Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / VIÐ RÚMSTOKKINN æðabólga hafa einnig greinst saman (6), þó óvíst sé um orsakatengsl. Auðvitað þarf að hafa mögulegt krabbamein (carcinoma) í huga sem orsakavald (til dæmis frá brjósti eða lungum), þó eitilfrumuæxli séu mun ofar á lista mismunagreininga. Gróft má skipta eitil- frumuæxlum í tvo meginhópa, T- og B-frumu eitil- mein. B-frumu sjúkdómarnir eru mun algengari, en staðsetning utan eitla og í afholum nefs passar betur við T-/NK-frumu eitilmein. T-frumur framleiða hins vegar ekki mótefni og eru þau eitilmein því illsamrýmanleg sjúkdómsmyndinni. Væru afbrigði- legu frumurnar í blóði æxlisfrumur eru eitilfrumu- sjúkdómarnir sem ég nefndi áðan eða plasmafrumu- sjúkdómar þeir helstu sem gætu sameinað þetta allt. Af B-frumusjúkdómum má nefna að Mantel- eitilfrumuæxli getur komið fram sem separ í ristli. Konan sem hér um ræðir, reyndist hafa ofvaxtar- (hyperplastic) sepa við ristilspeglun en ekki Mantel- frumur. Þessar frumur sjást oft á blóðstroki og þarf að gera frumuflæðisrannsókn (flow-cytometry) til frekari greiningar. Stórfrumueitilfrumuæxli (LCL) sem er algengasta eitilfrumumein á Islandi, er ólíklegt í þessari mynd, en immunoblastic eitilfrumu- mein, sem segja má að sé afbrigði af stórfrumu- eitilfrumuæxli, gæti hugsanlega komið svona fram. Listi eitilfrumumeina er hins vegar gríðarlega langur og er alltaf möguleiki að eitthvert þeirra væri orsökin. Plasmafrumusjúkdómar fara efst á grein- ingarlistann. Samt er afar ólíklegt að um venjulegt myeloma sé að ræða, þar sjást yfirleitt hvorki eitlastækkanir, herslis- (sclerotic) beinbreytingar né plasmafrumur í blóði. Plasmafrumuhvítblæði er einnig ólíklegt þar sem hvorki er um að ræða mergbilun né IgG-paraprótín og eitlastækkanir eru óvenjulegar þar (8). Einungis afbrigðilegar frumur á blóðstroki og væg hækkun á LD passar við þá greiningu. Eitt heilkenni plasmafrumufjölgunar, POEMS (Polyneuropathy, Organomegaly, Endocrinopathy, M-protein, Skin changes), og tengt afbrigði, osteosclerotic myeloma (7), passar betur við sjúkdómsmyndina. Það er reyndar ekki saga um húðbreytingar eða fjöltaugakvilla (polyneuropathia) en hinum þremur skilmerkjunum er fullnægt (líffærastækkun (eitlar), innkirtlavandi (hækkun á TSH) og M-prótín) og telst það nægilegt. í osteosclerotic myeloma eru plasmafrumur í eitlum og í þéttum (sclerotic) beinum, á meðan beineyðing (osteolysis) fylgir myeloma (myndar holur). Fleira sem passar við POEMS/osteosclerotic myeloma er aukinn blóðrauði (polycythemia) (40% tilfella), blóðflagnafjölgun (thrombocytosis) (75%), M-prótín eru oftast IgA og ekki merki um mergbilun (beinmergur ekki fullur af plasmafrumum). Eins og áður sagði, þá hefur einnig verið lýst tengslum milli risafrumuæðabólgu og plasmafrumusjúkdóma (1). Lokagreining mín er því sjúkdómur þar sem fjölgun verður á eitilfrumum, lfklegast plasma- frumum, og hallast ég helst að POEMS heil- kenni/osteosclerotic myeloma. Mismunagreiningar eru eitilfrumuæxli, krabbamein (carcinoma) og sarklíki (sarcoidosis) (þarf að vera á öllum listum). Til að nálgast greininguna þarf fyrst að líta á blóðstrokið. Afbrigðilegu eitilfrumurnar má síðan rannsaka með frumuflæðissjá og athuga hvaða frumur þetta eru (B- eða T-eitilfrumur, plasma- frumur og svo framvegis) og hvort þær eru einstofna. Við þurfum samt vefjasýni til frekari greiningar, og þá helst eitil eða sýni frá afholum nefs (einnig til að útiloka sýkingu). Þá er auðvelt að gera berkjuspeglun og fá vefjabita frá lungum (transbronchial biopsia). Best væri samt að fá heilan eitil til að sjá bygginguna, sérstaklega ef grunur er unt eitilfrumuæxli. Bein- mergssýni hjálpar lítið við greininguna, því að ef þetta er osteosclerotic myeloma þá er beinmergurinn oft með minna en 5% plasmafrumur. Hins vegar er auðvelt að taka beinmergssýni og ætti að gera ef einhver merki eru um leukoerythroblastic blóðmynd (kyrnd rauð blóðkorn, forstig hvítra blóðkorna og tárdropafrumur), það er merki um ífarandi vöxt í merginn. Blóðstrok Brynjar: Þetta eru frumur af eitlauppruna með bláleitt umfrymi með vacuolur og randstæðan kjarna (mynd 5). Þær hafa því plasmafrumulíkt útlit sem alltaf er áhyggjuefni. Lítið er hægt að segja um rauðu blóðmyndina eða blóðflögur á þessari mynd. Sjúkdómsgreining Brynjar: 1. Plasmafruniusjúkdóinur/POEMS lieilkenni 2. Ásvelgingar- (aspiration's) lungnabólga 3. Risafrumuæðabólga í bata (temporal arteritis in remission) Bjarni A. Agnarsson Rannsóknastofa Háskólans í meinafrœði: Rannsóknin, sem gerð var í greiningarskyni, var miðmætisspeglun með sýnistöku úr eitli. Við smásjárskoðun (mynd 6) kom í ljós frumuríkur æxlisvöxtur allstórra frumna með dreifðu vaxtarmynstri. Flestar frumurnar höfðu vesicular kjarna, bláleitt plasmafrumulíkt umfrymi og í mörgum frumum sást stórt miðstætt kjarnakom. Þetta útlit samrýmist B-immunoblöstum en sums staðar líktust frumurnar þó meira plasmafmmum en immunoblöstum. Mikill fjöldi af kjarnadeilingum var til staðar og athyglisvert var að sums staðar, þar sem immunoblastarnir voru ráðandi, sást fjöldi átfrumna í æxlinu með svokölluðu stjörnuhimins- (starry-sky) mynstri. Gerð var ónæmisrannsókn (immuno- peroxidasarannsókn) á vefjasneiðum sem sýndi að Læknablaðið 2001/87 537
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.