikar væru í stöð-
unni, að fara aftur til Bandaríkj-
anna og í gamla starfi ð sitt þar,
að hlaupa í fjölmiðla og kvarta
yfi r óréttlætinu sem hann mætti.
Hann taldi að báðir þessir leikir
væru rangir. Þriðji möguleikinn
var að byggja upp. Og það var þá
sem honum datt í hug að byrja að
starfa með frumkvöðlafyrirtækj-
um eða því sem líka hefur verið
kallað startup-fyrirtæki.
Hitti Clara-teymið
Hann sá strax að tækifærin
gætu leynst hjá hugbúnaðar-
fyrirtækjum. „Ég fór og hitti
eitt hugbúnaðarteymið, sem var
Clara-teymið, og þau voru að
reyna að afl a fjár til að byggja
upp sitt fyrirtæki,“ segir Bala.
Hann segist ekki hafa átt neinn
pening og því ekki getað látið
þau hafa neitt. En hann gat nýtt
tengsl sín til þess að hjálpa þeim
að afl a fjár og fékk pening frá
fjölskyldu og vinum á Indlandi
og samstarfsmönnum í Banda-
ríkjunum. Svo var ákveðið að
fjárfesta í Clöru.
Bala segir að þegar hann byrj-
aði að vinna með Clara-teyminu
hafi honum orðið ljóst að samfé-
lagið hér á Íslandi væri ekki að
huga nægilega mikið að nýsköp-
un. „Samfélagið var ekki að
huga að því að byggja ný fyrir-
tæki. Samfélagið var bara að
einblína á bankahrunið,“ segir
Bala. Þetta hafi verið svolítið
mótsagnakennt. Margt ungt fólk
hafi verið hér sem horfði björt-
um augum fram á veginn, en
eldra fólk var almennt mjög nei-
kvætt. „Ég hugsaði því hvort ég
gæti lagt mitt af mörkum og fór
að vinna með þessu teymi. Ég
varð eins og þjálfari þeirra. Þau
voru mjög fær á sínum sviðum
en þau höfðu enga reynslu af því
að byggja upp fyrirtæki, byggja
upp tekjustreymi. Þau vissu ekki
einu sinni hvað tekjustreymi var.
Það var mjög margt sem ég hjálp-
aði þeim við að gera,“ segir Bala.
Hann tekur fram að teymið sem
var þarna að baki hafi verið mjög
duglegt og verið ótrúlega öfl ugt
við að byggja sig upp. Clara var
síðar selt fyrir 9 milljónir dala.
Það samsvarar 1,2 milljörðum
króna.
Byrjuðu á bókaklúbbi
Bala segir að eftir þetta hafi
hann komist að því að það þyrfti
að byggja upp frumkvöðlasam-
félag. Að tengja frumkvöðlana
á Íslandi saman. „Við byrjuð-
um á bókaklúbbi. Við hittumst
á Cafe Sólon og lásum startup-
bækur. Ég leiddi saman nokkra
frumkvöðla og við byrjuðum að
lesa kafl a og tala um það hvern-
ig ætti að byggja upp fyrirtæki,“
segir Bala. Hann hafi strax farið
að velta fyrir sér af hverju það
væri ekki hægt að gera þetta á
breiðari grundvelli. Að búa til
einhvern viðburð þar sem frum-
kvöðlar gætu hist. Hann hafði
samband við Brad Feld, sem
hefur fjárfest í nýsköpun í ára-
tugi og tekið þátt í að byggja upp
fyrirtæki. Feld hafði strax áhuga
á að koma og hjálpa honum.
Fyrsta skiptið að Ásbrú
Þegar Startup Iceland var fyrst
haldið, árið 2012, fór það fram
að Ásbrú. „Það er saga þar að
baki. Ég náði ekki að safna mjög
miklu fé því enginn vissi hvað
þetta var,“ segir Bala og bætir
því við að það hafi þá bara verið
einn aðili sem var reiðubúinn til
að hýsa þennan atburð ókeypis.
Og það var að Ásbrú, þar sem
húsnæðið stóð autt. „Það var auð-
veldara að halda þennan viðburð
í annað skipti og enn auðveldara
í þriðja skipti. Nú er komið að
því að Startup Iceland er hald-
ið í fjórða skipti,“ segir Bala.
Hann segir að nú þegar sé búið
að ákveða ræðumenn fyrir vorið
og fjöldi miða hafi þegar verið
seldur. Það hafi gengið mjög vel
að undirbúa þetta, þótt fjármagn-
ið sé ekki mikið. Einungis 50-60
þúsund dalir, eða sem samsvarar
um 7-8 milljónum króna.
Bala segist eiga von á mörgum
áhrifamönnum á sviði nýsköp-
unar hingað á ráðstefnuna. Það
þyki einfaldlega spennandi að
koma hingað. „Það er bara svo
skemmtilegt að svo mikill árang-
ur hafi náðst á smárri eyju eins
og hér á Íslandi,“ segir Bala.
Eftir að Clara var selt hafi þrjú
fyrirtæki verið seld, hvert á
fætur öðru. Betware, DataMark-
et og Modio. Á sama tíma hafi
gengið vel að fjármagna QuizUp
og Meniga. Fulltrúar þessara
fyrirtækja muni verða á meðal
ræðumanna. Þá sé hann einnig
búinn að biðja Róbert Wessman
að halda erindi um Alvogen.
Tengslamyndun er markmiðið
Bala segir að tengslamyndun sé
aðalmarkmiðið með Startup Ice-
land. Bæði að frumkvöðlar geti
byggt upp tengsl hver við annan,
en líka að íslenskir frumkvöðlar
geti myndað tengsl við erlenda
áhrifamenn. „Ekki til að fá fjár-
magn, heldur bara þannig að
íslenskir frumkvöðlar geti mynd-
að tengsl við menn sem hafa náð
árangri á sínu sviði og geta miðl-
að reynslu sinni,“ segir hann.
Bala segir að Hakkaþonið í
Háskólanum í Reykjavík sé líka
hluti af Startup Iceland. Hér
áður fyrr hafi verið keppt í hakki,
sem þýðir að brjótast inn í tölv-
ur. Hakkaþonið snúist ekki um
það, heldur um að byggja eitt-
hvað sem skiptir máli og geti
mögulega skapað verðmæti. „Ég
vildi byggja upp slíka menningu
og við gerðum það,“ segir Bala.
Að þessu sinni verði Hakkaþonið
haldið í samstarfi Startup Iceland
og RU /sys/tur sem er félag innan
Háskólans í Reykjavík.
„Ég vil byggja upp Startup
Iceland þannig að það verði
eins og Iceland Airwaves frum-
kvöðlanna. Þetta verði staðurinn
þangað sem fólk alls staðar að
úr heiminum vill koma og sýna
fólki hvað það er að gera.“ segir
Bala. Og hann segir að það verði
auðveldara með hverju árinu að
fá menn á ráðstefnuna. Fyrir því
séu þrjár ástæður. Í fyrsta lagi
sé Startup Iceland að verða betur
kynntur atburður. Í öðru lagi viti
fólk núna að það sé ekkert mál
að komast til Íslands. Og í þriðja
lagi þá viti fólk að nýsköpunar-
fyrirtækjum gangi vel á Íslandi.
Það sé ekki síst þriðja atriðið
sem hrífi fólk. Því að fólk skynjar
Ísland sem land þar sem hlutirnir
verða til. Þar sem fólk getur gert
ýmislegt. „Með sögur á borð við
Quizup, Modio og Clara, þá eykst
áhuginn á Íslandi,“ segir Bala.
Verkefni til framtíðar
Startup Iceland verður því til
frambúðar en Bala er að auki með
tvö verkefni í startholunum til að
skjóta frekari stoðum undir ráð-
stefnuna.
Hið fyrra er námskeið í HR sem
ber yfi rskriftina „Hvernig á að
setja á fót nýsköpunarfyrirtæki?“
Námskeiðið verður ætlað öllum
frumkvöðlum, hvort sem þeir
eru í doktorsnámi eða BA-námi.
Bala bendir á að grundvallaratr-
iðin í því að byggja upp fyrirtæki
séu mörg þau sömu. „Fjörutíu
prósent af því eru sömu grund-
vallar atriðin. Mig langar því til
að kenna þessi fjörutíu prósent.
Síðan geta aðrir byggt ofan á það,“
segir Bala.
Hið seinna sem hann ætlar
að gera er að byggja upp frum-
kvöðlasetur á Íslandi. Frum-
kvöðlasetur verður kvöldpró-
gramm fyrir fólk sem er í vinnu.
Þar munu frumkvöðlar sem hafa
byggt upp fyrirtæki koma saman
og leiðbeina öðrum við að stofna
þeirra eigin fyrirtæki. Ætlast er
til að stór hluti nemenda í Frum-
kvöðlasetrinu muni útskrifast og
stofna um leið eigin fyrirtæki.
Bala fagnar því að það sé líka
verið að efla frumkvöðlastarf
annars staðar, eins og með Start-
up Reykjavík, Startup Energy
Reykjavík og fl eiri verkefnum.
„Og það er frábært að það sé
verið að stofna alla þessa sjóði
um þessar mundir,“ segir hann.
Það verði að halda áfram því verk-
efni að byggja upp vöðvaþræði til
þess að styrkja samfélagið. Hann
vilji byggja upp frumkvöðlasam-
félag sem styrkist með tímanum.
„Það þarf að vinna stöðugt í frum-
kvöðlastarfi nu þannig að við séum
sífellt að styrkja okkur og sífellt
viðbúin því óvænta,“ segir Bala.
Bókaklúbbur varð að Startup Iceland
Þegar Bala Kamallakharan missti starfið hjá Glitni hófst hann handa við uppbyggingu. Úr varð Startup Iceland
sem bráðum fer fram í fjórða sinn. Bala dreymir um að ráðstefnan verði að Iceland Airwaves frumkvöðlanna.
BYRJAÐI 2012 Bala segir að þegar hann byrjaði að vinna með Clara-teyminu hafi honum orðið ljóst að samfélagið væri ekki að hugsa nóg
um nýsköpun. Það væru allir of uppteknir af bankahruninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, og Bala tilkynntu
fyrir tæpu ári fyrirhugað samstarf við að koma á fót
fjárfestingasjóði fyrir sprotafyrirtæki þar sem horft yrði
til þess að koma snemma inn í uppbyggingarferli nýrra
fyrirtækja og fjárfesta til um þriggja ára. Stefnt var að því
að sjóðurinn yrði um fjórir milljarðar. Bala segist enn
stefna að því að ljúka fjármögnun sjóðsins, en Íslands-
banki hafi ákveðið að hætta við þátttöku í verkefninu.
„Þeir eru því ekki hluti af þeim sjóði. En ég ætla
að halda áfram með þennan sjóð. Það tekur tíma að
afla fjár. Við fengum mikla athygli hjá öllum lífeyris-
sjóðunum hér. En ég tel að þar sem allir hinir sjóðirnir
lokuðu á undan okkur þá hugsi fjárfestar sem svo að
það sé komið nóg. Það séu nógu margir sjóðir sem
séu búnir að fjárfesta þarna. Ég held að það sé ekki
rétt,“ segir Bala.
Hann segist telja að hluti af ástæðunni fyrir því að
ekki hafi tekist að fjármagna sjóðinn sé hugsanlega
að hann sé ekki Íslendingur. „Ég er kannski að segja
eitthvað sem er menningarlega viðkvæmt, en þetta
er sannleikurinn. Og ég verð að segja sannleikann.
Ísland glímir við fordóma, jafnvel gagnvart fólki eins
og mér,“ segir Bala. Þessu þurfi að breyta og það
þarfnist umræðu.
ÍSLANDSSJÓÐIR HÆTTU VIÐ ÞÁTTTÖKU Í FJÁRFESTINGASJÓÐNUM
Ég staðnæmd-
ist við þá stað-
reynd að ég er ekki
Íslendingur. Það væri
eina ástæðan.
VIÐTAL
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
3
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
9
-B
2
F
0
1
4
5
9
-B
1
B
4
1
4
5
9
-B
0
7
8
1
4
5
9
-A
F
3
C
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
8
0
s
C
M
Y
K