Skessuhorn - 26.06.2013, Page 31
31MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2013
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Við seljum bíla frá BL
nýja og notaða
HYUNDAI – RENAULT – OPEL
DACIA – SUBARU – NISSAN – BMW
LAND ROVER/RANGE ROVER
Fólksbílar – jeppar
pallbílar – sendibílar
Hvergi meira úrval
glæsilegra bifreiða
Sýningabílar á staðnum
Örugg viðskipti í 30 ár
Smiðjuvellir 17, Akranesi
Sími 431-2622
Þarft ekki að fara langt
www.bilas.is
bilas@bilas.is SKE
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Enn og aftur fóru leikmenn
ÍA og stuðningsmenn svekkt-
ir af velli eftir tap á heimavelli
í sumar. Það voru Keflvík-
ingar sem komu í heimsókn
í Pepsídeildinni á mánudags-
kvöldið. Suðurnesjamenn
báru sigur úr bítum í hörku-
leik 3:2. Bæði lið skörtuðu
nýjum þjálfurum í leiknum,
Kristján Guðmundsson hjá
Keflavík og Þorvaldur Ör-
lygsson hjá ÍA. Að loknum þessum
leik og áttundu umferð er Keflavík í 8.
sætinu með sjö stig en Skaginn er sem
fyrr með aðeins þrjú stig í 10. sæti.
Athyglisvert er að Skagamenn eru þó
ekki í fallsæti og hafa aldrei verið þetta
vorið. Fylkir er með tvö stig og Vík-
ingur Ólafsvík með eitt. Þessi staða
gæti breyst í næstu umferð, því þá
sækja Skagamenn Ólafsvíkinga heim
og verður sá leikur sýndur í beinni út-
sendingu á Stöð 2 Sport.
Þorvaldur gerði þær breytingar á
liði Skagamanna að Andri Geir Alex-
andersson kom í miðja vörnina með
Kára Ársælssyni og Jóhannes Karl var
færður fram á miðjuna ásamt Jóni Vil-
helm fyrir aftan fremsta sóknarmann-
inn Ármann Smára Björnsson. Skaga-
menn byrjuðu ágætlega í leiknum
og sóttu fyrstu mínúturnar. Það var
hins vegar eins og blaut tuska fram-
an í Akurnesinga þegar gestirnir skor-
uðu á 13. og 16. mínútu, fyrst Hörð-
ur Sveinsson og síðan Arnór Ingvi
Traustason. Rammur rangstöðufnyk-
ur var af fyrsta markinu en í báðum til-
föllum var vörn ÍA illa á verði. Skaga-
menn náðu að sýna karakter og rífa
sig upp eftir mörkin og voru í heild að
skapa mun meira í sókninni en jafn-
vel í öllum deildarleikjum sumarsins
fram til þessa. Þeim batamerkjum ber
að fagna. Eftir nokkrar góðar sóknir
tókst þeim að minnka muninn á 25.
mínútu, en í sömu sókninni hitti Ár-
mann Smári boltann illa í dauðafæri
en skoraði síðan með skoti úr teign-
um eftir skallasendingu frá Jóni Vil-
helm Ákasyni. ÍA var eftir þetta betra
liðið á vellinum en staðan breyttist
ekki til leikhlés, þá var hún 2:1 fyrir
Keflavík.
Skagamenn byrjuðu síðan seinni
hálfleikinn vel og á 51. mínútu kom
eitt fallegasta mark sumarsins. Jó-
hannes Karl Guðjónsson tók þá auka-
spyrnu af 25 metra færi og boltinn
söng upp í þaknetinu hægra meg-
in við markvörð Keflvíkinga. Áfram
voru svo Skagamenn betri og gerðu
harða atlögu að marki Keflvíkinga,
m.a. komst gamla brýnið Dean Mart-
in í algert dauðafæri, en varnarmanni
Keflvíkinga tókst að bjarga á síðustu
stundu. Þetta gerðist skömmu áður en
Keflvíkingar komu meira inn í leik-
inn og þeir voru betri aðilinn síðasta
korterið í leiknum. Aftur sofnaði vörn
Skagamanna á verðinum á 84. mínútu
þegar Magnús Þór Magnússon skor-
aði sigurmark Keflvíkinga með skalla
úr markteignum eftir hornspyrnu.
Skagamenn gerðu allt hvað þeir gátu
til að jafna en Keflvíkingar fóru sig-
urreifir af velli, eftir þennan 3:2 sigur.
Þorvaldur Örlygsson og hans menn í
stjórn Skagaliðsins þurfa nú að stappa
stálinu í mannskapinn og bæta það
sem aflaga fór í þessum leik áður en
haldið verður til Ólafsvíkur á sunnu-
daginn.
þá
Það var fjarri lagi að mark-
tækifærin kæmu á færibandi
þegar Skagamenn tóku á móti
Breiðabliki í Borgunarbikarn-
um sl. fimmtudagskvöld. Leik-
urinn fór fram í mikilli veður-
blíðu og áhorfendur sáu ann-
an brag á Skagaliðinu en ver-
ið hefur fyrr í sumar; baráttu,
kraft og meira spil en yfirleitt
hefur sést í sumar. Það dugði
þó ekki til að þessu sinni. Eftir
markalausan venjulegan leik-
tíma komu mörkin í framleng-
ingu og það voru Blikar sem
náðu að brjóta ísinn. Mörk
Kópavogsbúa voru orðin þrjú þeg-
ar framlengingin var á enda án þess
að heimamönnum tækist að svara
fyrir sig. Venjulegur leiktími ein-
kenndist af baráttu milli teiganna
og þokkalegri knattspyrnu án þess
að liðin væru að skapa sér færi.
Nýir stjórnendur Skagaliðs-
ins, Jón Þór Hauksson og Dean
Martin, væntanlega í samráði við
nýja þjálfarann Þorvald Örlygs-
son, tóku það til bragðs að færa Ár-
mann Smári Björnsson úr vörn-
inni í stöðu fremsta sóknarmanns
hjá ÍA. Leikur liðsins einkenndist
því talsvert af löngum háum send-
ingum fram á Ármann og í nokk-
ur skipti skapaði það hættu. Það var
þó ekki fyrr en á 80. mínútu leiksins
sem einhver veruleg hætta skapað-
ist upp við annað markið og þá voru
það Blikar sem áttu þunga sókn og
Skagamenn voru heppnir að sleppa
fyrir horn. Langt var liðið á fyrri
hluta framlengingar þegar loksins
kom mark í leikinn. Húsvík-
ingurinn í liði Blika, Árni Elf-
ar Aðalsteinsson, fékk þá góða
sendingu inn í teiginn, snéri af
sér varnarmann ÍA og klíndi
boltanum upp í hornið óverj-
andi fyrir Árna Snæ Ólafsson
sem átti annars góðan leik í
Skagamarkinu. Skömmu síðar
munaði minnstu að Ármanni
Smára tækist að jafna fyr-
ir ÍA þegar hann átti þrumu-
skot frá vítateigslínu í þver-
slána. Skagamenn freistuðu
þess að sækja og jafna metin en
var svo hegnt á síðustu mínút-
um framlengingarinnar með tveim-
ur mörkum, frá Ellerti Hreinssyni
og Tómasi Óla Garðarssyni. Sá
síðarnefndi gerði varnarmönnum
ÍA lífið leitt með hraða sínum og
leikni eftir að hann kom inn á seint
í leiknum. Það verður því Breiða-
blik sem heldur áfram í 8-liða úr-
slitin en Skagamenn munu einbeita
sér að Pepsídeildinni enda mikið
átak þar framundan.
þá
Skagakonur unnu stórsigur á
Víkingi þegar liðin áttust við í
Vesturlandsslagnum í A-riðli 1.
deildar á Ólafsvíkurvelli sl. föstu-
dagskvöld. Lokatölur urðu 6:0.
Maren Leósdóttir náði foryst-
unni fyrir Skagastúlkur strax á 13.
mínútu. Fyrirliðinn Helga Sjöfn
Jóhannsdóttir bætti við öðru
markinu á 29. mínútu og staðan í
hálfleik var 2:0. Fljótlega í síðari
hálfleik, eða á 51. mínútu, bætti
Eyrún Eiðsdóttir við þriðja mark-
inu. Í kjölfarið fylgdu mörk frá Ing-
unni Dögg Eiríksdóttur á 74. mín-
útu og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
sem skoraði annað mark sitt í leikn-
um og fimmta mark Skagastúlkna
úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Sjötta
og síðasta markið skoraði Heið-
rún Sara Guðmundsdóttir á 84.
mínútu leiksins.
Með sigrinum eru Skagastúlk-
ur í efsta sæti riðilsins með sext-
án stig eða jafnmörg og Fylkir
en með betri markatölu. Næsti
leikur ÍA verður á Akranesvelli
nk. föstudagskvöld þegar Fram
kemur í heimsókn, en á sama
tíma sækir Víkingur Fylki heim
í Árbæinn. Víkingur er í 7. sæti
af níu liðum í riðlinum með fimm
stig.
þá
G r u n d a r f j ö r ð -
ur mætti liði ÍH
á Kaplakrikavelli
föstudaginn 21.
júní síðastliðinn.
Liðin höfðu átt
misjöfnu gengi að
fagna en ÍH hafði
unnið þrjá leiki á
meðan Grundfirð-
ingar höfðu tapað síðustu fjórum
leikjum í þriðju deildinni. Það er
óhætt að segja að Grundfirðingar
hafi ekki mætt vel stemmdir til leiks
en eftir 12 mínútna leik var stað-
an orðin 2-0 fyrir heimamenn en
þeir skoruðu á 10. og á 12. mínútu.
Þannig var stað-
an í hálfleik. Í síð-
ari hálfleik héldu
heimamenn svo
uppteknum hætti
og skoruðu fjög-
ur mörk í viðbót
og kláruðu leikinn
6-0. Eiríkur Vilj-
ar H. Kúld skor-
aði fjögur mörk fyrir ÍH og virt-
ust gestirnir alveg ráðalausir gegn
sóknarkrafti Hafnfirðinga.
Næsti leikur Grundarfjarðar
verður á Grundarfjarðarvelli föstu-
daginn 28. júní kl. 20.
tfk/ Ljósm. dw.
„Ég þekki til margra leikmanna í
Skagaliðinu og hópurinn hefur ver-
ið í góðu jafnvægi þó svo að stigin
hafi ekki alveg verið að detta inn í
Pepsídeildinni. Mannskapurinn er í
góðu standi og allt eru þetta dreng-
ir sem vilja ná langt í fótbolta. Ég
hef trú á því að drengirnir leggi sig
alla fram í verkefnin sem framund-
an eru og ef það tekst þá fara stig-
in að tikka inn, ég hef enga trú á
öðru. Ég er virkilega ánægður með
að hafa fengið það tækifæri að taka
við Skagaliðinu,“ segir Þorvaldur
Örlygsson nýráðinn þjálfari Skaga-
manna í fótboltanum. Aðstoðar-
menn hans í þjálfarateyminu hjá
ÍA verða Dean Martin og Jón Þór
Hauksson.
Þorvaldur er sem kunnugt er
einn af reynslumestu þjálfurum
landsins og átti áður en hann snéri
sér að þjálfun farsælan feril í at-
vinnumennskunni, meðal annars
í því fornfræga félagi Notthing-
ham Forrest í Englandi þar sem
hann spilaði undir stjórn þess fræga
framkvæmdastjóra Brian Clough.
„Ég get ekki sagt annað en að þetta
leggist bara virkilega vel í mig.
Þetta bar auðvitað brátt að eftir að
Þórður Þórðarson ákvað að stíga til
hliðar, sem mér fannst reyndar leitt
að heyra, enda hafði Þórður unn-
ið gott starf bæði sem leikmaður og
þjálfari fyrir ÍA. Ég þekki auðvitað
Þórð sjálfur frá mínum tíma með
KA, en hann lék þar undir minni
stjórn og stóð sig þar virkilega vel í
markinu. En það skiptast á skin og
skúrir í þessu eins og öðru og hlut-
irnir geta verið fljótir að breytast í
boltanum,“ segir Þorvaldur í spjalli
við skrásetjara heimasíðu Knatt-
spyrnufélags ÍA.
Þorvaldur var í fríi fyrir norð-
an þegar Þórður Guðjónsson
framkvæmdastjóri félagsins hafði
samband og viðraði þá hugmynd
að Þorvaldur tæki við Skagalið-
inu. „Mér fannst það strax spenn-
andi kostur en í kjölfarið hitti ég
Þórð, Inga Fannar formann KFÍA
og Örn Gunnarsson stjórnarmann
þar sem við fórum betur yfir mál-
in. Eftir þann fund og stuttan um-
hugsunartíma var þetta aldrei
spurning í mínum huga. Skag-
inn er klúbbur sem býr yfir mik-
illi hefð og sögu og ég held að
flestir fótboltaþjálfarar á Íslandi
geti verið sammála um að það sé
virkilega spennandi tækifæri að
fá að taka við Skagaliðinu. Ég er
því bara virkilega ánægður með að
hafa fengið það tækifæri og hlakka
til tímanna sem framundan eru,
enda er allt vinnuumhverfi og að-
staða til mikillar fyrirmyndar hér í
fótboltabænum á Akranesi,“ sagði
Þorvaldur Örlygsson skömmu eft-
ir að hann skrifaði undir samning
við ÍA sl. miðvikudag.
þá
Nýja þjálfarateymið hjá ÍA: Þorvaldur
Örlygsson ásamt Dean Martin og Jóni
Þór Haukssyni. Ljósm. Ingunn.
Ánægður að fá tækifærið og
hlakkar til komandi tíma
-segir nýr þjálfari Skagamanna í fótboltanum
Skagamenn úr leik eftir framlengingu
Blikar skora sitt fyrsta mark af þremur undir lok fyrri
hluta framlengingar.
Skagakonur að hita upp fyrir leikinn. Ljósm. þa.
Stórsigur Skagakvenna á Víkingi
Enn eitt tapið
hjá Skagamönnum
Ármann Smári Björnsson, liggjandi við markteigs-
línuna, skorar fyrra mark ÍA í leiknum.
Stórt tap hjá Grundfirðingum