Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 7
FRÁ RITSTJÓRN Sjúkdómsgreining fyrr og nú Tímalaus læknislist í stöðugri framþróun Sú var tíðin að eiginleg læknavísindi og læknislist voru tæpast til. Örlög sjúkra voru á valdi grískra guða þar sem Eskulapíus ríkti með snákastafinn í hendi og naut aðstoðar barna sinna Hýgeu og Panakeu. En grískir læknar með „föður læknisfræðinnar“, Hippó- krates, í broddi fylkingar breyttu viðhorfinu til sjúkdóma, þeir reyndu að skilja eðli þeirra og lögðu þar með grunninn að síðari tíma lækningahefð. í stað yfimáttúrulegra afla leituðu þeir skýringa á vanheilsu í manninum sjálfum. Ójafnvægi í líkamsvessunum, blóði, gulu galli (frá lifur), svörtu galli (frá milta) og slími var talið skýra flesta sjúkdóma. Með eigin skynfæri og hugsun að vopni skráðu grísku læknarnir sjúkrasögu og skoðun af mikilli kostgæfni. Skilningarvitin fimm, snerting, sjón, heym, lykt og bragð nýttust til sjúkdómsgreiningar. Yfirbragð sjúklings, útlit húðar eða hárs og mýkt kviðar þótti skipta máli. Ennfremur lyktin af þvagi, saur, svita og andadrætti. Þeir létu einskis ófreistað til að fá sem bestar upplýsingar um ástand hins sjúka, til dæmis „efnagreindu" þeir líkamsvessa með bragðlaukunum. Sætan í þvaginu benti til sykur- sýki (mellitus = sætur). Eldhugur þessara frum- kvöðla var aðdáunarverður. Á meðan svartnætti miðaldanna grúfði yfir Evrópu urðu litlar framfarir í læknisfræði og að sumu leyli var beinlínis um afturför að ræða. í háskólum sem voru stofnaðir einn af öðrum upp úr 11. öldinni, var áhersla lögð á lyflæknisfræðilega nálgun en handlækningum ýtt til hliðar. Bart- skerum voru eftirlátin þau verkefni að stinga á kaunum, gera að sárum og laga beinbrot. Pað er furðulegt til þess að hugsa að á fyrri hluta 18. aldar byggðist sjúkdómsgreining á því einu að skrá niður kvartanir sjúklings, meta almennt yfirbragð hans, athuga slagæðarpúls og skoða líkamsvessa. Líkamsskoðun var sjaldan gerð, því hún þótti bæði óviðurkvæmileg og gefa litlar viðbótarupplýsingar. Með tilkomu upplýsingarinnar urðu straum- hvörf í læknisfræðilegu mati á sjúklingum. Handlækningar urðu hluti af órofa heild læknis- fræðinnar og fræðimenn eins og Giovanni Morgagni (1682-1771) og René Laennec (1781- 1826) hófu líffæramiðaða sjúkdómsgreiningu til vegs og virðingar. Hagnýtar aðferðir til sjúkdómsgreiningar voru fundnar upp, til dæmis „percussion" 1761, hlustpípan 1816 og hitamæl- ingar 1868. Smám saman varð ljóst hversu lærdómsríkt væri fyrir kennslu og framþróun í læknisfræði að sjá hvernig það sem fyndist við krufningu látins sjúklings samsvaraði þeirri sjúkdómsgreiningu er hann hafði fengið í lifanda lífi. Hefðbundnum vinnudegi hjá Laennec á Charité sjúkrahúsinu í París er svo lýst: Að morgni dags var stofugangur þar sem Laennec dvaldi við sjúkrabeð hvers sjúklings og kenndi nemunum sögutöku og líkams- skoðun. Þá var farið í fyrirlestrasalinn og tilfellin rædd nánar. Dagurinn endaði svo í krufninga- salnum þar sem tækifæri gafst til að bera saman niðurstöðu krufningar og sjúkdómsgreiningu. Á 19. öldinni varð hröð framþróun í læknisfræði. Rudolf Wirchow innleiddi vefja- meinafræðilega smásjárskoðun (1855), Louis Pasteur uppgötvaði tilveru sýkla (1857), mein- efnafræði þróaðist hægt og bítandi og Wilhelm Röntgen uppgötvaði fyrir tilviljun notagildi röntgengeisla til sjúkdómsgreiningar (1895). Þar með höfðu að verulegu leyti verið lagðir þeir hornsteinar sem við enn í dag byggjum sjúk- dómsgreiningu á. Aukin þekking krafðist sér- hæfingar því einum og sama lækninum er ógerlegt að vera nægilega vel að sér á öllum sviðum. Á Massachusett's General Hospital óttuðust menn að með aukinni sérhæfingu myndi sú heildræna mynd, sem einn læknir hafði áður af vandamálum sjúklingsins, brotna. Því var komið á reglu- bundnum sjúkratilfellafundum sem allar götur síðan hafa notið mikilla vinsælda, eins og vikuleg umfjöllun í því virta blaði The New England Journal of Medicine ber vitni um. Á síðustu 20 árum hafa orðið geysimiklar framfarir í greiningu sjúkdóma ekki síst í mynd- greiningartækni. Þrátt fyrir allar þessar mikilvægu tækniframfarir er staðreyndin þó sú að vel tekin sjúkrasaga og nákvæm læknisskoðun halda gildi sínu ár og síð. Góðir kollegar! Sjúkratilfellafundirnir Við rúmstokkinn verða vonandi gagnlegir fræðslu- fundir öllum læknum og læknanemum. Um leið og þeir eru skírskotun til vestrænnar læknishefðar ættu þeir að vera okkur til áminningar og brýningar um að viðhalda iðkun hinnar klínísku læknislistar. Arnór Víkingsson Höfundur er sérfæöingur í lyflækningum með gigtsjúkdóma sem undirgrein. Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær geröir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og mvndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar niyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litinvnda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2001/87 507
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.