Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / PERSÓNUVERND OG FRIÐHELGI EINKALÍFS Hluli þátttakenda á málþinginu. atferlisraskanir eða félagsleg vandamál, til dæmis meinta ofvirkni í börnum eða drykkjusýki full- orðinna. Við gerð sjúkraskrárinnar tek ég sem sé trúnaðinn fram yfir vísindin. Þarna stendur hnífurinn í kúnni. Samband heimilislæknis og sjúklings Að vera heimilislæknir felur í sér í mörgum tilvikum að vera inni á gafli í einkalífi skjólstæðinga sinna. Samband heimilislæknis og einstaklinganna verður oftast því nánara, opnara og traustara þeim mun lengur sem læknirinn sinnir ákveðnum hópi skjól- stæðinga. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ástæður samskipta fólks við heimilislækna eru að meirihluta fólgnar í öðru en eiginlegum sjúkdómum sem hægt er að fella undir ákveðnar sjúkdómsgreiningar. Tals- verður hluti samskiptanna er í formi samræðna um lífið og tilveruna, skoðanir, hugsanir, atferli, gjörðir, tilfinningar og svo framvegis. Eðli málsins samkvæmt hlýtur að vera mjög einstaklingsbundið hvernig heimilislæknar skrá þessi samskipti, sem að umtalsverðum hluta eru huglægs eðlis. Sú staðreynd vekur óneitanlega upp efasemdir um vísindalegan áreiðanleika þeirra sjúkraskráa sem við heimilislæknar færum. Dag hvern á ég í heimilislæknisstarfi mínu trúnaðarsamtöl við einstaklinga sem hafa sjálfviljugir valið mig sem heimilislækni, væntanlega að einhverju leyti vegna þess að þeir treysta mér fyrir því sem þeir segja mér um persónuleg málefni sín. Þessi trúnaðarsamtöl færi ég samkvæmt læknalögum til bókar, á minn hátt, í sjúkraskrá viðkomandi skjól- stæðings, bæði í textaformi og með tölvutækum bókstöfum og tölum. Skráninguna hef ég framkvæmt á þeim forsendum að upplýsingarnar væru einkaeign mín og skjólstæðingsins og færu ekki annað nema skjólstæðingurinn óskaði eftir því. Trúnaðarsamtal læknis og skjólstæðings er í mínum huga heilagt. Heilagt að öðru leytinu gagnvart skjólstæðingnum og að hinu leytinu gagn- vart samvisku minni. Margar aðrar starfsstéttir eiga trúnaðarsamtöl af ýmsum toga við skjólstæðinga sína, til dæmis prestar við sóknarbörn og kennarar við nemendur. Ég er sannfærður um að presturinn og heimilislæknirinn glíma oft á tíðum við algerlega sambærilegan vanda og siðferðisleg álitamál í trúnaðarsamskiptum sínum við skjólstæðingana. Þar á ég við ýmis félagsleg vandamál og hegðunarmunstur sem samfélagið álítur afbrigðilegt. Tökum sem dæmi meint heimilisofbeldi, stelsýki eða hjúskaparbrot. Stóri munurinn er hins vegar sá að lækninum er gert með lögum að færa skrár yfir samskiptin en ekki prestinum. Vanræksla læknis við skráningu varðar sem sé við lög. Sjúkraskrá í þágu hverra Eins og ég nefndi áður þá hef ég litið á sjúkraskrána fyrst og fremst sem hjálpartæki við lækningu eigandans. Ég hef reynt að vanda smíði sjúkra- skrárinnar í þeim tilgangi að auka gæði heimilis- læknisþjónustu minnar fyrir viðkomandi skjól- stæðing á þeim forsendum að um einstaklingsbundið trúnaðarmál sé að ræða. Ég lít á sjúkraskrárfærslur mínar sem hugarsmíð í þágu einstaklingsins en ekki vísindalega unnar skýrslur. Sjúkraskrár mínar eru ekki unnar á þeim forsendum að þær eigi að nýtast sem vísindalegur grunnur að læknisfræðilegum Læknablaðið 2001/87 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.