Skessuhorn - 26.06.2013, Page 19
19MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Kaffihúsið Fjöruhúsið hefur löngum
verið þekkt fyrir einstaka staðsetn-
ingu í fjörunni á Hellnum umvafið
mikilli náttúrufegurð og fyrir fram-
úrskarandi fiskisúpu. Bæði íslenskir
og erlendir ferðamenn hafa löngum
farið í gönguferðir á milli Arnar-
stapa og Hellnar og margir koma
við og fá sér veitingar á Fjöruhús-
inu að göngu lokinni. Sigríður Ein-
arsdóttir rekur Fjöruhúsið og hef-
ur gert það í 16 ár. Í Fjöruhúsinu
er boðið upp á létta rétti og kök-
ur. „Við höfum ekki breytt mikið til
hjá okkur í gegnum tíðina,“ segir
Sigríður. Opnunartími Fjöruhúss-
ins hefur ekki breyst en sumarið sí-
fellt lengst í annan endann. „Ég hef
alltaf haft opið um páska, öll árin.
Ég var með opið fram í nóvember í
fyrra og núna í ár er ég með bókaða
hópa fram í miðjan október, sem
er lengur en áður var,“ segir Sig-
ríður. Nú starfa, auk Sigríðar, þrír
á Fjöruhúsinu og mun starfsfólki
fjölga frekar í sumar. Sigríður seg-
ist ekki finna fyrir mikilli fjölgun
ferðamanna á svæðið. „Mér finnst
hafa verið svipað af fólki og síðasta
sumar. Það voru færri ferðamenn
núna í maí en áður, en þá var mjög
leiðinlegt veður og fjöldinn er svo-
lítið háður því,“ segir Sigríður.
Sigríður segir komið á mörgum
rútum í dagsferðum í Fjöruhúsið. Í
sólskininu var sólpallurinn þéttset-
inn fólki og fjöldamörg tungumál
heyrðust þar. „Það hafa aldrei verið
fleiri Íslendingar en í dag held ég.
Hlutfallið hefur þó verið að breyt-
ast undanfarin ár og nú eru fleiri
erlendir ferðamenn sem koma til
okkar,“ segir Sigríður. Fjöruhús-
ið er ekki stórt og minnir að miklu
leyti á félagsheimilið í myndinni
„Með allt á hreinu“, að því leyti
að það er mun stærra að innan en
það lýtur út fyrir að vera utan frá.
„Í upphafi þegar við vorum að fá
rekstrarleyfi virtist mönnum ekk-
ert lítast vel á það. Svo komu þeir
hingað eftir að hafa einungis skoð-
að einhverjar fermetratölur á blaði.
Eftir að þeir komu inn voru þeir
steinhissa og sögðu „Nú þetta er
svona stórt“,“ segir Sigríður.
Reglulega eru haldnar málverka-
sýningar í Fjöruhúsinu og nú stend-
ur yfir sýning Gunnars I. Guðjóns-
sonar og eru margar myndir eftir
hann á veggjum Fjöruhússins.
sko
Snjófell á Arnarstapa er hluti af
Hringhótel keðjunni og býður upp
á margvíslega þjónustu fyrir ferða-
menn. Fyrirtækið rekur tjaldsvæði,
kaffi- og veitingahús, gistihús með
bæði svefnpokaplássi og uppáb-
únum rúmum og einnig er ferða-
mönnum boðið í ferðir upp á jök-
ulinn á snjósleðum og snjótroðara
jafnt sem í gönguferðir um nær-
liggjandi svæði. Hjá fyrirtækinu
starfa um 20 manns. Blaðamað-
ur Skessuhorns ræddi stuttlega við
Odd Haraldsson um fyrirtækið og
ganginn í sumar. Aðspurður hvern-
ig sumarið hafi farið af stað segir
Oddur: „Þetta er búið að vera fínt
í sumar og er starfsemin tiltölulega
nýlega farið á fullt. Mikið af rútum
stoppa hjá Snjófelli í dagsferðum úr
Reykjavík. Fjöldi fólks er háð veðri.
Þegar það er sól spretta ferðamenn
upp hérna úti um allt,“ segir Odd-
ur.
Veitingastaðurinn opnar klukk-
an tíu á morgnana og veitingar eru
seldar langt fram á kvöld. Mik-
ið hefur verið að gera á gistiheim-
ilinu. „Við opnuðum 1. maí og lok-
um um miðjan september. Gisti-
heimilið er mjög vel nýtt og er að
mestu fullbókað í allt sumar,“ seg-
ir Oddur. Jöklaferðir Snjófells eru
einnig vel nýttar. „Að mestu eru
þetta erlendir ferðamenn sem fara í
jöklaferðirnar en Íslendingar koma
líka í troðaraferðirnar og þá sér-
staklega í miðnæturferðirnar,“ seg-
ir Oddur. Alltaf er eitthvað um að
vera á Arnarstapa og á Hellnum og
um næstu helgi er Jökulhálshlaup-
ið en lagt verður af stað frá Snjó-
felli og hlaupið yfir til Ólafsvíkur.
Um síðustu helgi voru svo haldn-
ir Jónsmessutónleikar í fjórða sinn
fyrir utan Snjófell og að þessu sinni
spilaði Magni fyrir gesti og gang-
andi. sko
Gestastofa Þjóðgarðsins Snæfells-
jökuls var opnuð helgina 18.-19.
maí sl. og verður opin fram til 10.
september. Opnunartími Gesta-
stofunnar er frá klukkan 10 til 17
alla daga en þar er að finna nátt-
úru- og minjasýningu sem gestir
geta skoðað og skynjað í nálægð við
náttúruna í Þjóðgarðinum. Einnig
er hægt að kynna sér verbúðalíf á
Snæfellsnesi á árum áður á sérstök-
um upplýsingaskiltum sem þar er að
finna. „Það hefur nokkuð stöðugur
straumur fólks verið í Gestastofuna
og eru gestir farnir að nálgast 100
á dag,“ segir Sigurður Jóhannsson
landvörður sem stóð vaktina þeg-
ar blaðamaður heimsótti stofuna í
síðustu viku. Fjórir landverðir eru
að störfum í Þjóðgarðinum í sumar
en auk þess starfa tveir til viðbótar í
skemmri tíma. Sigurður segir mikið
af ferðamönnum fara á Djúpalóns-
sand. „Það er geysilega mikið sótt
á Djúpalónssand, enda staðurinn
fallegur og vel þekktur og þar fyr-
ir utan eru þar salerni sem því mið-
ur vantar víða. Vegurinn þangað er
þó ekki nógu góður enda var hann
gerður upphaflega fyrir björgun-
arsveitir til að þjónusta Dritvikur-
skýlið. En vegurinn er skemmti-
legur og fellur vel að landinu. Um
hann er gríðarmikil umferð og er
hann t.a.m. ein fjölfarnasta rútu-
leiðin hér á svæðinu.“
Ferðamenn sækja Gestastofuna
grimmt til að kynna sér gönguleiðir
um þjóðgarðinn. „Það sem er vin-
sælast hjá okkur í dag eru göngu-
leiðabæklingarnir okkar. Lengst af
hefur þeim verið dreift ókeypis en
nú er verið að selja þá á 300 krón-
ur. Ég bendi fólki á að algengasta
leiðin er Arnarstapi og Hellnar og
númer tvö sé Djúpalónssandur til
Dritvíkur. Það er geysilega gaman
að benda ferðamönnum á kortið því
myndlæsi er svo mikið,“ segir Sig-
urður. Farið er í margar skipulagð-
ar gönguferðir yfir sumarið í þjóð-
garðinum sem hægt er að kynna
sér á vef hans, www.snaefellsjok-
ull.is, auk þess sem hún liggur víða
frammi í upplýsingamiðstöðvum
Vesturlands og öðrum áningar-
stöðum.
Mikið dýralíf er í þjóðgarðinum
og er nokkuð um ref og þekkt greni
eru innan Þjóðgarðsins. Þjóðgarð-
urinn hefur í gegnum árin boðið
upp á ferðir að grenjum til að freista
þess að sýna fólki refi. „Dýralífið í
Þjóðgarðinum er mjög fjörugt. Oft
er hægt að sjá refi frá veginum og
fyrir stuttu sáu margir göngumenn
ref gæða sér á eggi á milli Arn-
arstapa og Hellna þar sem hann
kippti sér ekkert upp við að fólkið
var að skoða hann,“ segir Sigurður.
Fuglabjörg eru vel sýnileg og því
auðvelt að skoða sjófuglana. Einn-
ig hafa hvalir látið kræla á sér sunn-
an við Snæfellsnesið og hafa ver-
ið auðsýnilegir frá Hellnum um þó
nokkurt skeið.
sko
Hótel Hellnar var opnað fyrir um-
ferð í lok apríl eftir vetrarhlé. Blaða-
maður Skessuhorns ræddi stuttlega
við Gísla Blöndal hótelstjóri Hring-
hótels, um hótelið á Hellnum og
rekstur þess. Hótel Hellnar er hluti
af Ferðaþjónustu bænda og þar eru
35 herbergi. Mikil uppbygging hef-
ur þar átt sér stað á undanförnum
árum. „Herbergin voru 20 áður en
byggð var önnur álma við hótel-
ið. Þetta eru „alvöru“ herbergi og
á sama tíma voru gömlu herberg-
in lagfærð,“ segir Gísli. Hjá Hótel
Hellnum starfa 12 manns og fleiri
þegar álag er mikið.
Gísli segir veður hafi hamlað
ferðaþjónustu á Snæfellsnesi í vor
en það sé nú allt að færast til betri
vegar. „Sumarið hefur farið mjög
vel af stað hérna á Hellnum en okk-
ur finnst eins og umferðin á Nesinu
hafi ekki verið rosalega mikil fram-
an af sumrinu, en hún er að fara af
stað núna. Þetta kemur allt með
betra veðri. Hér á Hellnum hefur
þó verið mjög góð umferð í lang-
an tíma og það var orðið mikið að
gera hjá okkur snemma í maí,“ seg-
ir Gísli. Aðspurður hvernig útlitið
sé á bókunum í sumar svarar hann:
„Alveg prýðilegt útlit. Allsstaðar
þar sem ég þekki til á Snæfellsnesi
er útlitið mjög gott. Þó sérstaklega
hér á Hellnum, það er allt komið í
fljúgandi gang hér.“ sko
Hótel Hellnar var opnað í lok apríl og strax í maí var mikið komið af bókunum fyrir
sumarið.
Mikil traffík á
Hótel Hellnum
Gísli Blöndal starfar hjá Hringhotels.
Fullbókað hjá Snjófelli
næstum allt sumarið
Veitingastaður Snjófells er til húsa í þessum gamaldags burstabæ á Arnarstapa.
Gönguleiðir vinsælar og fjölskrúð-
ugt dýralíf í Þjóðgarðinum
Sigurður Jóhannsson landvörður hjá Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Rekstur Fjöruhússins á
Hellnum gengur vel
Náttúrufegurðin í kringum Fjöruhúsið er mikil.
Sigríður Einarsdóttir hefur rekið Fjöruhúsið í 16 ár.