Skessuhorn - 26.06.2013, Qupperneq 17
17MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Samstarfshópur um forvarnir í
Bor
gar
byg
gð.
16 ára
dansleikir og áfengi
fara ekki saman!
Ljómalind - sveitamarkaður
Sólbakka 2, Borgarnesi
S: 437-1400
Opið mánudaga-fimmtudaga frá kl. 10-18,
föstudaga frá kl. 10-19 og um helgar frá kl. 11-16
„Ég þarf svo oft að vera öðruvísi en
aðrir. Þetta var nú bara svona hug-
mynd sem droppaði upp og það er
svo gaman að vekja viðbrögð sem
geta haft áhrif á umræðuna í bæn-
um,“ segir Elínborg Lárusdóttir,
eða Ellen í Litlu Búðinni eins og
hún er gjarnan kölluð. Litla Búðin
auglýsti á dögunum rýmingarsölu
þar sem boðið var upp á sölu á fatn-
aði í kílóavís. Þessi auglýsing vakti
talsverða athygli og umtal, kveikti
jafnvel spurningu hjá mörgum
hvort að Ellen væri að hætta með
verslunina. „Það voru svakalega
góð viðbrögð við auglýsingunni og
margir mjög ánægðir. Konur voru
að fá þarna allt upp í átta kjóla fyr-
ir fimm þúsund kallinn. Klæðaefni
er orðið svo létt í dag. Ég var með
þessu að rýma til fyrir nýrri vöru.
Mér finnst betra að láta viðskipta-
vinina fá vöruna á lágu verði frek-
ar en liggja með eldri vöru. Það
er þannig í fataversluninni að það
safnast alltaf eitthvað upp,“ seg-
ir Ellen.
Þróaðist út úr
heimasölu
Ellen segir að það hafi í raun verið
fyrir tilviljun sem hún fór út í kaup-
mennsku og Litla Búðin hafi orðið
til svona stig af stigi. „Þetta byrj-
aði 1997 með því að ég tók að mér
umboð fyrir snyrtivörur í heima-
sölu og var með kynningar heima.
Þá bjuggu ég og maðurinn minn,
Birgir Snæfeld Björnsson, á Esju-
braut 13. Svo gerðist það að Island
sem var með innflutning á snyrti-
vörunum fékk heimild til að selja
vörurnar í verslunum. Þá útbjó
maðurinn minn tólf fermetra versl-
unarholu í geymsluplássi hjá okk-
ur. Þótt þetta væri ósköp lítið versl-
unarpláss var þó hægt að koma fyr-
ir einum og einum brjóstahald-
ara, slæðum og þess konar hlut-
um sem þurftu lítið pláss. Þannig
varð til verslun sem viðskiptavin-
irnir kölluðu gjarnan Litlu Búðina,
án þess að ég væri búin að finna
nafn á fyrirtækið. Þetta var farið að
vinda upp á sig hjá mér. Við ákváð-
um því að skipta um húsnæði og
keyptum á Vesturgötu 147 þar sem
var tvöfaldur bílskúr. Birgir inn-
réttaði annan bílskúrshlutann fyr-
ir verslunarrými og þar með tvö-
faldaðist verslunarplássið hjá mér.
Það var rúmt á mér í bílskúrnum
með búðina og á þessum tíma fór
ég í nagla- og förðunarskóla. Auk
snyrtivaranna var ég að selja und-
irfatnað. Ég eignaðist stóran hóp
viðskiptavina og margir þeirra orð-
uðu það við mig hvort ég ætlaði
ekki að flytja mig með búðina inn
í bæinn,“ segir Ellen.
Spurði fyrst Guð
Ellen segist hafa verið tvístígandi
að auka við sig og færa verslunina
inn í bæinn. „Þetta gekk ágætlega
á Vesturgötunni og mér fannst í
sjálfu sér engin ástæða til breyt-
inga. Svo fréttist það sumarið 2005
að Anna Björnsdóttir, sem var með
fataverslun hérna á Kirkjubraut 2,
væri að hætta með búðina vegna
veikinda. Maðurinn minn kom í
verslunina til Önnu á þessu tíma-
bili og þá kom þetta til tals hvort
ég gæti hugsað mér að flytja mig
með búðina þangað. Við hjónin
erum bæði trúuð og ég átti sam-
tal við Guð áður en ég fór að velta
þessu verulega fyrir mér. Svo hafði
Anna samband og eftir það þróað-
ist þetta hratt. Í fyrstu stóð reynd-
ar til að ég yrði bara með helm-
inginn af plássinu en ég var spennt
fyrir hinu rýminu líka, sem snýr út
að torginu. Eftir að ég kom hing-
að fór ég að versla með allan fatnað
á konur og þetta hefur bara gengið
ljómandi vel,“ segir Ellen.
Vill minnka við sig
Aðspurð segir Ellen að fyrstu árin
sín með Litlu Búðina á Kirkjubraut
2 hafi hún farið í innkaupaferð-
ir erlendis. „Núna seinni árin hef
ég bara pantað frá mínum birgj-
um. Það er svo þægilegt að skoða
vöruna á netinu, maður þarf ekki
lengur að fara út til þess,“ seg-
ir Ellen. En auglýsingin á dögun-
um um fatnaðinn í kílóavís kveikti
þá spurningu hjá mörgum hvort
hún væri að hætta með verslunina
og reyndar er Ellen búin að aug-
lýsa hana til sölu. „Já, það kemur
nú ekki til að góðu. Ég er slæm af
gigt og þetta er orðin alltof mikil
vinna fyrir mig. Þess vegna stefni
ég að því að selja húsnæðið og
minnka við mig. Þegar það selst
ætla ég að skoða nýjar forsendur.
Litla Búðin er ekki að hætta og ég
ætla að vera áfram með förðunina
og handsnyrtinguna í nöglunum.
Þjóna áfram þeim stóra viðskipta-
hópi sem ég á þar,“ sagði Ellen í
Litlu Búðinni að endingu. þá
Þetta hefur bara gengið ljómandi vel
Spjallað við Ellen í Litlu Búðinni á Akranesi
Elínborg Lárusdóttir, Ellen í Litlu Búðinni, til vinstri ásamt Valgerði Sólveigu Sigurðardóttur, sem hún segir bestu starfsstúlku
sem hægt er að hugsa sér.
Litla Búðin á Kirkjubraut 2 á Akranesi.