Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Side 12

Skessuhorn - 26.06.2013, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Sumarið er tíminn til að huga að matjurtagarðinum. Margskonar jurtir er hægt að rækta í garðinum heima á handhægan hátt og ættu lesendur Skessuhorns með græna fingur ekki að láta tækifærið framhjá sér fara. Meðal þeirra tegunda sem hægt er að rækta eru jarðarber. Sædís Guðlaugsdótt- ir í Gróðrarstöðinni Gleym-mér- ei í Borgarnesi mælir sterklega með ræktun jarðarberja sem hún segir auðvelda í framkvæmd. Sæ- dís leggur til að best sé að kaupa góða tegund til að byrja með, t.d. Glímu, sem gefur góð og safarík ber. „Plantan skal sett niður með 20 – 25 sm. millibili í jörðu. Best er að vera með karm í kringum plönturnar sem hægt er að loka, ýmist með plasti yfir harðasta vet- urinn, akryldúk yfir kaldar nætur að vori og svo með neti yfir berja- tímabilið,“ segir Sædís. „Mamm- an,“ sem hún kallar hverja plöntu, „kemur með blómklasa snemma vors og þá er gott að leyfa henni að hafa bara 3-4 laufblaðaleggi á meðan hún býr til fleiri klasa, þá er hún viljugri til að blómstra.“ Yfir daginn segir Sædís að ekki eigi að loka yfir plönturnar. „Það verður að vera opið svo flugur komi og frjóvgi blómin en gott er hins vegar að loka á köldum nótt- um. Loks þegar hvít blóm sjást ekki lengur þá skal hætta að taka burtu elstu laufblöðin og láta upp- skeru-mömmuna í friði.“ Þegar hausta tekur segir hún að mamm- an sé komin með „börn“ (jarð- arber), sem hanga á 20-25 sm. legg. „Fyrir 1. september er best að taka burtu alla leggina og nýju plönturnar og allt lauf sem er á mömmunni, hreinsa og setja nýtt yfirlag kringum hana, t.d mold, skeljasand eða trjákurl. Gott er að muna að láta ekki nýju plönt- urnar gróðursetja sig kringum mömmuna. Ég mæli með að þau séu færð í næsta hólf/pláss og þar framhaldið ræktun á sama máta og gert var,“ segir Sædís sem segir að þegar búið verði að hreinsa og klippa sé gott að loka yfir og láta plöntuna koma með ný blöð fyr- ir frost. Ef lokað er allan veturinn segir hún að passa þurfi að vökva því það þornar mjög undir plast- inu. „Skynsamlegt er að vökva með uppleystum áburði að vori og öðru hverju. Ræktendur skulu gæta þess að nota ekki of mikið af köfnunarefni svo blaðvöxtur verði ekki of mikill.“ Sædís hvetur að endingu fólk til að skrá ártal og fjölda plantna sem gróðursettar eru fyrir hvert ár. Mikilvægt sé að hafa yfirlit yfir ræktunina sem hægt er að end- urtaka aftur og aftur. Eftir sex ár megi síðan skipta út fyrstu upp- skeru-mömmunni, því þá ber hún ekki fleiri ávexti. Með þessu móti er hægt að rækta keðju jarðar- berjaplantna sem gefa eigandan- um bústin og fersk jarðarber til að nota, beint úr garðinum. hlh Sumarið fer vel af stað í gróðrar- stöðinni á Þorgautsstöðum í Hvít- ársíðu. Stöðina reka hjónin Árni B. Bragason og Þuríður Ketilsdóttir á Þorgautsstöðum II og selja þau fjöl- breytt úrval trjáa og runna auk mat- og kryddjurta. Einnig hafa þau til sölu rósaplöntur, nokkrar tegund- ir af sumarblómum og berjarunna svo dæmi séu tekin. Árni segir söl- una hingað til ágæta, ekki síst í mat- jurtartegundum, þar sem gætir auk- ins áhuga í ár. Það segir hann góð tíðindi en heldur hafi síðustu tvö ár dregið úr þeim áhuga á matjurt- um sem gerði vart við sig í kjölfar bankahrunsins 2008. Aukninguna segir Árni ekki síst að þakka þátt- unum Hið blómlega bú sem sýnd- ir hafa verið á Stöð 2 undanfarn- ar vikur. „Gestgjafi þáttarins, hann Árni í Árdal, lagði leið sína til okk- ar í einum þættinum og keypti nær allar matjurta- og kryddtegundir sem við bjóðum upp á til að planta í garðinn sinn heima í Árdal. Eft- ir þessa kynningu hafa margir lagt leið sína til okkar til að fylgja for- dæmi hans, enda var Árni ákaflega ánægður með jurtirnar. Þetta var því góð kynning fyrir okkur,“ seg- ir Árni sem segir þættina fróðlega og vel heppnaða og sérlega góða kynningu fyrir Borgarfjörðinn. Gróðrarstöðin á Þorgautsstöð- um er sambland af aukavinnu og áhugamáli hjá Árna og Þuríði en stöðin er við afleggjarann að bæn- um af Hvítársíðuvegi. Aðalstarf Árna er sauðfjárræktarráðunautur hjá nýrri Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins, en Þuríðar sem skóla- liði hjá Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Saman eru þau einnig með sauðfjárbúskap heima á Þorgautsstöðum. Árni segir við- Uppskera í jarðarberjaræktinni í garðyrkjustöðinni í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði er í fullum gangi þessa dagana. Þeg- ar blaðamaður Skessuhorns leit við þar á fimmtudaginn voru starfs- menn stöðvarinnar í óða önn að tína og pakka niður í öskjur fyrri uppskeru ársins. Að sögn Einars Pálssonar garðyrkjubónda í Sól- byrgi er þetta fyrsta stóra jarðar- berjauppskera stöðvarinnar síðan tekið var í notkun um 2.800 fer- metra gróðurhús á staðnum í vet- ur til ræktunarinnar. „Við byrjuð- um að rækta jarðarber í þessu húsi í febrúar en vorum áður með litla ræktun í 200 fermetra gróðurhúsi. Uppskeran lét að vísu aðeins standa á sér þó veður hafi verið gott fram- an af vori og er hún seinna en við áætluðum vegna þessa að lítið sól- skin var á tímabili. En eftir að sól- in tók að birtast á nýjan leik fyrir nokkrum dögum hefur uppskeran tekið við sér og höfum við nú hafið pökkun af fullum þunga. Við vönd- um okkur vel við pökkun, tínum svo að segja beint ofan í öskjurn- ar og reynum að handfjatla berin sem minnst,“ segir Einar sem rekur stöðina ásamt Kristjönu Jónsdóttur eiginkonu sinni. Alls eru á bilinu 7-8 starfsmenn í Sólbyrgi yfir há uppskerutímann enda krökkt af eldrauðum jarðar- berjum til að tína og pakka niður fyrir neytendur. Seinni uppskeran verður svo tínd í haust. Einar seg- ir jarðaberin frá Sólbyrgi hafa feng- ið góðar viðtökur meðal neytenda en þau eru seld í gegnum Sölu- félag garðyrkjumanna og má finna í helstu matvöruverslunum lands- ins. Einnig er hægt að kaupa berin á Sveitamarkaðnum Ljómalind í Borgarnesi og í snotrum sölubás við heimreiðina að Sólbyrgi þar sem vegfarendur afgreiða sig sjálf- ir. Í Ljómalind á fólk meira að segja kost á að kaupa heilar jarðaberja- plöntur með berjum frá stöðinni sem einnig hægt er að nota í eig- in ræktun. Á báðum sölustöðunum er einnig boðið upp á aðrar afurðir Sólbyrgis svo sem gulrætur, krydd- jurtir, gúrkur, paprikur og marglita kirsuberjatómata. hlh Jarðarber er hægt að nýta á fjöl- breyttan hátt í matargerð, ekki síst í margskonar gómsæta eftirrétti. Auðvelt að rækta jarðarberja plöntukeðju Sædís Guðlaugsdóttir við jarðarberjaplönturnar í Gleym-mér-ei. Hrafnhildur Einarsdóttir, dóttir Einars og Kristjönu, með nýtínd jarðarber. Jarðarberjauppskeran hafin í Sólbyrgi Einar Pálsson (t.h.) garðyrkjubóndi í Sólbyrgi ásamt Halldóri Torfasyni starfs- manni stöðvarinnar við pökkun. Fjölbreytt úrval trjáa og runna er meðal þess sem er til sölu á Þorgautsstöðum. Finna fyrir auknum áhuga á matjurtum skiptavini stöðvarinnar koma víða að. Hann og Þuríður selja mest af trjám og runnum fyrir garða, ekki síst sumarhúsagarða, en eigendur sumarhúsa eru meðal helstu við- skiptavina þeirra. „Þá kemur fólk til okkar úr Dölunum og frá Akra- nesi en heimamenn í uppsveitum eru einnig duglegir að koma. Sumir koma ár eftir ár og hafa verið í við- skiptum lengi,“ segir hann. „Tíma- bilið byrjar iðulega þegar liðið er á vorið og er reytingur af fólki á ferð- inni í maí. Loks þegar veðrið batn- ar og sumarleyfi hefjast í júní aukast heimsóknir til okkar. Mest er þó iðulega að gera um helgar á sumr- in,“ segir Árni að lokum. hlh Árni B. Bragason og Þuríður Ketils- dóttir í Gróðrarstöðinni á Þorgauts- stöðum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.