Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 71

Fréttablaðið - 01.04.2015, Síða 71
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2015 | MENNING | 51 E N N E M M / S ÍA / N M n m 6 7 4 6 0 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is OPNUNARTÍMI UM PÁSKANA VÍNBÚÐIRNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI Miðvikudagur 1. apríl 11-19 Dalvegur, Skeifan og Skútuvogur 10-20 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 4. apríl 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ Bandaríski grínistinn Tom Shillue slæst í lið með uppistandshópnum Mið-Íslandi í Þjóðleikhúskjallaran- um 9. til 11. apríl næstkomandi. Shillue hefur meðal annars komið fram í spjallþáttum Conans O’Brien og Jimmy Fallon svo ljóst er að liðsaukinn er ekki af verri endanum. Mið-Ísland stendur saman af Dóra DNA, Jóhanni Alfreð Krist- inssyni, Ara Eldjárn og Birni Braga Björnssyni en í vetur hafa gestir þeirra meðal annars verið þau Saga Garðarsdóttir, Anna Svava Knúts- dóttir, Þorsteinn Guðmundsson og Bergur Ebbi Bergsson, sem er hluti af hópnum en búsettur erlendis um þessar mundir. Tom Shillue með Mið-Íslandi MIÐ-ÍSLAND Tom Shillue slæst í för með Mið-Íslandi í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Mig langar að auka þátttöku í menningu og listum, þetta er mín leið til að auka aðgengið fyrir alla,“ segir Kári Viðarsson, eig- andi Frystiklefans á Rifi. Hann hefur farið nýstárlegar leiðir í að rukka inn á sýningarnar en aðgangseyrir er valfrjáls. „Fólk ræður alveg hvernig það hefur þetta, sumir greiða fyrir sýningu, aðrir eftir hana og aðrir sleppa því,“ segir Kári. Kári segir þetta frelsi sérstak- lega vinsælt hjá ferðamönnum. „Þeim finnst Íslendingar stund- um standa í að ræna þá, svo þetta hefur farið vel ofan í erlendu gest- ina okkar.“ Kári er mikill hugsjónarmað- ur eins og sést hvað best á þessu útspili. Hann á og rekur Frysti- klefann á Rifi, sem hefur það að meginmarkmiði að gegna hlut- verki menningarmiðstöðvar og listamannaseturs. Hafa vinsældir þessa óvenjulega menningarset- urs á Snæfellsnesi vakið stormandi lukku meðal list-og menningarun- andi og láta gestir fjarlægðina frá höfuðborgarsvæðinu ekki trufla sig. Á dögunum var tilkynnt að Frystiklefinn væri eitt þriggja verkefna sem keppir um Eyrarrós- ina 2015, en hún er viðurkenning á vegum Byggðastofnunar ætluð framúrskarandi menningarverk- efnum. - ga Hugsjónir skör ofar græðginni Kári Viðarsson býður fólki upp á að velja hvað það vill greiða fyrir að sjá sýn- ingarnar hans. Hann álítur að peningar eigi ekki að ráða aðgengi að listum. Þeim finnst Íslendingar stundum standa í að ræna þá, svo þetta hefur farið vel ofan í erlendu gestina okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/NINNA PÁLMADÓTTIR HUGSJÓNAMAÐUR Kári hefur farið mikinn á Snæfells- nesi og Frystiklefinn verið mikill hvalreki fyrir svæðið. Rapparinn Jay-Z stendur enn og aftur í stappi vegna mögulegs sonar síns. Hinn tuttugu og eins árs gamli Rymir Satterthwaite, sem einnig er rappari, fór fram á að Jay-Z gengist undir faðernis- próf fyrir fimm árum. Allt kom fyrir ekki og hafði sá síðarnefndi betur fyrir dómstólum og þurfti ekki að taka téð próf. Nú hefur lögmaður stráksa komið auga á mögulegt svindl þess gamla sem orsakar að þau ætla að krefjast þess að faðernispróf verði gert. Eiginkona Jay-Z er poppdrottn- ingin Beyoncé líkt og margir vita. Hafa þau verið gift í sjö ár og saman síðan 1997, svo hún var ekki komin til sögunnar er dreng- urinn kom undir. Faðernisfárið heldur áfram ÓSAMVINNUÞÝÐUR Jay-Z hefur engan áhuga á að taka prófið. 3 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 9 -D 5 8 0 1 4 5 9 -D 4 4 4 1 4 5 9 -D 3 0 8 1 4 5 9 -D 1 C C 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 8 0 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.