Skessuhorn - 10.09.2014, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Vímuakstur og
hraðaakstrar
AKRANES: Lögreglan á
Akranesi stöðvaði í vikunni
ökumann sem var í mjög
annarlegu ástandi. Í ljós
kom að það stafaði af neyslu
fjölda efna. Sjö ökumenn
voru stöðvaðir fyrir of hrað-
an akstur og þá voru skrán-
ingarnúmer klippt af fjór-
um bifreiðum. Það var sök-
um þess að eigendur þeirra
höfðu trassað að færa þær til
endurskoðunar, að sögn lög-
reglu. –þá
Sofnaði
undir stýri
LBD: Síðastliðinn laugar-
dag gerðist það að ökumað-
ur jeppabifreiðar á ferð um
Lundarreykjadalsveg sofn-
aði með þeim afleiðingum
að hann missti stjórn á bif-
reið sinni og fór útaf vegin-
um. Fór bifreiðin eina veltu
og endaði á hjólunum. Öku-
maður var einn í bifreiðinni
og var honum ekið í einka-
bifreið á Heilsugæsluna í
Borgarnesi þar sem gert var
að sárum hans, sem reyndust
þó minniháttar. Bifreiðin er
mikið skemmd að sögn lög-
reglu. –þá
Silicor tækni-
frumkvöðull
HVALFJ: World Economic
Forum hefur útnefnt fyrir-
tækið Silicor Materials Inc.
sem einn af tæknifrumkvöðl-
um 2015. World Economic
Forum er alþjóðlegt ráð sem
útnefnir á hverju ári nokk-
ur fyrirtæki sem að þeirra
mati eru að skara framúr í
tækniframförum. Að þessu
sinni var Silicor Materials
Inc. fyrir valinu en fyrirtæk-
ið hyggst hefja framleiðslu
á sólarkísil á Grundartanga.
Samtals voru 24 fyrirtæki
heiðruð með nafnbótinni
„2015 Technology Pioneer“.
Framleiðsla Silicor Materials
Inc. í tilvonandi verksmiðju á
Grundartanga mun byggja á
nýrri framleiðsluaðferð sem
notast aðeins við einn þriðja
af þeirri orku sem fram að
þessu hefur þurft til að fram-
leiða hefðbundinn sólarkísil.
Það er gert án þess að draga
úr gæðum efnisins. Forsvars-
menn Silicor Materials fund-
uðu með sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar fyrir skömmu
og er von er á þeim aftur til
landsins á næstu dögum.
–jsb
Brottfall meira á
landsbyggðinni
LANDIÐ: Fleiri ljúka námi
í framhaldsskólum á höfuð-
borgarsvæðinu en á lands-
byggðinni. Í tölum sem
Hagstofan birti nýlega kem-
ur fram að 49% þeirra ný-
nema sem hófu nám í skól-
um á höfuðborgarsvæð-
inu haustið 2004 höfðu lok-
ið námi árið 2008 en 37%
þeirra sem hófu nám í skól-
um utan höfuðborgarsvæð-
isins. Fjórðungur nýnema á
höfuðborgarsvæðinu hafði
hætt námi án þess að útskrif-
ast en tæpur þriðjungur ný-
nema í skólum utan höfuð-
borgarsvæðisins. –mm
Kristín Halla
sæmd
starfsmerki
GRUNDARFJ: Starfs-
merki voru veitt á þingi
Frjálsíþróttasambands Ís-
lands sem fram fór á Ak-
ureyri um helgina. Með-
al þeirra sem fengu starfs-
merkið var Kristín Halla
Haraldsdóttir þjálfari hjá
Ungmennafélagi Grundar-
fjarðar. Kristín hefur þjálf-
að frjálsar íþróttir hjá fé-
laginu í 15 ár og var sæmd
eirmerki FRÍ. „Kristín
Halla hefur verið þrautseig
og ötul í sínu þjálfarastarfi
samfleytt á þessu tímabili,“
segir Björg Ágústsdótt-
ir frjálsíþróttafrömuður í
Grundarfirði og stjórnar-
maður í FRÍ.
–þá
Ein sala á dag
VESTURLAND: Á Vest-
urlandi var 32 kaupsamn-
ingum um húsnæði þing-
lýst í ágústmánuði. Er það
mjög svipuð tala og undan-
farna mánuði. Þar af voru
13 samningar um eign-
ir í fjölbýli, átta samning-
ar um eignir í sérbýli og
ellefu samningar um ann-
ars konar eignir. Heild-
arveltan var 521 milljón
króna í þessum viðskiptum
og meðalupphæð á samn-
ing 16,3 milljónir króna.
Af þessum 32 samningum
voru ellefu eignir á Akra-
nesi. Þar af voru átta samn-
ingar um eignir í fjölbýli,
einn um eign í sérbýli og
tveir samningar um annars
konar eignir. Heildarveltan
var 158 milljónir króna og
meðalupphæð á samning
14,4 milljónir króna.
–mm
Slökkviliðið þarf að hafa búnað til að
ráða við störf í öllum byggingum
Á dögunum var til umfjöllun-
ar hjá skipulags- og byggingar-
nefnd Stykkishólms áform um
að byggja fjórðu og fimmtu hæð-
ina ofan á nýrri byggingu Hót-
els Stykkishólms og einnig eina
hæð ofan á eldri byggingu hótels-
ins. Slökkviliðsstjórinn í Stykkis-
hólmi situr fundi nefndarinnar og
gerði hann grein fyrir því á fundin-
um að slökkviliðið hefði ekki bún-
að til að fást við björgun og slökkvi-
starf í svo háu og stóru húsi eins og
plön væri um með stækkun hótels-
ins. Þetta yrðu menn að vera með-
vitaðir um og annaðhvort yrði
Stykkishólmsbær að tryggja bætt-
an búnað slökkviliðsins eða for-
svarsmenn hótelsins að breyta út-
færslu varðandi stækkun þess. „Það
var ekki um annað að ræða en gera
grein fyrir þessu þannig að menn
stæðu frammi fyrir sannleikan-
um,“ sagði Guðmundur Kristins-
son slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi
þegar blaðamaður Skessuhorns átti
við hann tal í síðustu viku.
Guðmundur tók við starfi
slökkviliðsstjóra 1. desember sl. af
Þorbergi Bæringssyni, en hann hef-
ur verið í slökkviliðinu í um 30 ár.
Guðmundur er verkstjóri á véla-
verkstæði Skipavíkur og er slökkvi-
liðsstjórastarfið aukastarf eins og
hjá forverum hans. Guðmundur
segir að eldvarnaeftirlit í bænum og
á starfssvæði Slökkviliðs Stykkis-
hólms, sem einnig nær yfir Helga-
fellssveit, sé keypt af fyrirtækinu
Eldstoðum. „Minni lið eins og okk-
ar út um landið hafa ekki fjármagn
nema í takmarkað starfshlutfall
slökkviliðsstjóra. Við erum þokka-
lega tækjum búin og njótum vel-
vilja stjórnenda sveitarfélagsins og
fyrirtækja á svæðinu. Sem betur fer
höfum við verið heppin hér að ekki
hefur komið til stórra eldsvoða síð-
ustu árin. Við verðum hins vegar að
vera á verði gagnvart því að við ráð-
um við þær stærðir bygginga sem
eru á svæðinu,“ segir Guðmundur
Kristinsson slökkviliðsstjóri.
þá
Guðmundur Kristinsson slökkviliðsstjóri í Stykkishólmi.
Glæsilegur sparkvöllur í Munaðarnesi
Rekstrarfélag Orlofsbúða í Mun-
aðarnesi, ROM, er aðildarfélag
BSRB sem rekur sumardvalarstað-
inn í Munaðarnesi. Rekstrarfélag-
ið lét í sumar gera nýjan sparkvöll
á staðnum. Völlurinn er 18 x 33
metrar eða um 600m2 að stærð.
Hann er fyrst og fremst ætlaður
dvalargestum í húsum félaganna í
Munaðarnesi. Bygging vallarinns
var boðin út og átti Girðir ehf.
lægsta boð í vinnu við allt tréverk
og frágang lóðar. Metatron sá um
lagningu gerfigrass en Dýradal-
ur ehf um gröft og malarfyllingu.
Óhætt er að segja að nýi völlur-
inn sé staðarprýði þar sem hann
er skammt frá þjónustumiðstöð-
inni og veitingastaðnum í Munað-
arnesi.
mm/ Ljósm. óh