Skessuhorn - 20.06.2013, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Veiðivörur fyrir
fjölskylduna
Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutímiþriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00
Veiðivörur í miklu úrvali
Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298
www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is
Ertu búinn að fá þér
Veiðikortið!
www.veidikortid.is
Veiðitímabilið er byrjað. Kr. 6.900.-
00000
„Þetta er óskabyrjun hjá okkur og
við erum mjög sáttir eftir fyrstu
veiðidagana. Veiðin lofar góðu ef
sumarið verður hæfilega úrkomu-
samt til að vatnsbúskapurinn verði
áfram í lagi,“ segir Ingólfur Ás-
geirsson, einn þremenninganna
sem tóku Þverá og Kjarará í Borg-
arfirði á leigu á síðasta ár. Hinir
tveir eru Davíð Másson og Hall-
dór Hafsteinsson en saman reka
þeir veiðifélagið Starir ehf. Veiði
hófst í Þverá 12. júní síðastliðinn
og fékk opnunarhollið 21 lax sem
er með allra besta starti í veiðinni í
mörg ár. Holl tvö fékk svo 16 laxa.
Í Brennunni voru síðasta þriðju-
dag komnir 30 laxar á land. Veiði
í Kjarará hófst svo þremur dög-
um síðar, þ.e. 15. júní og á hádegi
á þriðjudaginn, þegar hollið lauk
veiðum, voru komnir 54 laxar á land
á fjallinu. „Þetta er vel haldinn lax,
að stærstum hluta tveggja ára fiskar
auk vel haldins smálax inn á milli.
Í Kjarará er fiskur kominn upp um
alla á og hafa verið að fást laxar á
öllum þekktu veiðistöðunum eins
og Efra- og Neðra Rauðabergi, í
Runka, á Gilsbakkaeyrum, Lamba-
streng og víðar. Öll svæði hafa því
verið að gefa laxa þó misjafnlega
marga,“ segir Ingólfur í samtali við
Skessuhorn. Meirihluta laxanna úr
Þverá og Kjarará hefur verið sleppt,
eins og lög gera ráð fyrir.
Ingólfur segir mjög almenna
ánægju meðal veiðimanna sem
voru á bökkum ánna fyrstu dagana,
enda er byrjunin með besta móti,
vatnsbúskapurinn góður og þannig
kjöraðstæður til laxveiða. Ingólfur
segir grunnvatnsstöðuna góða þrátt
fyrir að lítill snjór sé í fjöllum, vatn
sé þó enn í öllum lækjum. Því mun
framhaldið ráðast af hæfilegri úr-
komu í sumar eins og áður segir.
Þokkalega brattir
Aðspurður um hvernig þeim fé-
lögum í Störum hafi gengið að
selja veiðileyfi á sínu fyrsta ári sem
leigutakar árinnar, svarar Ingólf-
ur því til að þeir félagar séu þokka-
lega sáttir. Þó sé ekki enn búið að
selja öll veiðileyfi í sumar. „Er-
lendi markaðurinn gekk ágætlega
en þar fór öll salan fram á síðasta
ári. Við erum m.a. að selja veiði-
leyfi í gegnum breskar og banda-
rískar ferðaskrifstofur auk beinn-
ar sölu. Þeir sem bera því uppi lax-
veiðina hjá okkur núna eru ensku-
mælandi veiðimenn.“ Ingólfur seg-
ir að skipta megi veiðileyfasölunni
í þrjá flokka, þ.e. fyrirtækjamark-
aðinn, innlenda veiðimenn og er-
lenda. „Íslenski markaðurinn er
vissulega þungur eins og allsstaðar
eins og sakir standa. Erlendi mark-
aðurinn stendur undir væntingum
okkar og þá er fyrirtækjamarkað-
urinn þokkalegur. Auðvitað skipt-
ir efnahagur og kaupgeta almenn-
ings hér á landi máli og slakt veiði-
ár í fyrra hjálpar ekki til.“ Ingólfur
segir að með mikilli markaðsvinnu
hafi þeir haldið sjó í sölunni erlend-
is, mikil vinna við markaðssetningu
hafi skilað árangri. „Á heildina litið
erum við þokkalega brattir ef tek-
ið er mið af sölu veiðileyfa almennt
í landinu. Enda hvernig má ann-
að vera með svona frábær veiði-
svæði eins og Þverá og Kjarará eru
í einu fallegasta héraði landsins. Ef
ekki er hægt að selja veiðimönn-
um leyfi í þessum laxveiðiám, þá
er það hvergi hægt. Ef veiðimenn
upplifa ánægjulega dvöl við árnar
spyrst fljótt út hversu mikil upplif-
un er að koma hingað,“ segir hann
að lokum.
Veiðimenn ánægðir
„Það er gaman að veiða í Þverá,
áin er skemmtileg og við fengum
nokkra fiska og á nokkrum stöð-
um,“ sagði Björn K. Rúnarsson sem
var einn þeirra sem opnaði í Þverá
í Borgarfirði og veiddi vel. Eins og
að framan greinir eru nú ríflega 30
laxar komnir á land í Brennunni.
„Við veiddum tvo laxa og sáum
mjög mikið af fiski,“ sagði veiði-
maður sem tíðindamaður Skessu-
horns hitti í Brennunni.
Ingólfur Ásgeirsson leigutaki var
ásamt Þórarni Sigþórssyni tann-
lækni og landsþekktri aflakló í opn-
un Kjararár um helgina, og veiddu
þeir vel. En Þórarinn hefur oft veitt
í Kjarará og þekkir hana vel. „Það
er alltaf jafn gaman að veiða hérna
í Kjarará,“ sagði Tóti og kastaði
flugunni á veiðistaðinn Wilson.
Nokkru neðar var Jón Sigurðs-
son fyrrverandi körfuboltamaður
úr KR og var hann búinn að veiða
nokkra laxa. Uppi á Eyrunum voru
í sambland við nýgengna fiska tveir
legnir laxar að stökkva og hafa þeir
líklega gengið í ána upp úr miðjum
maí. Þeir tóku ekki neitt af því sem
veiðimenn buðu þeim.
mm
Frábær byrjun í Þverá og Kjarará
Björn K. Rúnarsson með spegilfallegan lax úr Þverá fyrir nokkrum dögum. Ljósm. GB