Skessuhorn


Skessuhorn - 10.09.2014, Qupperneq 15

Skessuhorn - 10.09.2014, Qupperneq 15
Árangurinn má þakka góðri liðsheild Gunnlaugur Jónsson tók við Skaga- mönnum síðasta haust eftir að liðið hafi beðið afhroð á síðasta tímabili í efstu deild. Þessum fyrrum leik- manni ÍA hefur nú tekist að byggja nýtt lið upp úr því gamla og náði á síðasta fimmtudag að koma Skaga- mönnum í efstu deild á ný. Að sögn Gunnlaugs var markmiðið alltaf að koma liðinu í efstu deild en fyrst og fremst hafi stefnan verið sett á að skapa öfluga liðsheild. „Tilfinning- in að hafa náð þessu setta markmiði er mjög góð. Það er ánægjulegt að hafa náð að klára þetta þegar enn eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Þrátt fyrir lélegt gengi í fyrra vissi ég hvað bjó í liðinu þegar ég tók við. Þarna er kjarni margra góðra leikmanna sem áttu einfaldlega slæmt tímabil í fyrra. Ég kom með þá áherslu að skapa öfluga liðsheild. Við styrktum okkur í vetur og feng- um til okkar góða leikmenn og svo hafa ungir uppaldnir leikmenn ÍA verið að stíga upp. Heilt yfir er ég virkilega ánægður með spila- mennsku liðsins í sumar. Við lent- um tvisvar í áföllum en náðum í báðum tilfellum að vinna úr þeim. Þá er ég að tala um byrjun tímabils- ins sem var ekki góð en við stigum upp og í júní unnum fimm sigra í röð. Þá fengum við á okkur annan skell á móti KV á heimavelli og í kjölfarið fylgdu þrjú töp í röð. Þá sýndi liðið mikinn karakter og við náðum að snúa við blaðinu og hefur leiðin legið upp síðan þá. Við leggj- um ekki upp með að spila til jafnt- eflis og höfum náð að vinna marga leiki sem stefndu í jafntefli. Það sýnir baráttuna í liðinu og þessu er sérstaklega að þakka liðsheildinni sem við höfum náð að skapa.“ Stefnum á að halda okkur í efstu deild Gunnlaugur segir að það hafi vant- að stöðugleika í liðið þegar hann tók við, sérstaklega í varnarleik liðsins. Unnið hafi verið í að bæta liðið en þeirri vinnu sé þó hvergi nærri lokið enda næstu verkefni mjög krefjandi. „Það er ekkert leyndarmál að það þurfti að bæta varnarleikinn frá því á síðasta tímabili. Það markmið hlýt- ur að hafa náðst þar sem við höfum haldið hreinu í níu leikjum í sumar. Næsta markmið er svo að ná stöðug- leika í efstu deild og halda liðinu þar. Stóra framtíðar markmiðið er svo að mynda kjarna sem getur leitt lið- ið í efstu deild á næstu árum. Pepsí- deildin er erfiðari en fyrsta deild- in og það eru fyrst og fremst leik- menn sem verða að taka næsta skref og bæta sinn leik. ÍA á að vera í efstu deild að mínu mati. Umgjörðin er til staðar en þá þurfa allir að vera tilbúnir að takast á við þetta erfiða verkefni. Tímabilið er þó ekki búið og við leggjum ekki árar í bát þó að sæti í efstu deild sé tryggt. Við horf- um nú á að ná efsta sætinu í deild- inni af Leikni og skora ég á alla bæj- arbúa Akraness að fara á völlinn og standa á bak við liðið fyrir komandi verkefni,“ sagði Gunnlaugur í sam- tali við Skessuhorn. jsb Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagamanna. Skagamenn komnir í Pepsí-deildina Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsí-deild karla á næstu leiktíð með 0:2 sigri á KV þegar liðin mættust á gervigrasinu í Laug- ardalnum síðasta fimmtudag. Fyrir leikinn var ljóst að bæði lið- in yrðu hungruð í þrjú stig enda í mikilli baráttu á sitthvorum enda stigatöflunnar. Hungrið virtist heldur meira hjá þeim gul- klæddu og sóttu þeir mun meira á fyrstu tuttugu mínútunum leiksins. KV-menn freistuðu þess að beita skyndisóknum en góð vörn Skagamanna braut þær ávallt á bak aftur. Á 35. mínútu fengu Skagamenn aukaspyrnu á vítateigslínunni. Jón Vilhelm Ákason tók sér svo stöðu og eins og svo oft áður skaut hann boltanum beint í markið og kom sínum mönnum yfir. Innan við tveimur mínútum síðar jók Garðar Bergmann Gunnlaugs- son forystu Skagamanna í tvö mörk þegar hann skoraði með flugskalla eftir laglega fyrirgjöf frá Darren Lough. Síðari hálfleikur var langt frá því að vera eins líflegur og sá fyrri. Skagamenn héldu áfram að halda boltanum meira en sóknir þeirra voru þó ekki eins hættulegar í flestu tilfell- um. Undir lok leiks áttu Skagamenn þónokkur góð færi og var gamli markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson nálægt því að skora í tvígang en í bæði skiptin sá markvörður KV við Hirti. Að lokum flautaði Sigurður Óli Þorleifsson dómari leikinn af og sendi Skagamenn um leið upp í efstu deild á ný við mik- inn fögnuð stuðningsmanna Skagaliðsins sem höfðu fjölmennt í Laugardalinn. Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar eru því komnir í deild þeirra bestu eftir að hafa dvalið aðeins eitt tíma- bil í fyrstu deild. Engu breyta úrslit úr þeim tveimur leikjum sem eftir eru af tímabilinu. Þess má til gamans geta að þetta er í fimmta skipti sem Hjörtur Júlíus spilar með liði í fyrstu deild sem kemst upp í úrvalsdeild. Skessuhorn óskar Skagamönnum innilega til hamingju með árangurinn! Næsti leikur ÍA liðsins er gegn Haukum laugardaginn 13. september klukkan 14 á Akranesvelli. jsb Áfram Skagamenn!

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.