Skessuhorn - 20.06.2013, Side 35
35FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2013
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Grundarfjörður tók á móti KFR
frá Hvolsvelli í þriðju deildinni
sl. laugardags. Bæði þessi lið voru
með þrjú stig fyrir leikinn og því í
neðri hluta hennar. Gestirnir byrj-
uðu betur því strax á þriðju mín-
útu komust þeir í 1-0 eftir sofanda-
hátt heimamanna. Eftir það tóku
heimamenn öll völd á vellinum og
fengu vítaspyrnu á 11. mínútu. Úr
henni skoraði Hermann Geir Þórs-
son og jafnaði metin. Heimamenn
héldu áfram að sækja en náðu ekki
að koma boltanum framhjá góð-
um markverði gestanna. KFR átti
svo skot í stöng en fyrir utan það
sáu heimamenn um að sækja. Í síð-
ari hálfleik var það sama uppi á ten-
ingnum. Heimamenn sáu um að
sækja en Gestirnir sáu um að skora.
Þeir komust í eina skyndisókn á 56.
mínútu og komust í 2-1. Eftir það
mark lágu þeir til baka en Grundar-
fjörður pressaði stíft og átti nokkrar
álitlegar sóknir en náðu samt ekki
að skora. Það fór því svo að Grund-
arfjörður tapaði fjórða leik sínum í
röð með markatölunni 2-1. Næsti
leikur Grundarfjarðar er gegn liði
ÍH á Kaplakrikavelli. tfk
Enn og aftur lentu Víkingar Ólafs-
vík í þeirri stöðu að fá á sig mark
snemma leiks þegar þeir fengu Ís-
landsmeistara FH í heimsókn í
Pepsídeildinni sl. sunnudag. Það
er erfitt gegn jafnsterku liði og
FH, að þurfa að breyta skipulagi
og blása til sóknar jafnvel á kostnað
varnarinnar. FH vann því öruggan
sigur á Ólafsvíkurvelli 4:0. Það var
varnarjaxlinn Freyr Bjarnason sem
fékk góðan tíma til að athafna sig í
teignum eftir hornspyrnu og skor-
aði hann af öryggi fyrsta mark FH.
Upp úr miðjum fyrri hálfleik hafði
heimamönnum vaxið ásmegin og
náðu þeir þá nokkrum sóknum.
Eftir mikið klafs í teignum vildu
þeir fá vítaspyrnu en dómarinn var
á öðru máli. Skömmu síðar, eða á
35. mínútu, kom annað mark gest-
anna og var það af ódýrari gerð-
inni. Hreinsun út úr teignum end-
aði í fótum Björns Daníels Sverris-
sonar sem skaut að markinu. Bolt-
inn lenti í fæti varnarmanns og við
stefnubreytinguna á boltanum kom
Einar markvörður ekki við vörn-
um. Staðan var 2:0 fyrir FH í leik-
hléi.
Heimamenn komu nokkuð
grimmir út eftir hlé og pressuðu
FH ofar á vellinum en á 52. mín-
útu má segja að leikurinn hafi klár-
ast. Aftur var það eftir hornspyrnu
sem boltinn hafnaði á kolli og síð-
an öxl hins miðvarðarins í FH-lið-
inu, Guðmanns Þórissonar. Alfreð
Már Hjaltalín komst fyrir boltann
en dómarinn dæmdi hann inn fyr-
ir línu og þar með var staðan orð-
in 3:0 fyrir FH. Eftir þetta lögðu
FH-ingar áherslu á að halda bolt-
anum en Víkingar treystu á skyndi-
sóknir. Á 77. mínútu fór Ólafur Páll
Snorrason illa með Víkingsvörnina,
sendi boltann á fjærstöng þar sem
Atli Viðar Björnsson stýrði hon-
um í markið. Brynjar Kristmunds-
son komst næst því að skora fyr-
ir heimamenn en Daði Lárusson
markvörður FH bjargaði vel. Loka-
tölur 4:0 fyrir FH.
Næst mæta Víkingar toppliði KR
í Frostaskjólinu nk. sunndag í 8.
umferð Pepsídeildarinnar. þá
Bjarki Freyr Rúnarsson frá Ólafs-
vík hafnaði í þriðja sæti í flokki 18-
19 ára á Evrópumeistaramótinu í
ólympískri þríþraut sem fram fór
í Alanya í Tyrklandi sl. föstudag.
Bjarki er fyrsti Íslendingurinn sem
vinnur til verðlauna á EM í grein-
inni. Ólympísk þríþraut saman-
stendur af sundi, hjólreiðum og
hlaupi, allt í einni keppni. Bjarki
synti 1.500 metra á tímanum 27,33
mínútur, hjólaði 40 kílómetra á
einni klukkustund og 3,9 mínút-
um og þá hljóp hann tíu kílómetra
á 40,23 mínútum. Faðir Bjarka,
Rúnar Jóhannsson, keppti einnig í
flokki 40-44 ára á mótinu og hafn-
aði hann í 24. sæti. Þá varð Sig-
urður Ásar Martinsson í 28. sæti í
flokki karla 35-39 ára.
Bjarki er 19 ára gamall og hefur
lagt stund á þríþraut frá því á síð-
asta ári. Í samtali við Skessuhorn
kvaðst hann afar sáttur með ár-
angur sinn og sagði jafnframt það
vera mikla upplifun að fá að taka
þátt í stórmóti sem þessu. Aðstæð-
ur hafi verið góðar í Alanya sem
er á suðurströnd Tyrklands og var
um 30 stiga hiti meðan keppni stóð
yfir. Næsta verkefni Bjarka er sjálft
Heimsmeistaramótið í þríþraut
sem fram fer í London í september
og hyggst hann að sjálfsögðu æfa
vel fyrir það í sumar.
hlh
Skagamenn léku sinn besta hálf-
leik í Pepsídeildinni á þessu sumri
þegar þeir sóttu KR-inga heim í
Vesturbæinn á sunnudagskvöld-
ið. Gestirnir voru betra liðið fram-
an af og voru óheppnir að hafa ekki
tvö til þrjú mörk í forskot í leik-
hléinu. Leikurinn snérist við þeg-
ar stundarfjórðungur var liðinn af
seinni hálfleik og það dugði KR til
að vinna öruggan sigur í leiknum,
4:2. ÍA er enn í tíunda sæti deild-
arinnar með 3 stig af 21 mögulegu.
Ljóst er að deildin hefur skipst í
tvennt, einungis fimm stig skilja að
fimm neðstu liðin, Víkinga sem eru
í neðsta sæti með eitt stig og Þór
í því áttunda með sex stig. Næstu
fjórir leikir ÍA eru gegn umræddum
liðum og því næstu umferðir mjög
mikilvægar fyrir Skagamenn.
ÍA byrjaði leikinn í Frostaskjól-
inu með tveimur mjög góðum
sóknum og þar var Einar Logi Ein-
arsson með góðar markatilraunir í
bæði skiptin. Á 27. mínútu dró til
tíðinda þegar Theodore Furness
átti góða fyrirgjöf og Andri Adolp-
hsson var fyrstur á boltann og skor-
aði af harðfylgi sitt fyrsta deild-
armark. Skagaliðið hélt áfram að
sækja og minnstu munaði að foryst-
an yrði tvö mörk þegar glæsileg fyr-
irgjöf Andra Adolphssonar endaði í
tréverkinu á marki KR-inga. Þar
við sat og í hálfleik var staðan 0:1
fyrir ÍA. Í upphafi síðari hálfleiks
fékk Garðar Gunnlaugsson svo al-
gjört dauðafæri en varnarmað-
ur KR-inga bjargaði snilldarlega í
horn. Stuttu síðar, eða á 61. mín-
útu, náðu svo heimamenn að jafna
leikinn með skoti úr teignum eft-
ir að Skagamönnum hafði mistek-
ist að hreinsa frá marki eftir horn-
spyrnu. Á næstu mínútum hrundi
leikur Skagamanna og KR-ingar
gengu á lagið og bættu við þrem-
ur mörkum í viðbót og staðan allt
í einu orðin 4-1. Skagamenn náðu
svo að klóra í bakkann í lokin þegar
Jón Vilhelm Ákason skoraði laglegt
mark með skoti úr teignum. Nið-
urstaðan því 4:2 tap í kaflaskiptum
leik.
Næsti leikur Skagamanna í
Pepsídeildinni verður gegn Kefla-
vík á Akranesvelli mánudaginn 24.
júní, en í millitíðinni leikur ÍA gegn
Breiðbliki nk. fimmtudagskvöld í
16-liða úrslitum Borgunarbikarsins
einnig á Akranesvelli. þá
Við seljum ÖSKJUBÍLA
nýja og notaða
MERCEDES BENS fólksbíla –
jeppa – atvinnubíla.
Fágaðir og endingagóðir
eðalvagnar
KIA fólksbílar – jeppar
Flott lína sem vekur eftirtekt
Sýningarbílar á staðnum
Örugg viðskipti í 30 ár
Smiðjuvellir 17, Akranesi
Sími 431-2622
Þarft ekki að fara langt
www.bilas.is
bilas@bilas.is SKE
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Eftirfarandi stóðhestar taka á
móti hryssum á Litlu-Fellsöxl og
Eystra-Miðfelli í allt sumar.
STEINARR frá Skipaskaga
IS2008101044 blup 122
Aðaleinkunn: 8,12
M: Sjöfn frá Akranesi (8,43)
F: Kvistur frá Skagaströnd (8,58)
Verð á folatolli: 75.000 + vsk.
Innifalið hagagjald og einn sónar
SKAGINN frá Skipaskaga
IS2009101044 blup 120
M: Assa frá Akranesi (8,31)
F: Álfur frá Selfossi (8,46)
Verð á folatolli: 50.000 + vsk.
Innifalið hagagjald og einn sónar
SKÍRNIR frá Skipaskaga
IS2009101043 blup 117
Byggingardómur: 8,33
M: Sjöfn frá Akranesi (8,43)
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu (8,69)
Verð á folatolli 50.000 + vsk.
Innifalið hagagjald og einn sónar
Upplýsingar hjá Jóni Árnasyni
s: 899 7440
SKIPASKAGI
www.skipaskagi.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
www.skessuhorn.is
Íslensku keppendurnir í Tyrklandi, f.v. Sigurður Ásar Martinsson, Rúnar Jóhansson
og Bjarki Freyr Rúnarsson.
Hlaut brons á EM í þríþraut
Enn eitt tvö –
eitt tap Grundarfjarðar
ÍA tapaði fyrir KR í
tvískiptum leik
Eitt af fjórum mörkum KR að verða að veruleika. Ljósm. kr.is
FH vann stórsigur
á Víkingum
Guðjón Á Antoníusson FH-ingur og Tomasz Luba Víkingur í baráttu í leiknum.
Ljósm. af.