Skessuhorn - 26.06.2013, Qupperneq 25
25MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Veiðivörur fyrir
fjölskylduna
Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutímiþriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00
Veiðivörur í miklu úrvali
Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298
www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is
Veiði hófst í Laxá í Leirársveit
fimmtudaginn 20. júní. Það var
Hallfreður Vilhjálmsson á Kambs-
hóli sem landaði fyrsta laxi sum-
arsins, átta punda hrygnu. Að sögn
Hauks Geirs Garðarssonar leigu-
taka hafa sést laxar í Laxfossi frá því
5. júní þannig að laxinn var mættur
tímanlega þetta sumarið. Veitt er á
fjórar stangir fyrstu dagana. „Veðr-
ið var ekki það besta fyrir veiðina;
glampandi sól og hiti, en vatn er
mjög gott í ánni eftir vætutíð síð-
ustu vikur. Þrátt fyrir það var sett í
átta laxa og var sex af þeim landað.
Fjórir voru vænir tveggja ára laxar
og tveir fallegir eins árs fiskar. Þá
sáust nýgengnir laxar renna sér upp
í ána á síðdegisflóðinu á fimmtu-
daginn. Þessi byrjun lofar góðu
og veiðimenn eru bjartsýnir á gott
veiðisumar,“ segir Haukur Geir.
Laxá í Kjós byrjaði vel
„Þetta var frábær opnun hérna,
komnir sjö laxar og mest flottir
fiskar. Fiskurinn kemur vel hald-
inn úr sjó,“ sagði Jón Þór Júlíusson
við Laxá í Kjós á fyrsta degi veiði
þar, en áin var opnuð sl. fimmtu-
dagsmorgun. „Við fórum upp á fjall
og fengum tvo laxa,“ sagði Júlíus
Jónsson þegar við hittum hann við
Pokafoss, en það svæði er heldur
lakara svona snemma sumars.
Frábær byrjun í Langá
Fyrsti dagur veiða í Langá á Mýr-
um lofar góðu, en morgunvaktin á
föstudaginn fékk en 20 laxa þrátt
fyrir glampandi sól og blíðu, sem
ekki er endilega óskaveður veiði-
mannsins. Opnunarhollið í ánni
náði hvorki meira né minna en 80
löxum á fimm vöktum, en í opnun-
inni er bæði veitt á maðk og flugu.
Mikið af laxi var um helgina á
Breiðunni og í Strengjunum og þar
komu fyrstu laxarnir á land rétt eft-
ir að veiði hófst klukkan 7 á föstu-
dagsmorgninum. Á Breiðunni var
lax að bylta sér um allt en tók þó
frekar grannt. Lax var kominn upp
um alla á og meðal annars ofarlega á
miðsvæðinu fékkst lax fyrsta morg-
uninn úr Hreimsáskvörn og Renn-
unum. Þá kraumaði Bárðarbunga af
lífi og laxar sáust víða annars stað-
ar í ánni. Langá er í frábæru vatni
og forðinn í Langavatni það góður
að útlit er fyrir að áin nái að vera
í kjörvatni í allt sumar. Miðað við
þessa opnun stefnir Langá í mjög
gott sumar.
Frú Þórdís missti
stórfisk
Bjarni Júlíusson formaður Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur var við
veiðar í Hítará um helgina ásamt
fjölskyldu sinni. „Það eru komn-
ir níu laxar á land eftir þrjár vakt-
ir og sjö sluppu af að auki. Góð-
ur reytingur af fiski er að ganga í
strauminn,“ sagði Bjarni þegar við
hittum hann við veiðihúsið Lund.
Eiginkona Bjarna, Þórdís Bridde,
var að koma flugunni. ,,Ég spái
fantagóðri veiði í vikunni í Hít-
ará,“ sagði Bjarni og var að velja
af kostgæfni flugurnar sem hann
ætlaði að egna fyrir Hítarárlaxana.
Því má svo bæta við að frú Þórdís
missti sannkallaðan stórlax, ekki
undir 16 pundum, rétt eftir að við
fórum af svæðinu. Svona er veið-
in.
Þetta var fínn smálax
Veiði er nú hafin í Grímsá í Borg-
arfirði. Tíðindamaður Skessu-
horns hitti hressa veiðimenn við
ána á sunnudaginn. Létu þeir vel
af sér þrátt fyrir að aðstæður gætu
verið betri, en fyrri hluta sunnu-
dags var sól og mjög bjart. „Við
fengum tvo laxa í gær feðgarnir,
ég og Örvar,“ sagði Ólafur Rögn-
valdsson frá Hellissandi sem var
við veiðar skammt frá Fossatúni,
á einum af fallegri stöðunum við
Grímsá. „Aðstæður eru ekki góð-
ar hérna við ána í svona mikilli
sól, en þetta kemur allt og ég held
að sumarið verði gott,“ sagði Óli
Rögg. Nokkru ofar, eða í Strengj-
unum, var Júlíus Jónsson að setja í
lax. Fiskurinn var sprækur. „Hann
tók græna flugu, veit ekki hvað
hún heitir,“ sagði Júlíus og landaði
laxinum. „Þessi fiskur fær fram-
haldslíf eins og hinir,“ bætti hann
við. Áður en hann sleppti laxin-
um mældist hann 62 sentimetrar,
leit vel út og var grálúsugur. Fyrsti
dagurinn í veiði í Grímsá var á
laugardaginn og fengust 12 lax-
ar þá og áfram veiddist þokkalega
framan af sunnudeginum. Síðar
um daginn breyttist veiðin og þá
var eins og hendi væri veifað; stór-
aukið líf komst í veiðina og á há-
degi á mánudaginn höfðu 24 lax-
ar verið færðir til bókar á tveimur
fyrstu dögunum.
mm/gb
Góðar fréttir víða úr laxveiðiánum
Hallfreður Vilhjálmsson á Kambshóli með fyrsta lax sumarsins, átta punda hrygnu
úr Laxá í Leirársveit. Ljósm. hgg.
Þórdís Bridde kastar flugunni fyrir laxa í Hítará. Ljósm. gb.
Glímt við lax í Laxá í Kjós sl. fimmtudagsmorgun. Ljósm. gb.
Veiði hófst á Arnarvatnsheiði 15. júní. Ágætlega hefur veiðst í
vötnunum, eins og glögglega má sjá á þessari mynd. Hún er af
opnunarhollinu sem dvaldi í stóra veiðihúsinu við Úlfsvatn, en
um fimmtán manna hópur fékk 235 fiska, mest í Úlfsvatni og
Hávaðavatni. Ljósm. Grétar Þorgeirsson.
Ólafur Rögnvaldsson á Hellissandi við veiðar í Grímsá á sunnudaginn.
Ljósm. gb.
Júlíus Jónsson með laxinn sem hann
veiddi í Strengjunum í Grímsá en
sleppti aftur. Ljósm. gb.