Skessuhorn - 10.09.2014, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Tómas Freyr Kristjánsson Sumarliði Ásgeirsson
Klingjandinn eftirminnilegur í storknandi hrauninu
Ferð tveggja fréttaritara Skessuhorns að eldstöðvunum í Holuhrauni
Þriðjudaginn 2. september síðast-
liðinn var ákveðið að við undirrit-
aðir félagarnir færum upp að gos-
stöðvunum við Holuhraun á há-
lendi Íslands. Báðir erum við frétta-
ritarar Skessuhorns á Snæfellsnesi
og fengum þar af leiðandi aðgang
að svæðinu til jafns við aðra fjöl-
miðlamenn og að sjálfsögðu vís-
indamennina. Líkt og gilti um aðra
vorum við þarna á eigin ábyrgð en
svæðið er alls ekki öruggt yfirferð-
ar og ekki að vita hvað næst kemur
í atburðarásinni. Til að mynda var
okkur ráðlagt að hafa bílinn alltaf í
gangi og fara ekki lengra en fimm
mínútna hlaupatíma frá honum.
Miðvikudaginn 3. september var
vaknað klukkan fimm um morgun-
inn í bústað inni í Bárðardal þang-
að sem við ókum kvöldið áður. Þar
settum við upp bækistöðvar. Lagt
var af stað hálftíma síðar og kom-
ið að gosinu klukkan 09:30. Eina
leiðin sem opin var liggur upp hjá
Möðrudal og upp Krepputungu og
þaðan að Öskju. Þetta er seinfarin
leið og því vorum við um það bil
fjórar klukkustundir hvora leið.
Þegar að gosi var komið var sjón-
arspilið stórfenglegt. Fimm eldspú-
andi gígar með tilheyrandi látum
og vellandi hrauntunga fikraði sig
í austurátt. Klingjandinn í storkn-
andi hrauninu var eftirminnilegur.
Ekki síður að hreinlega sjá landið
gliðna þegar sprungur myndast í
sandinum.
Hafist var handa við að mynda
herlegheitin og var einungis stopp-
að í skamma stund til að grilla í há-
deginu. Seinnipartinn varð svo vart
við gosóróa undir Bárðarbungu og
svæðið því rýmt. Öllum var vís-
að upp í Drekagil sem er öruggur
staður ef það skyldi fara að gjósa
undir jökli. Þar var beðið eftir að
opnað yrði aftur en það kom ekki í
ljós fyrr en klukkan níu um kvöld-
ið að ekki yrði opnað aftur þann
daginn. Við héldum því niður af
hálendinu og vorum komnir eft-
ir miðnætti í bústaðinn. Örþreytt-
ir lögðumst við til hvílu og vorum
töluvert hófsamari þegar við stillt-
um vekjaraklukkuna næsta dag.
Eftir staðgóðan morgunverð
á fimmtudagsmorgni var hald-
ið í Reykjahlíð í sund. Eftir baðið
fréttum við að búið væri að opna
svæðið aftur og því biðum við ekki
boðanna heldur skelltum okkur
aftur upp að eldgosinu. Þar vor-
um við komnir um fjögurleytið og
vorum því á afbragðstíma til að ná
ljósaskiptunum. Þarna vorum við
til klukkan 21 um kvöldið en þá
var orðið of dimmt til myndatöku.
Það var varla að við tímdum
að fara frá þessu margbrotna en
þó ógnarkraftmikla verki náttúr-
unnar, en við þurftum samt frá að
hverfa enda vorum við með það í
undirmeðvitundinni hvað maður-
inn má sín lítils gagnvart þessum
gríðarlegu náttúruöflum. Við vor-
um örþreyttir en afskaplega sælir
þegar við komum aftur til byggða
því það eru ákveðin forréttindi að
fá að upplifa svo mikilfenglegan
atburð eins og þetta eldgos er, þó
að við vonum að þessu fari nú að
ljúka. Og þá án þess að það komi
til enn meiri náttúruhamfara eins
og hæglega getur gerst. Meðfylgj-
andi myndir tókum við í ferðinni
og sendum blaðinu til að lesendur
fái að njóta. Við leyfum myndun-
um að tala sínu máli.
Sumarliði Ásgeirsson og
Tómas Freyr Kristjánsson, frétta-
ritarar Skessuhorns.