Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / LYFLÆKNINGA-KRABBAMEIN
Nýgengi: Meðalnýgengi fyrir tímabilið miðað við
íslenskt þýði var 1,83 tilfelli á hverja 100.000 íbúa á
ári. Meðalnýgengi hjá körlum var 2,61 á 100.000 og
hjá konum 1,04 á 100.000. Aldursstaðlað nýgengi
miðað við alþjóðlegt staðalþýði var 1,08 fyrir bæði
kynin en 2,10 hjá körlum og 0,67 hjá konum.
Kynjahlutfall (karlar: konur) var 3,1:1. Til að athuga
hvort breyting hefði orðið á nýgengi voru borin
saman tvö tímabil. Meðalnýgengi var 1,792 fyrir
tímabilið 1984-1988 og 2,148 fyrir árin 1994-1998.
Þessi aukning var ekki marktæk (P= 0,594).
Greining og útbreiðsla æxlis: Vefjagreining fékkst
með nálarsýni í 40 (56,3%) tilvikum, sýni teknu við
skurðaðgerð í 17 (23,9%) og með krufningu í 14
tilvikum (19,7%). Alls var 21 einstaklingur (29,6%)
krufinn. Algengustu einkennin voru kviðverkir
(50,7%), slappleiki (28,4%) og megrun (22,4%).
Alfafetóprótín var mælt hjá 39 sjúklingum og
reyndist hækkað hjá 25 (64,1%). Meðaltal
hækkaðra gilda var 10.466 pg/L (14-158.000).
Hjá 32 sjúklingum var einn æxlishnútur í lifrinni,
hjá tveimur voru þeir tveir en í 32 tilvikum voru
æxlishnútarnir fleiri en tveir. Upplýsingar vantaði
hjá fimm sjúklingum. Þar sem æxlið var eitt var
meðalstærð 9,1 cm (2,5-22 cm). Hjá 23 sjúklingum
óx æxlið í báðum lifrarblöðum. Meinvörp fundust
við greiningu hjá 12 einstaklingum. Algengustu
staðir meinvarpa voru lungu (sex), svæðiseitlar
(fjórir), nýrnahettur, kviðveggur og hryggur (þrír
hvert).
Áhœttuþœttir: Af einstökum áhættuþáttum (tafla
I) var misnotkun áfengis algengastur (15,5%). Hafa
þarf í huga að ekki er alltaf getið um áfengisneyslu í
sjúkraskrám. Hemochromatosis var næstalgengasti
áhættuþátturinn (11% sjúklinga). Flestir þeirra sem
höfðu annan hvom þessara áhættuþátta voru með
skorpulifur. Alls höfðu 23 (32%) sjúklingar skorpu-
lifur. Skorpulifur af óþekktri orsök höfðu fimm
einstaklingar (7%). Hjá 14 sjúklingum voru gerð
blóðpóf fyrir lifrarbólgu B. Þrír voru HBsAg
jákvæðir. í einungis níu tilfellum var leitað að
lifrarbólgu C mótefnum og var enginn jákvæður.
Hjá 39 (55%) fannst enginn áhættuþáttur.
Lifrarsjúkdómar samkvæmt vefjagreiningu: I 55
tilvikum var unnt að meta lifrarvef utan æxlis með
tilliti til sjúkdóma (tafla II). Hjá 13 sjúklingum var
lifrarvefur eðlilegur en hjá 27 (49%) sáust ákveðin
merki um lifrarsjúkdóm. Fullnægjandi upplýsingar
skorti hjá 16 og voru hlutfallslega fleiri konur í þeim
hópi. Ekkert þessara 16 hafði klíníska greiningu á
lifrarsjúkdómi.
Af þeim 27 sem greindust með lifrarsjúkdóm við
vefjarannsókn reyndust flestir með skorpulifur
(tafla III). I tveimur tilvikum greindist hemochro-
matosis án þess að skorpulifur væri jafnframt til
staðar.
Table I. Risk factors for hepatocellular carcinoma in lceland.
Risk factors Number (%)
Alcohol abuse 11 (15.5)
Hemochromatosis 8(11.0)
Hepatitis B 3 (4.0)
Primary biliary cirrhosis 1(1.5)
Autoimmune hepatitis 1(1.5)
Adenoma 1 (1.5)
Wilson's disease 1 (1.5)
Chronic hepatitis of unknown cause 1 (1.5)
Cirrhosis of unknown cause 5(7.0)
No known risk factors 39 (55.0)
Total 71 (100)
7
6
1
1
1
0
1
1
5
0
23
Table II. Histopathology of non-neoplastic liver.
Liver tissue Men Women Total
Normal 9 4 13
Nonspecific changes 10 5 15
Liver disease 24 3 27
Not sufficient data 8 8 16
Total 51 20 71
Table III. Liver diseases in patients with hepatocellular carcinoma.
Liver disease Number of cases Sex (male/female)
Cirrhosis 23 21/2
Hemochromatosis (without cirrhosis) 2 2/0
Adenoma 1 0/1
Chronic hepatitis B 1 1/0
Total 27 24/3
Table IV. Etiology of cirrhosis in patients with hepatocellular carcinoma.
Etiology Number (%)
Alchohol abuse 7 (30.4)
Hemochromatosis 6 (26.1)
Wilson's disease 1 (4.3)
Primary biliary cirrhosis 1(4.3)
Autoimmune hepatitis 1 (4.3)
Chronic hepatitis of unknown cause 1 (4.3)
Chronic hepatitis B 1 (4.3)
Unknown cause 5 (21.7)
Total 23 (100)
Áfengisneysla og hemochromatosis voru
algengustu orsakir skorpulifrar (30,4% og 26,1%)
en í fimm tilvikum (21,7%) var orsökin óþekkt
(tafla IV).
Meðferð og lifun: í flestum tilvikum, (51
sjúklingur) var engri sértækri meðferð beitt.
Aðgerð með brottnámi lifrarblaðs (lobectomy) var
gerð á sjö sjúklingum en þrír fengu lyf og/eða geisla.
Meðaltalslifun karla var 18 mánuðir, miðgildi 4,5
mánuðir. Meðaltalslifun kvenna var 16,5 mánuðir,
miðgildi 5,8. Fimm ára lifun karla var 13,6% og
kvenna 7,14% (mynd 2).
Læknablaðið 2001/87 529