Skessuhorn


Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 20

Skessuhorn - 20.06.2013, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013 Á öldum áður voru það léleg húsa- kynni, þrældómur og drepsóttir sem urðu Íslendingum hvað helst að aldurtila. Kæmust þeir á annað borð til fullorðinsára, í barnæsku fram hjá hindrunum eins og barna- veiki og skæðum barnasjúkdómum svo sem mislingum og kíghósta. Í dag er það hins vegar hreyfing- arleysi og fylgifiskar velmegunar sem talið er ekki aðeins stytta líf- tímann heldur skerða lífsgæðin til muna. Fólk dettur oft á tíðum inn í það lífsmynstur án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því hvað það er að gera sjálfu sér og sínum nánustu. Magnús Brandsson útibússtjóri Ís- landsbanka á Akranesi flaut þó ekki sofandi að feigðarósi í þessum efn- um, gerði margar tilraunir til að vinna bug á hreyfingarleysinu og óhollustunni, en hélt ekki kúrsin- um eins og margir. Gafst upp eft- ir skamman tíma og allt sótti í sama farið að nýju. Það var ekki fyrr en um síðustu áramót sem eitthvað fór að gerast vænlegt til árangurs hjá Magnúsi. Hann segist geta þakk- að Kristleifi yngri bróður sínum að hafa farið af stað í þetta og eigin- lega stolið hugmyndinni frá hon- um. Síðan hafi hann orðið fyr- ir hugljómun á námskeiði sem Ís- landsbanki hélt fyrir stjórnendur og millistjórnendur í bankanum 20. janúar sl. Það námskeið hafi fjallað um orkustjórnun til að ná betri ár- angri bæði í vinnu og einkalífi. Íþróttamaðurinn Magnús Brands Magnús Brandsson er eins og marg- ir vita borinn og barnfæddur Akur- nesingur, með rætur í Borgarfirði, ólst upp á Skaganum en hleypti heimdraganum og bjó í Reykjavík í þrjú ár áður en hann flutti aust- ur á land. Hann hefur allan sinn starfsferil verið bankamaður. Var til að mynda skrifstofustjóri í Spari- sjóði Norðfjarðar í Neskaupstað í átta ár og jafnlangan tíma í Ólafs- firði sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Magnús hefur alla tíð tengst íþróttum, einkum fót- bolta og handbolta sem hann æfði frá unga aldri. Hann hefur einn- ig sinnt félagsmálum á íþróttasvið- inu á þeim stöðum sem hann hefur búið. „Ég var líka að þjálfa og byrj- aði meðal annars að þjálfa í hand- boltanum aðeins sextán ára gam- all. Þá þjálfaði ég alveg frá fimmta flokki upp í þriðja flokk, stráka eins og Alla Högna, Steina Gísla, Árna Hallgrímsson badmintonmeistara og landsliðseinvald, Örn Gunnars- son og fleiri góða drengi og stúlk- ur,“ segir Magnús. Hann spilaði í markinu í fótboltanum hjá yngri flokkum ÍA og upp í meistaraflokk. Fór síðan austur á Eskifjörð 1983 til að spila með Austra, lék með Sel- fossi sumarið ´86 og var í markinu hjá Þrótti Neskaupstað á árum sín- um fyrir austan. Magnús átti síðan endurkomu með Þrótti vorið 1997, en var þá kallaður til starfa norð- ur á Ólafsfjörð til að vinna í mál- um sparisjóðsins þar. „Síðan gerð- ist það hjá mér eins og mörgum íþróttamönnum að ég hætti öllu og lagðist í velmegunina á fullu. Taldi mér trú um að það væri svo mikið að gera í vinnunni að það væri varla tími til neins annars.“ Lét vita af átakinu á Facebook Magnús segist svo sem hafa reynt annað slagið að taka upp breytt og bætt líferni og prófað ýmislegt. Á árunum á Ólafsfirði fór hann í þrekleikfimi og gekk ágætlega til að byrja með en entist svo ekki í puðinu. „Það var eins og ég væri aldrei nógu staðfastur og setti mér ekki nægjanlega skilgreind mark- mið. Þegar svo Kristleifur bróður minn talaði um það fyrir áramótin síðustu að hann ætlaði að gera sér til gamans á komandi ári að ganga á Akrafjallið 42 sinnum, eða eina göngu fyrir hvert ár, fannst mér þetta góð hugmynd hjá honum og datt í hug að svona takmörk gætu kannski gagnast mér. Um áramótin var ég eiginlega búinn að ákveða að „stela“ þessari hugmynd frá hon- um og ganga í 50 skipti á Akra- fjallið á árinu og ljúka því verkefni helst þegar ég yrði 50 ára þann 8. júní. Þetta varð því áramótaheit hjá mér,“ segir Magnús. Það varð þó bið á því að hann réðist á fullu í Akrafjallsgöngurnar. „Svo fór ég á námskeið hjá bankanum um miðj- an janúar, orkustjórnunarnámskeið fyrir stjórnendur og millistjórnend- ur. Þetta námskeið miðaði að því að bæta lífsgæðin bæði í vinnunni og einkalífinu. Það má segja að ég hafi orðið fyrir hugljómun á þessu nám- skeiði. Nú var ég ákveðinn í að taka mér tak og klára þetta verkefni sem ég var búinn að ætla mér. Ég lét vini mína á Facebook vita af þess- ari upplifun minni á námskeiðinu og þessu afmarkaða og tímasetta markmiði mínu að ganga 50 sinn- um á Akrafjallið. Ég held að þetta sé nefnilega lykillinn að því þeg- ar ráðist er í svona átak sem maður telur sig tæplega nógu staðfastan til að ráða við, að láta nógu marga vita af því. Þá er komin þessi pressa sem er nauðsynleg. Þú hættir ekki svo glatt við hlutina þegar yfirvofandi er sú hætta að allir þínir vinir og kunningjar geri stólpa grín að þér. Hins vegar er náttúrulega klikkun að setja inn 50 myndir af sér á Fa- cebook, en það var tekin mynd í öll skiptin þegar ég var komin á Háa- hnúkinn.“ Konan tók þátt í þessu Magnús segir að hvatinn að þessu átaki hafi verið að hann fann orðið fyrir skertum lífsgæðum, þrekleysi og andleysi. „Ég var orðinn allt- of þungur, varð 118 kíló þegar ég var þyngstur og var yfirleitt svona á rólinu 108-112 kíló. Frá áramótum hef ég lést um 12 kíló, er núna 96. Það eru tuttugu ár síðan ég fór síð- ast undir 100 kílóin. Ég var kominn með of háan blóðþrýsting og lækn- irinn búinn að setja mig á blóð- þrýstingslyf. Fljótlega eftir að ég byrjaði í átakinu hætti ég á lyfjun- um og blóðþrýstingurinn er núna í mjög góðu lagi.“ Magnús tók líka mataræðið í gegn og konan hans, Brynhildur Benediktsdóttir, tók þátt í því. „Það hjálpaði mér rosalega mikið og ég held það sé í raun nauðsynlegt að fólk sé samtaka í svona hlutum á heimilinu. Ég hvet alla sem fara í svona átak að gera það saman. Ég var í hópi í einn mánuð í vor, frá 11. apríl til 11. maí, þar sem klippt var á alla neyslu á brauði, hveiti og engan sykur eða mjólkurvörur. Ég held að frá 11. apríl hafi ég borð- að meira af grænmeti en allt líf- ið fram að því. Grænmeti eins og t.d. spergilkál hafði mér fundist al- gjört óæti en nú er það orðið snakk hjá mér. Ég býst við að ég sé svona 70% á því prógrammi sem matará- takið var. Ég reyni að borða sem minnst af brauðmeti, mjólkurvör- um og sykri.“ Mikill stuðningur Kostinn við það að láta sem flesta vita af markmiðum og átaki sem þessu segir Magnús líka vera stuðn- inginn. „Ég fékk mikinn stuðn- ing og það var margt skemmtilegt sem gerðist í kringum gönguferð- ir mínar á Akrafjallið. Kristleifur bróðir minn hefur verið duglegur að ganga með mér og hann er nú þegar búinn með rúmlega þrjátíu ferðir á fjallið af þeim 42 sem hann ætlar sér á árinu. Fljótlega bættist svo þriðji félaginn við, Guðlaug- ur Gunnarsson starfsmaður KSÍ. Helga Höskuldsdóttir ljósmóð- ir kom svo í hópinn og hefur ver- ið ótrúlega dugleg. Svo hafa ýmsir vinir og kunningjar endilega viljað ganga með og orðið „meðgenglar,“ en það er nýyrði sem gamli Skaga- maðurinn og frumkvöðullinn Siggi Sverris fann upp í þessu átaki mínu. Börnin og unglingarnir í fjölskyld- unni hafa komið með á fjallið og líka gamlir vinir og kunningjar sem ég hafði ekki hitt í áratugi og studdu mig vel. Þannig gekk Valdi- mar Leó Friðriksson meðstjór- nandi minn í NFFA fyrir 30 árum með mér í 48. ferðinni og annar gamall félagi frá fjölbrautaskólaár- unum Gunnar Björnsson úr Ölfus- inu í 49. ferðinni. Á tímabili var ég farin að lenda í tímahraki að ná tak- markinu. Þurfti þá að ganga á fjallið hvern dag í hvaða veðri sem var og í nokkra daga gekk ég á fjallið tvisv- ar sama daginn. Í fyrstu ferðinni á Akrafjall sagði ég í hálfkæringi að í þeirri fimmtugustu, á afmæl- isdaginn 8. júní, myndi ég ganga í sparifötunum. Ég stóð við það og þá fylgdi mér fjöldi manns á Háa- hnúk þ.á.m. fjögur af sex systkin- um mínum. Allar 50 ferðirnar voru á Hnúkinn og ég hafði ekki komið á Geirmundartind fyrr en mánudag- inn 10. júní sl. þegar ég gekk þang- að í fyrsta skipti.“ Er á meðan er Magnús segist vera orðinn algjör- lega „húkt“ á því að ganga á Akra- fjallið. „Það er algjör fjársjóður Lífsgæðin hafa aukist stórlega við meiri hreyfingu Magnús Brandsson fór í mikið lífsstílsátak í tilefni stórafmælis Heima á pallinum á Vogabrautinni með listaverkið fjallgöngumaðurinn eftir Bjarna Þór sem hann fékk í afmælisgjöf frá fjöl- skyldunni. Ljósm. þá. Magnús hefur þurft að endurnýja fatnað í átakinu. Þessar vinnubuxur eru greinilega orðnar alltof víðar á hann, enda farin 12 kíló á þessu ári. Ljósm. þá. Magnús ásamt fjórum systkinum sínum á Háahnjúki; Einari, Kristleifi, Sveinbirni og Kristínu. Ljósm. Guðlaugur Gunnarsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.