Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 13

Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 13
13FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Ertu á leið í golf, útilegu eða veiði? Félagsmönnum Stéttarfélags Vesturlands býðst að kaupa hin ýmsu kort, golf-, útilegu – og veiðikort með verulegum afslætti. Kortin veita aðgang að 28 golfvöllum, 35 veiðistöðum og á 46 tjaldsvæði víða á landinu. Kannaðu máið á www.utilegukortid.is , www.golfkortid.is eða www.veidikortid.is Stéttarfélag Vesturlands S K E S S U H O R N 2 01 3 Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í 80% starf til að hafa umsjón með dreifnámi við framhaldsskóladeild í Búðardal. Í starfinu felst m.a. dagleg umsjón með nemendum, eftirlit með skólasókn, aðstoð við nemendur í kennslustundum, samskipti við kennara MB, umsjón með námsaðstöðu og tækjabúnaði og umsjón með námslotum í Borgarnesi. Hæfniskröfur Hæfni í mannlegum samskiptum, menntun sem nýtist í starfi og áhugi á að byggja upp dreifnám í Búðardal. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 866-1314. Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, 310 Borgarnes eða á netfangið kolfinna@menntaborg.is Umsjónarmaður dreifnáms óskast í Búðardal S K E S S U H O R N 2 01 3 Lista- og menningarsjóður Stykkishólmsbæjar Listvinafélag Stykkishólmskirkju Miðaverð kr. 1200 Miðasala við innganginn/POSI. Fjölbreyttir tónleikar í allt sumar - Kynntu þér dagskrána á: www.stykkisholmskirkja.is Facebook: Sumartónleikar Stykkishólmskirkju ORGELSTYKKI Mánudagur 24.júní kl. 20 Friðrik Vignir Stefánsson Fimmtudagur 27. júní kl. 20 Sveinn Arnar Sæmundsson Laugardagur 29.júní kl. 16 Örn Magnússon & Marta Guðrún Halldórsdóttir Þriðjudagur 2. júlí kl. 20 Douglas Brotchie Laugardagur 6. júlí kl. 16 Lára Bryndís Eggertsdóttir Allir á völlinn Norðurál býður öllum frítt á leikinn Akranesvöllur – Borgunarbikarinn ÍA – Breiðablik Fimmtudaginn 20. júní kl. 19.15 Akranesvöllur – Pepsi-deild karla Norðurálsleikurinn ÍA – Keflavík Mánudaginn 24. júní kl. 19.15 Fyrsta helgiganga í minningu Auð- ar djúpúðgu verður farin laugar- daginn 22. júní í Dölum, þar sem hún nam land fyrir rúmum 1100 árum. Auður djúpúðga Ketilsdótt- ir var eina konan í hópi landnáms- fólks sem fór fyrir eigin leiðangri til Íslands og ein fárra þeirra sem Landnámabók segir að hafi verið kristinnar trúar. Gangan hefst með helgistund við Krosshólaborg í Dölum klukkan 14.00. Göngufólki er ráðlagt að safnast þar saman og koma bílum sínum og farartækjum þar fyrir. Landnáma segir að Auð- ur hafi reist krossa við Krosshóla og haft þar bænahald sitt. Sagt verður frá heilögum Kólumkilla sem telja má víst að hafi verið helsti dýrling- ur kristinna landnámsmanna, sem komu hingað frá Bretlandseyjum. Gangan er farin um sólstöður, sem gegndu stóru hlutverki í siðvenjum og trú Kelta. Frá Krosshólum verður geng- ið að Auðartóftum, þar sem verður stutt helgistund og þaðan svo geng- ið að Hvammskirkju, þar sem verð- ur helgistund með kærleiksmál- tíð. Þá verður boðið í kirkjukaffi og göngufólki síðan ekið aftur að Krosshólaborg. Gert er ráð fyrir að dagskráin öll taki þrjá til fjóra tíma og við það miðað að gangan sé fjöl- skylduvæn, að ungir og aldnir (8-80 ára) geti tekið þátt í henni. Sr. Anna Eiríksdóttir, sókn- arprestur, og sr. Gunnþór Inga- son, prestur á sviði þjóðmenning- ar, munu stýra helgistundunum, en þar verða lesnir textar úr íslensk- um fornbókmenntum og farið með forn keltneskt trúarefni. Gangan er farin á vegum starfshóps Þjóðkirkj- unnar um helgistaði á föruleiðum og menningar- og ferðamálanefnd- ar Dalabyggðar. Nánari upplýsing- ar veitir Jón Egill Jóhannsson, for- maður sóknarnefndar í Hvamms- sókn og Anna Eiríksdóttir sóknar- prestur. mm/fréttatilk. Auðar- og helgiganga í Dölum í minningu Auðar djúpúðgu Gangan hefst með helgistund frá Krosshólaborg. Skilti um Gamla sparisjóðinn með minningu um síðasta íbúa hússins, Theódór Árna Emanúelsson, var afhjúpað í Ólafsvík á 40 ára afmæl- isdegi Theódórs heitins, þriðjudag- inn 18. júní sl. Skiltið var afhjúp- að við Grundarbraut 18 en Theó- dór lést þar í eldsvoða snemma á síðasta ári. Gamli sparisjóðurinn er sögufrægt hús og var talið vera með elstu húsum Ólafsvíkur, en það var rifið skömmu eftir elds- voðann. Fjölmennt var á afhjúp- uninni þrátt fyrir úrhellisrigningu. Að afhjúpuninni lokinni fóru gest- ir í Átthaga stofu Snæfellsbæjar þar sem boðið var upp á kaffiveitingar í boði Sjávariðjunnar í Rifi en Theó- dór var starfsmaður fyrirtækisins og Sigurður Höskuldsson flutti þar tónlistaratriði. sko/Ljósm. af. Theódórs Árna minnst í Ólafsvík Á skiltinu eru upplýsingar um Gamla sparisjóðinn og mynd sem Theódór tók á Hamri SH-224 þar sem hann vann. Faðir Theódórs, Emanúel Ragnarsson afhjúpaði söguskiltið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.