Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 81
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR 1 Neyðargetnaðarvörn Þetta er fyrsti pistillinn í röð pistla sem unnir eru samhliða vefsíðu um klínískar leiðbeiningar á vegum landlæknisembættisins. Pistlum þeim sem birtast í Læknablaðinu er ætlað að fræða lækna og aðra áhugasama um þá málaflokka sem fjallað hefur verið um við gerð klínískra leiðbeininga og jafnframt að vekja athygli lækna á því efni sem er að finna á vefsíðunni en þar eru víða ítarlegri leiðbeiningar og tenglar á frekari fróðleik. í hverju blaði verður fjallað um eitt viðfangsefni er varðar klínískar leiðbeiningar og í þessum fyrsta pistli er fjallað um neyðar- getnaðarvöm, en það efni kom út 30. mars 2001. Tilgangur með gerð klínískra leiðbeininga um neyðargetnaðarvarnir er fyrst og fremst að auka þekkingu almennings og heilbrigðisstarfsfólks á neyðargetnaðarvörnum og bæta heilbrigðis- þjónustuna. Markmið með neyðargetnaðarvörn eru að auðvelda konum/pörum að stjórna kynlífi og barneignum og fækka óráðgerðum getnaði og þar með fóstureyðingum og ótímabærum barn- eignum. Neyðargetnaðarvörn er getnaðarvörn, sem kemur í veg fyrir getnað og þungun eftir óvarðar samfarir, en ekki fóstureyðing. Hún hefur áhrif áður en egglos eða bólfesta á sér stað. Hún kemur fyrst og fremst að notun eftir óvarðar samfarir, þar sem getnaðarvarnir eru ekki notaðar eða þær taldar hafa brugðist. Til hvers er neyðargetnaðarvörn? Neyðargetnaðarvörn er nauðsynlegur valkostur til að koma í veg fyrir óráðgerðan getnað. Hún er ætluð öllum konum á bameignaaldri. Hún er sérstaklega mikilvæg fyrir unglingsstúlkur sem eru oft ekki byrjaðar að nota öruggar getnaðarvamir. Á íslandi er tíðni fæðinga og fóstureyðinga meðal ungra stúlkna há samanborið við nágrannalönd. í inn- lendum og erlendum athugunum hefur komið í ljós að neyðargetnaðarvamir eru tíðum ekki notaðar eins oft og þyrfti meðal annars vegna þekkingarskorts heilbrigðisstarfsfólks og almennings. Tegundir neyðargetnaðarvama eru hormónatöflur og lykkja. Nánari upplýsingar um verkun og aukaverkanir er að finna á síðu um neyðargetnaðarvarnir, sjá hér að aftan. Ráðgjöf, fræðsla og eftirlit Viðkomandi einstaklingur eða par á rétt á hlutlausri, haldgóðri ráðgjöf og fræðslu í einrúmi. Leggja ber áherslu á, að því fyrr sem neyðargetnaðarvarnar- töflur eru teknar eftir óvarðar samfarir, því betri er árangur. Endurtaka má skammt eða benda á lykkju ef uppköst verða innan einnar klukkustundar frá töflutöku. Fræða þarf um verkun og aukaverkanir, öruggar getnaðarvamir og hættu á kynsjúkdóma- smiti. Ráðleggja þarf um notkun getnaðarvarna fram að næstu blæðingum og kynna hvernig bregðast skuli við ef meðferðin ber ekki árangur Ef blæðingar koma ekki á væntanlegum tíma er ráðlagt að gera þungunarpróf. Ekki hefur verið sýnt fram á fósturskemmdir eftir töku neyðargetnaðarvamar- taflna né aukna hættu á fósturláti. Óhætt er að halda meðgöngu áfram ef konan óskar þess. Endurkoma getur verið skynsamleg til eftirlits og fræðslu þá sérstaklega um áframhaldandi getnaðarvörn og hættu á kynsjúkdómasmiti. Alltaf ætti að gefa á upplýsingar um hugsan- legar aukaverkanir og viðeigandi ráðstafanir ef meðferðin bregst. Gera á þungunarpróf ef blæð- ingar dragast. Ef lykkja er notuð skal taka lykkjuna við næstu blæðingar, ef hún er ekki höfð áfram sem getnaðarvörn og jafnframt ef þungun verður og konan ákveður að halda meðgöngu áfram. Val á neyðargetnaðarvörn Um þrjá möguleika er að ræða: Ósamsettar töflur, (levonorgestrel töflur) eru fyrsta val, einkum vegna þess að þær hafa færri aukaverkanir en samsettar töflur. Samsettar töflur má nota í þeim tilvikum þar sem þær eru aðgengilegri. Æskilegt er að auka almennt ráðlagðan skammt neyðargetnaðarvarna- taflna ef konan er á lyfjum sem hafa áhrif á virkni lyfsins svo sem flogaveikilyf og sum sýklalyf. Lykkja er einkum notuð ef komið er fram yfir þrjá sólar- hringa frá óvörðum samförum eða ef viðkomandi óskar eftir lykkju sem áframhaldandi getnaðarvörn. Hormónalykkjan (Levo-Nova) hefur ekki verið rannsökuð með tilliti til notkunar sem neyðar- getnaðarvörn. Aðgengi Neyðargetnaðarvarnartöflur fást gegn lyfseðli hjá öllum læknum. Á heilsugæslustöðvum og lækna- vöktum á að vera hægt að fá lyfseðil fyrir neyðar- getnaðarvörn samdægurs. Hafa má samband við vakthafandi lækni á kvennadeildum til að fá neyðar- getnaðarvörn. Barnalæknar, heimilislæknar og aðrir Læknablaðið 2001/87 581
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.