Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UNGAR KONUR í LÆKNASTÉTT Læknar eru ekki eínkynja INGIBJÖRG HlNRIKSDÓrnR ER UNGUR SÉRFRÆÐINGUR í háls- nef- og eyrnalækningum og heyrnarfræði. Hún kom frá sérnámi í Svíþjóð árið 1997 og hóf störf við Heyrnar- og talmeinastöð íslands en fékk fljótlega sérfræðingsstöðu við Landspítalann Fossvogi sem hún gegnir nú. Hún var auk þess með eigin stofu í sérgrein sinni þar til hún ákvað að minnka við sig vinnu er dótlir hennar fæddist fyrir tveimur og hálfu ári. Ingibjörg er formaður Félags háls- nef- og eyrnalækna og hefur verið virk í ýmsum félagsmálum, ekki síst innan Félags kvenna í læknastétt á Islandi. Ingibjörg ákvað strax á unglingsárum að læra eitthvað sem tengdist heilbrigðisgeiranum og í menntaskóla tók hún þá ákvörðun að fara í læknisfræði. í hennar bekk voru þau sex sem fóru í læknadeildina, fjórir strákar og tvær stelpur. Pað dró ekki úr henni. En þegar í læknadeildina var komið voru aðstæður í náminu að breytast nokkuð því hennar árgangur var sá fyrsti sem numerus clausus var beitt á. Hvaða áhrif hafði það á hana og félaga hennar? „Það var mjög sérstakt andrúmsloft í hópnum og mikill samkeppnisandi. Þá voru samkeppnis- próf í lok fyrsta árs, þannig að fólk sat saman í heilan vetur áður en kom að því að sía úr hópnum. Hópar mynduðust og innan þeirra héldu nem- endur saman. Ég tel þessa aðferð ekki góða, að halda fólki í heilan vetur í þessari samkeppni, þótt engin aðferð sé í raun góð. Þess vegna tel ég betra að vera með einhvers konar inntökupróf.“ Glerþakið skoðað Undir lok sérnámsins var Ingibjörg við störf á sjúkrahúsi í Svíþjóð og þar kynntist hún í fyrsta sinn að kynjum væri mismunað og rak sig óþyrmilega undir glerþakið sem oft er talað um að konur finni fyrir er þær vilja komast eitthvað lengra en sumum körlum þykir henta. „Mér og öðrum konum sem voru þarna ungir sérfræðingar, fannst að okkur væri haldið niðri miðað við karlana. Þeir fengu meiri stuðning og fleiri tækifæri, bæði á sviði rannsókna og í klínískri vinnu. Þeim var ýtt fram á meðan konunum var haldið niðri. Hins vegar vildu þeir sem réðu málum á sjúkrahúsinu endilega halda í konurnar á vinnustaðnum, því konur eru oftast mjög góður starfskraftur. Þeir vildu halda í þær til að vinna vinnuna á gólfinu." Var þetta ástand rœtt íþínum hópi? Ingibjörg Hinriksdóttir á „Já, það var mikið rætt og flestar mjög ósáttar sólbjörtum degiásvölum við ástandið. Ég hætti fljótlega og fór í mína Landspítala Fossvogi. undirsérgrein annars staðar, því ég vildi ekki vinna á deild þar sem andrúmsloftið væri þannig. Þess má reyndar geta að þessi deild var síðar kærð til jafnréttisnefndar í Svíþjóð, svo ástandið var nokkuð sérstakt." „Ingibjörg, þú þarft ekki svona há laun, þú ert einhleyp og átt engin börn!“ „Ég átti þó eftir að kynnast sams konar hugsunar- hætti aftur þarna úti, þegar ég var í fyrsta skipti að semja um laun sem sérfærðingur. I Svíþjóð á maður að semja um laun við yfirmann sinn og ég var að semja um laun í fýrsta skiptið. Ég gerði ákveðna kröfur, var búin að kanna hvað ungum sérfræðingum væri greitt bæði á þessum stað og öðrum í kring og tala við fagfélagið, þannig að ég vissi alveg hvaða kröfur ég var að gera. En þá segir yfirmaður minn við mig: „Ingibjörg, þú þarft ekki svona há laun. Þú ert einhleyp og átt engin börn!“ Sástu hann fyrir þér segja þetta við jafnaldra karlmann? „Þú getur rétt ímyndað þér það. Ég fór í hart og Læknablaðið 2001/87 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.