Skessuhorn - 20.06.2013, Side 27
27FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Síðastliðinn fimmtudag var blíð-
skaparveður á Snæfellsnesi, ef til vill
fyrsta almennilega sólskinið þetta
sumar. Í hitanum fannst tveimur
drengjum í Ólafsvík nauðsynlegt að
kæla sig aðeins í sjónum. Þeir Birkir
og Elmar gerðu sér lítið fyrir og stukku
í sjóinn af bryggjunni á meðan vinir
þeirra fylgdust með. Dálítið sopið
hveljur, ekki þó mikið, enda sannar
hetjur á ferð.
sko
Óhætt er að fullyrða að fjölbreytn-
in verður í fyrirrúmi í tónleikaröð
Listvinafélags Stykkishólmskirkju
sem ber heitið Orgelstykki og hefst
á Jónsmessunni nk. mánudag. Alls
verða tónleikarnir fimm á tveim-
ur vikum og hefjast þeir klukkan
20 virka daga en klukkan 16 þegar
þeir eru á laugardögum. Efnisskrá-
in spannar tónsmíðar frá síðustu
400 árum eða svo og á meðan höf-
unda eru Bach, Pachelbel, Sigvaldi
Kaldalóns, Procol Harum, Britten,
Jón Leifs og Böellmann.
Á fyrstu tónleikunum leikur
Friðrik Vignir Stefánsson organ-
isti í Neskirkju í Reykjavík á Klais-
orgelið í Stykkishólmskirkju. Strax
á fimmtudeginum kemur Skaga-
maðurinn Sveinn Arnar Sæmunds-
son organisti á Akranesi og leikur
í bland yngri tónlist en gengur og
gerist á orgelin. Laugardaginn 29.
júní kl. 16 koma þau Örn Magn-
ússon organisti í Breiðholtskirkju
og Marta Guðrún Halldórsdóttir
sópransöngkona og flytja efnisskrá
fyrir orgel og söng og líta í íslensku
handritin eftir tónlist til flutnings.
Þriðjudaginn 2. júlí kemur Dou-
glas Brotchie sem um árabil var
organisti Háteigskirkju í Reykjavík
og endahnútinn rekur Lára Bryn-
dís Eggertsdóttir orgenleikari bú-
sett í Danmörku. Tónleikarnir eru
um einnar klukkustundar langir og
eru allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Aðgangseyrir er 1200 kr. og
tekið er við greiðslukortum á tón-
leikastað. Allar frekari upplýsingar:
www.stykkisholmskirkja.is
-fréttatilkynning
Hópur sjálfboðaliða frá ungmenna-
deild Rauða krossins í Vallakra í Sví-
þjóð hefur dvalið undanfarna daga í
góðu yfirlæti á Akranesi. Hópurinn
samanstendur af tólf fötluðum ung-
mennum, félögum þeirra og að-
stoðarmönnum, samtals 35 manna
hópur. Hluti af dagskrá hópsins
var í samstarfi við Rauða krossinn
á Akranesi og Þorpið og var með-
al annars haldinn fundur þar sem
gestir og gestgjafar kynntu verk-
efni sín og störf fyrir mannúðar-
hreyfingu Rauða krossins. Einn-
ig var farið í heimsókn í Fjöliðjuna
þar sem hópurinn fékk kynningu á
starfseminni og spjallaði við starfs-
fólk.
als
Nú stendur yfir sýningarröð í Leir7
í Stykkishólmi, eins og áður hef-
ur verið sagt frá í Skessuhorni, þar
sem fjölbreyttur hópur hönnuða og
listamanna taka þátt og fjalla í sín-
um verkum um mat. Sýningarröðin
ber nafnið Matur er manns gaman.
Laugardaginn 22. júní næstkomandi
opna mæðginin Lára Gunnarsdótt-
ir og Georg Pétur Ólafsson sýningu
sína Hönnun í tré, sem unnin er úr
íslensku lerki og birki. Sýningin er
þriðja sýningin af sjö í sýningarröð-
inni og stendur hún yfir til 22. júlí.
Lára Gunnarsdóttir fór uppruna-
lega í grafíkdeild Myndlistar og
handverkaskólans en fór fyrir til-
viljun að gera hluti út trjám eftir að
hún að flutti í Stykkishólm fyrir 21
ári. Á sýningunni verður hún með
tréskálar til sýnis. „Það sem ég vinn
mest dags daglega eru minni hlutir
sem myndu flokkast sem minjagrip-
ir. Ég tálga mest út fugla, hesta og
slíkt. Öðru hverju tek ég þátt í sýn-
ingum og þá geri ég eitthvað meira
og stærra,“ segir Lára í samtali við
Skessuhorn.
„Sonur minn Georg sem var að
ljúka sveinsprófi í húsgagnasmíði
frá Iðnskólanum í Hafnarfirði er
með í sýningunni. Hann smíðaði
bekki úr lerki sem sýningarhlut-
unum er raðað á,“ bætir Lára við.
Eiginmaður Láru, Ólafur Kristófer
Ólafsson tekur einnig þátt í sýning-
unni. „Hann fór með mér í skóg-
arferð norður í Vallaskóg þar sem
hann tók ljósmyndir. Á sýningunni
verða myndir til sýnis sem teknar
voru þar. Það er gaman að við séum
öll saman í þessu,“ segir Lára að
lokum. sko
Þriðja sýning sumarsins af fjór-
um var opnuð á þjóðhátíðardag-
inn í Norska húsinu í Stykkishólmi.
Sýningin er eftir Finn Arnar Arn-
arsson og heitir Þjóðhetjur og sýn-
ir ljósmyndir af blómum sem uxu
á vestfirskum heiðum vorið 2012.
Einkunnarorð sýningarinnar eru:
„Þegar snjóa leysir eftir langan og
kaldan vetur spretta upp hetjur á
hæstu hæðum.“ Finnur Arnar er
myndlistarmaður og hefur starfað
lengi sem leikmyndahönnuður. Í
Þjóðhetjum er hann að vinna með
hugmyndina um hetjurnar. Meðal
annars snýr hann einu helsta tákni
Jóns Sigurðssonar, pípuhattinum, á
hvolf og gefur honum nýja tilvist og
tilgang. Hatturinn er ákveðið tákn
um vald og með því að planta við-
kvæmum gróðri í pípuhatta verða
til ákveðin hugrenningatengsl á
milli náttúru og valds, sem hvoru
tveggja er vandmeðfarið. Sýningin
verður opin til 30. ágúst.
sko
Dagur hinna villtu blóma var hald-
inn víða um land sl. sunnudag. Það
eru Flóruvinir, samstarfshópur
sjálfboðaliða um rannsóknir á ís-
lensku flórunni og verndun henn-
ar, sem standa að deginum. Í tilefni
hans var efnt til fjölda blómaskoð-
unarferða og voru fjórar göngur
farnar á Vesturlandi; í fólkvang-
inum Einkunnum í Borgarnesi, á
Hvanneyri, í Skorradal og Ólafs-
dal við Gilsfjörð. Gönguferðirn-
ar tóku um tvo tíma en í þeim var
boðið upp á fræðslu um algeng-
ustu plöntur sem finna má. Afar
gott veður var til blómaskoðun-
ar að sögn Guðrúnar Bjarnadóttur
sem sá um leiðsögn um Einkunn-
ir ásamt Hilmari Arasyni. Tóku 20
manns þátt í göngunni. Þetta er
níunda sumarið í röð sem dagur
villtra blóma er haldinn en fyrsta
gangan um Einkunnir var farin í
fyrra. hlh Þjóðhetjur er þriðja sýningin af fjórum í Norska húsinu í sumar.
Sýningin Þjóðhetjur
opnuð í Norska húsinu
Þjóðhetjan Lambagras.
Orgelstykki í
Stykkishólmskirkju
Hópurinn sem tók þátt í degi hinna villtu blóma í Einkunnum við Borgarnes.
Ljósm. Guðrún Bjarnadóttir.
Tóku þátt í Degi hinna villtu blóma
Lára sýnir tréskálar sem þessa á sýningunni.
Sýningin Hönnun í tré opnuð í Leir 7
Kæla sig
í sjónum
Hér eru forsvarsmenn hópsins ásamt hluta stjórnar Rauða kross Íslands og Ruth
Rautenberg í Þorpinu að máta boli sem Svíarnir létu gera í tilefni af Íslands-
ferðinni.
Svíar í heimsókn á Akranesi