Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2013, Side 26

Skessuhorn - 26.06.2013, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013 Ó hve reytingsengið þitt átti margan fúlan pytt Vísnahorn Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að engin lífvera hefur haft eins mikil áhrif á nærumhverfi sitt og bú- svæði hér á jörð og mann- skepnan. Sumt til góðs fyrir allavega tegund- ina sjálfa eða hluta hennar, að minnsta kosti um hríð en annað er bæði okkar tegund og öðrum til mestu óþurftar. Trúlega fer engin tegund eins illa með fæðu sína og mannkynið eða sérstaklega sú undirgrein þess sem nefnist Vesturlandabú- ar. Þó er það ekki fyrr en um miðja síðustu öld að það fór að þykja sjálfsagt að allir hefðu nóg að borða. Stundum ber það við að dýr eins og mink- urinn og stöku sinnum tófan færa sig niður á plan mannsins og fara að drepa sér til skemmtunar en slíkt er yfirleitt litið frekar óhýru auga. Margir halda því fram að tófan og varpfuglarnir finni sitt jafnvægi með tímanum og það er í sjálfu sér vafa- laust rétt. Spurningin er bara hvar það jafnvægi lendir ef málin eru látin stjórnlaus. Svolítið hætt við að geti hallað á mófuglinn. Fyrir margt löngu var ort um tófuna sem sumum þykir raunar falleg þó mér finnist það ekki: Það tjáir ekki að tala um það þó tófan bíti. Hún verður að hafa eitthvert æti á meðan hún dregst á fæti. Sá matur sem fyrir ekki svo mörgum árum var einfaldlega venjulegur hversdagsmatur á flestum heimilum er nú tæpast nefndur á nafn án þess menn hrylli sig og oji. Í skásta falli nefndur þorramatur og fjölmiðlamenn spyrja reglulega í forundran hvort einhver borði þetta virkilega. Ekki einu sinni hægt að fá signa grásleppu lengur. Ekki eru þó allir full- komlega sáttir við þessa þróun samanber Jó- hann Hannesson: Þegar ekkert fæst salt, kæst né sigið og sést ei við húsveggi migið. Þegar öll fæða er dóssett og allsstaðar klósett þá er örlaga víxlsporið stigið. Reglulega byrja umræður um hvalveið- ar okkar og eins og vanalega sýnist sitt hverj- um. Reyndar hef ég aldrei séð að það sé sér- staklega frábrugðið að drepa og éta hval eða hverja aðra lifandi skepnu. Ekki verður tutt- ugu tonna hvalur til úr engu og allt sem við leggjum okkur til munns hefur með einhverj- um hætti verið lifandi þó sumum þyki það meiri glæpur að drepa hval heldur en mús- lima. Í stjórnarrímu 1987 yrkir Jóhannes Benjamínsson um Halldór Ásgrímsson: Margur kítir kapteinninn kvóti lítill er um sinn Halldór grýtir harðsnúinn hvalaskít í grænfriðinn. Ættarmót og aðrir átthagahittingar eru mjög í tísku um þessar mundir og Böðvar Guðlaugsson byrjaði sinn Átthagafélagssöng á þessa leið: Blessað þokubælið mitt byggðin yst á norðurhjara! Ó hve reytingsengið þitt átti margan fúlan pytt. Sólarljósið silfurlitt signi þig um eilífð bara. Blessað þokubælið mitt byggðin yst á norðurhjara. Hýrust byggð sem herrann gaf hér á jörðu fólki sínu. (Kollótt fjöll í fisklaust haf fara mættu í bólakaf.) Bragðið finn ég ennþá af útmánaðatrosi þínu. Hýrust byggð sem herrann gaf hér á jörðu fólki sínu. Í Bragskælingarímu segir Lúðvík Kemp svo frá lífsbasli og heimilisháttum Árna skálds Sveinssonar þegar hann flutti til Siglufjarðar: Djöfuls svik og síldarleysi settu strik í reikninginn. Safnaðist ryk á sálarhreysi, seint burt viku óhöppin. Glúpnaði sprund er gerðust undur en greiddust sundur málin flækt. Tryggðum bundinn törgulundur tók að stunda hænsnarækt. Keypti hana og hænur margar, hokri vanur stálaþór. Ýfðu granir ótal vargar, Andskotanum blöskra fór. Hneykslaðist á hana siðum hjörva kvistur þá um sinn. Á holdsins lystisemdasviðum sá í fyrstu vanmáttinn. Það virðist nokkuð lífsseig þessi viðleitni hjá mannkyninu að hafa einhverja tilburði að seðja hungur sitt þó Jesú Kristur sem við eig- um nú víst að taka okkur til fyrirmyndar hafi fastað í fjörutíu daga í eyðimörkinni að því er Biblían segir og Tryggvi Magnússon nefnir í sinni rímu: Jesú Kristur auðn út á öngvar vistir hafði hjá, mikið þyrsti manninn þá matarlyst nam einnig fá. Sverðahróki svinnum þar sultur jók á freistingar, gaula tóku garnirnar, getur bók um hörmungar. Másuðu lungun eymdaróm, urgaði tunga skrældan góm, undir sungu iðrin tóm ógnar hungurlegum róm. Kölski girnist Kristi að ná, kjafti firnaljótum brá, fölskum glyrnum gaurinn sá gaut einbirni drottins á. Best er að reyna brögð ótrauð, böls óhreinast sagði skauð, þessum steinum breyttu í brauð, bannaðu mein og léttu nauð. Guðs ef réttur arfi ert, allvel þetta færðu gert, það mun frétta þykja vert, þrjótur prettvís mælti bert. Drottins sauður svar nam tjá svörtum kauða vítis þá: Lifa brauði einu á enginn hauðurbúi má. Því á storðu má hver mann, meiður korða segja vann, mat sem borðar mjög góðan, með Guðs orðum blanda hann. Kannske það væri nú rétt að breyta aðeins um tón augnablik og í tilefni af sólstöðunum birta þessa ágætu vísu eftir Bjarna frá Gröf: Farðu sól úr sæ að rísa sendu jarðarbörnum yl, þegar geislar þínir lýsa, þá er gott að vera til. Ekki varð þetta nú langvarandi hugarfars- breyting hjá mér og líklega við hæfi að snúa sér aftur að syndinni enda er hún mér löngum hugstæð sem og fleirum: Hví að binda hug við kross hel og lyndisundir fyrst að syndin færir oss flestar yndisstundir? Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Lestur minn á grein um fyrirhug- aðar framkvæmdir í Skallagríms- garði (Skalló) í seinasta Skessu- horni er kveikjan að þessum skrif- um mínum. Nú á að fá aðkomu- mann, landslagsarkitekt, til að að endurhanna Skalló. Það hringdu ótal viðvörunarbjöllur þegar ég las greinina. Er nú enn eitt umhverf- isslysið í uppsiglingu? „Lagt er til að grisjaður verði allt að helming- ur trjáa í garðinum.“ Þarna ætlar þessi aðkomumaður sér að eyði- leggja mestu perlu okkar Borgnes- inga og fá vel greitt fyrir frá sveit- arfélaginu. Mistök sem þessi verða ekki aft- ur tekin, það hefur tekið trén vel yfir hálfa öld að vaxa og það mun taka annan eins tíma að bæta skað- ann. Ég athugaði hverjir væru í um- hverfis- og skipulagsnefnd Borg- arbyggðar en frá þeim er tillag- an komin. Þarna eru fjórir herra- menn, allir utanbæjarmenn utan einn sem býr í Borgarnesi. Ég spyr, hverjar eru hvatirnar að baki þess- ari ákvörðun? Hönnun Skalló er frábær eins og hún er, engin ástæða til að láta grufla í henni. Vissulega má segja að alltaf sé nauðsynlegt að grisja eitt og eitt tré í garði sem þessum, það er verk- efni handa reyndum garðyrkju- manni, en þessar tillögur fela í sér eyðileggingu garðsins. Ég hef tal- að við hundruð ferðamanna sem í Borgarnes koma og er það áberandi hvað margir tala um fegurð garðs- ins okkar. Við Borgnesingar höldum þrjár fastar hátíðir á hverju ári í Skalló: Sautjánda júní, Brákarhátíð og Sauðamessu. Það er hinum háa trjágróðri að þakka að alltaf er logn í Skalló og þannig viljum við hafa það. Svo virðist sem við íbúar bæjar- ins verðum stöðugt að vera á varð- bergi gagnvart umhverfishryðju- verkamönnum. Fyrir um það bil tuttugu árum ætlaði þáverandi bæj- arstjóri að stífla Brákarsund með landfyllingu og brjóta niður brúna, en þá rönkuðu bæjarbúar við sér og af stað fór þverpólitísk undirskrift- aherferð og slysinu var afstýrt. Það sama þarf að endurtaka sig núna. Skalló er flestum okkar Borgnes- inga helgur reitur, en það virð- ast þeir í Umhverfis- og skipulags- nefnd ekki skilja - ennþá. Skallagrímsgarður er samkomu- staður okkar Borgnesinga, okk- ar eign og stolt, þangað eru all- ir sem ganga vel um velkomnir, en þeir sem vilja eyðileggja hann óvel- komnir. Ég hvet þig ágæti Borgnesingur sem þetta lest, að mótmæla þess- um fyrirhuguðu framkvæmdum og senda tölvupóst til sveitarfélags- ins eða hafa samband við „þinn“ sveitarstjórnarmann og láta álit þitt í ljós. Einnig þætti mér gaman að heyra frá þér ef þú ert á sama máli og ég, stöndum saman og stöðvum þessa vitleysu. Með bestu kveðju, Þorleifur Geirsson, Borgarnesi gullhamrar@talnet.is Pennagrein Skallagrímsgarði til varnar Skemmtun í Skallagrímsgarði á unglingalandsmóti 2010. Ljósm. hb. Sólarhrings sólstöðugöngu um þjóðgarðinn Snæfellsjökul lauk á hádegi á sunnudaginn í Tröðinni á Hellissandi. Gangan hófst laug- ardaginn 22. júní í Dritvík þar sem Bárður Snæfellsás tók land og end- aði göngufólk för sína réttum sól- arhring síðar. Jón Jóel Einarsson var fararstjóri sólstöðugöngunnar sem kennd er við björgunarsveit- ina Lífsbjörg undir Jökli. Þetta er í annað skipti sem sólstöðugang- an er farin og var hún afbragðs- vel heppnuð líkt og í fyrra. Veðr- ið lék að þessu sinni við göngu- fólkið sem naut umhverfis, útsýn- is og menningar svæðisins. Heima- menn tróðu upp með ýmsan fróð- leik og skemmtun nánast alla leið- ina en m.a. var farið yfir sögu Bárð- ar Snæfellsáss, fólki var boðið í fót- anudd og fleira til gamans gert und- ir skipulagningu ferðaþjónustufyr- irtækisins Út & vestur sem Jón Jóel rekur ásamt eiginkonu sinni. Sam- starfsaðilar voru Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og björgunarsveitin Lífsbjörg. mm Göngunni lauk í Tröðinni á Hellissandi í hádeginu á sunnudaginn. Þar þakkaði Jón Jóel fólki samfylgdina og Bárði Snæfellsás fyrir afbragðsgott ferðaveður. Kjöraðstæður til sólarhrings sólstöðugöngu

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.