Skessuhorn - 03.12.2014, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Börn fá
leiksvæði
BORGARNES: Börn í
Bjargslandi í Borgarnesi
færðu sveitarstjóra nýverið
undirskriftalista þar sem þau
óskuðu eftir svæði til leikja.
Fjallað hefur verið um mál-
ið á fundum byggðarráðs
og umhverfis-, skipulags og
landbúnaðarnefndar. Byggð-
arráð þakkaði börnunum fyr-
ir góða hugmynd og ætlar
að finna gott svæði sem gæti
hentað fyrir leikflöt. Á sveit-
arstjórnarfundi 20. nóvember
síðastliðinn var afgreiðslan
samþykkt samhljóða. Börn í
Bjargslandi mega því eiga von
á því að fá leiksvæði í hverfið
á næsta ári. –grþ
Gleymdi að
hleypa barni út
STRÆTÓ: Í lok nóvem-
ber lenti tíu ára drengur í
því að strætóbílstjóri gleymdi
að stöðva bílinn við Mela-
hverfi í Hvalfjarðarsveit.
Þurfti drengurinn því að fara
úr vagninum í Borgarnesi,
25 kílómetrum frá áfanga-
stað sínum. Þessu atviki lýsti
faðir drengsins á Facebook-
síðu íbúa í Hvalfjarðarsveit.
Vagninn sem um ræðir er
leið 57, sem fer frá Reykjavík
til Akraness og þaðan norð-
ur í land, og er ein af stoppi-
stöðvum vagnsins á leið sinni
í Melahverfinu. Faðir drengs-
ins birtir í færslu sinni bréf
sem hann sendi Strætó vegna
málsins og opnaði þannig
umræðu um ferðir strætó í
Hvalfjarðarsveitinni. Marg-
ir aðilar tóku undir frásögn
föðurins og sögðu umrædda
þjónustu Strætó ábótavant,
enda gleymdu bílstjórarnir
oft að stöðva bílinn við Mela-
hverfið.
–grþ
Heppinn spilari
REYKHÓLAR: Það voru
tveir heppnir miðaeigendur
sem voru með allar tölurn-
ar réttar í útdrætti Lottósins
laugardaginn 22. nóvember
sl. Þeir skiptu með sér vinn-
ingnum og fengu rúmar 6,6
milljónir í sinn hlut. Miðarn-
ir voru keyptir í Hólakaupum
við Hellisbraut á Reykhólum
og í Kúlunni við Réttarholts-
veg í Reykjavík.
–grþ
Bílvelta við
Skeljabrekku
LBD: Lögreglu var tilkynnt
um bílveltu við Skeljabrekku
sl. miðvikudag. Talverð ísing
hafði myndast á veginum er
óhappið gerðist. Ökumaður
var fluttur með sjúkrabifreið
á heilsugæsluna í Borgarnesi
til skoðunar en meiðsli hans
reyndust óveruleg. Lögregla
stöðvaði í vikunni tvo öku-
menn vegna of hraðs akst-
urs. Þá hafði lögregla afskipti
af einstaklingi sem látið hafði
ófriðlega í samkvæmi í heima-
húsi og meðal annars vald-
ið þar eignatjóni. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem lög-
regla hefur náðist samkomu-
lag um bætur milli hans og
tjónþola er af mönnum var
runnið.
–þá
Skallagrímur
veitti
viðurkenninguna
BORGARNES: Í viðtali í síð-
asta blaði við Hafþór Gunnars-
son körfuboltamann úr Borgar-
nesi var sagt frá viðurkenningu
sem hann hlaut. Það skal tek-
ið fram að það var Kristinn Ó
Sigmundsson formaður Kkd.
Skallagríms sem veitti honum
viðurkenninguna fyrir hönd
stjórnar Skallagríms fyrir gott
starf í þágu körfuboltans í Borg-
arnesi. KKÍ kom þar hvergi við
sögu. Það leiðréttist hér með.
–þá
Ellefu bygginga-
lóðum úthlutað
AKRANES: Bæjarráð Akraness
samþykkti sl. fimmtudag út-
hlutun ellefu byggingalóða fyr-
ir íbúðarhúsnæði. Sex umsókn-
irnar voru frá Akri ehf á Akra-
nesi um parhúsalóðirnar við
Blómalund 2-4 og 5-7. Þá var
samþykkt að úthluta Callicia ehf
félagi með heimilisfang í 101 í
Reykjavík fimm lóðum í Skógar-
hverfi. Það eru raðhúsalóðirnar
1, 3 og 5 við Seljaskóga og par-
húsalóðir við Álmskóga 2 og 4.
Afgreiðslu umsókna Callicia ehf
um umræddar lóðir hafði fyrr í
haust verið frestað hjá bæjarráði.
Ráðið óskaði eftir verkáætlun
hjá fyrirtækinu sem borist hafði
fyrir umræddan fund bæjarráðs
sl. fimmtudag. –þá
Frávísunarkröfu
hafnað
AKRANES: Héraðsdómur
Reykjavíkur kvað upp þann úr-
skurð 6. nóvember sl. að hafnað
skyldi frávísunarkröfu Akranes-
kaupstaðar um að vísa frá dómi
skaðabótakröfu Skagavers vegna
Miðbæjar 3 á Akranesi. Eigend-
um Skagavers hafa verið dæmd-
ar 40 milljónir í skaðabætur frá
Akraneskaupstað, en gera kröfu
um umtalsvert hærri skaðabóta-
upphæð. Málarekstur Skagavers
gegn Akraneskaupstað heldur
því áfram. –þá
Vesturland slapp vel frá óveðrinu
Björgunarsveitir og lögregla á Vest-
urlandi þurftu ekki að sinna nein-
um sem kallast gætu alvarleg útköll
vegna óveðurslægðarinnar sem gekk
yfir landið á sunnudag og aðfarar-
nótt mánudags. Stormurinn sem þá
ríkti náði sér ekki verulega á strik
á þessu landssvæði og var vindátt-
in norðvestanstæð lengst af, frem-
ur en sunnanstæð. Það var helst í
Snæfellsbæ sem björgunarsveitar-
menn sinntu afleiðingum óveðurs.
Félagar í Lífsbjörg fóru í níu útköll
og höfðu um tíma á sunnudags-
kvöldið í nógu að snúast á hafnar-
svæðinu í Ólafvík og inn á Hellis-
sandi. Á hafnarsvæðinu voru kör á
ferðinni og þakplötur sem þurfti
að festa. Á Hellissandi voru plötur
farnar að losna á tveimur stöðum,
meðal annars af garðhýsi. Á Akra-
nesi voru járnplötur farnar að losna
á húsi við Esjubraut, en annars var
um minniháttar útköll að ræða, svo
sem vegna brotinnar fánastangar,
skjólveggir höfðu losnað á tveim-
ur stöðum og gluggar og hurðir að
fjúka upp. Þá fauk hluti af stillans
á hús.
Mjög rólegt var hjá björgunar-
sveitum í Borgarfirði. Brákarmenn í
Borgarnesi fóru í vettvangsferð um
svæðið á laugardag þar sem hugað
var að lauslegum hlutum og fólki
bent á ef úrbóta væri þörf. Björgun-
arsveitarmenn í Stykkishólmi voru
einnig á ferðinni en engin stórvægi-
leg útköll voru. Í Grundarfirði var
björgunarsveitin Klakkur á vaktinni
og í viðbragðsstöðu en ekki kom til
útkalla. Þannig var það einnig hjá
björgunarsveitinni í Búðardal, ekki
þurfti að sinna neinu útkalli í Döl-
unum.
þá
Þakplötur festar á hafnarsvæðinu í Ólafsvík. Ljósm. af. Rólegt var hjá björgunarsveitarmönnum í Grundarfirði, en
voru þeir engu að síður í viðbragðsstöðu. Ljósm. tfk.
Sjór var úfinn í Ólafsvíkurhöfn þegar hvassast var á sunnudagskvöldið. Ljósm. af.
Bátar í Grundarfjarðarhöfn í hvassviðrinu. Ljósm. tfk.
Björgunarsveitarmenn á Akranesi huga að grindverki sem losnaði í hvassviðrinu.
Ljósm. ki.