Skessuhorn - 03.12.2014, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Grenndarstöðv-
um fækkað
BORGARBYGGÐ: Á næstu
dögum verða fjórar grennd-
arstöðvar í Borgarbyggð fjar-
lægðar. Þetta er gert sökum
þess að ekki þykir þörf fyrir
þær eftir að flokkun á heimil-
issorpi var tekin upp í dreifbýli
sveitarfélagsins í sumar. Um
er að ræða fjórar grenndar-
stöðvar eða gáma og allar eru
þær fjarri sumarhúsabyggð-
um. Þetta eru stöðvarnar við
Jörfa, Hvítárbakka, Kaldár-
mela og Síðumúla. Síðar verð-
ur svo fjarlægður einn af gám-
unum við Tungulæk að því
er fram kemur í tilkynningu
á heimasíðu Borgarbyggðar.
Þá eru enn eftir 22 grenndar-
stöðvar af þeim 40 sem voru
í sveitarfélaginu auk flokkun-
arstöðvarinnar við Sólbakka.
Stöðvunum verður ekki fækk-
að meira fyrr en búið er að
koma upp flokkunarkörum á
sumarhúsasvæðunum, segir á
vef Borgarbyggðar. Stefnt er
að því verði lokið fyrir mán-
aðamótin apríl-maí 2015.
–þá
Uppsagnir í
Landsbankanum
ÓLAFSVÍK: Landsbankinn
sagði í síðustu viku upp tveim-
ur starfsmönnum, gjaldkera
og þjónustufulltrúa, í útibúi
bankans í Ólafsvík. Töluverð-
ur urgur er í heimamönnum
vegna uppsagnanna, þær sagð-
ar óvægnar í garð starfsmanna
sem starfað hafa lengi við
bankann. Annar starfsmaður-
inn hafði unnið í 25 við spari-
sjóðinn og þrjú ár í Lands-
bankanum. Kristján Kristjáns-
son upplýsingafulltrúi Lands-
bankans staðfestir að gerðir
hafi verið starfslokasamning-
ar við tvo starfsmenn útibús-
ins og séu þær hluti af aðgerð-
um til hagræðingar í rekstri.
Að sögn Kristjáns er viðtek-
in venja þegar bankinn hef-
ur frumkvæði að starfslokum,
að viðkomandi starfsmenn láti
strax af störfum. Stefna bank-
ans sé sú að þegar starfsmönn-
um er gert að hætta með þess-
um hætti þá greiði bankinn
laun í lengri tíma en uppsagn-
arfrestur kveður á um. Það
hafi verið gert í þessu tilfelli
líka. Hann kveðst þó skilja að
starfsfólki og öðrum sé brugð-
ið, uppsagnir séu aldrei neitt
gleðiefni.
-mm
Sýning um kven-
réttindabaráttu
BORGARNES: Kvenrétt-
indafélag Íslands hefur hug á
á næsta ári að setja upp far-
andsýningu um kvenréttinda-
baráttu síðustu 100 ár. Sýn-
ingin verður sett upp í til-
efni 100 ára afmælis kosn-
ingaréttar kvenna, sem verð-
ur 2015. Sýningin mun hefjast
í Borgarnesi. Kvenréttinda-
félagið lagði fram beiðni til
Borgarbyggðar um samstarf
vegna sýningarinnar. Byggð-
arráð Borgarbyggðar tók já-
kvætt í erindið og lagði til
Hjálmaklett sem sýningarstað.
Sveitarstjóra var falið að ræða
við forstöðumann Safnahúss
Borgarfjarðar um viðburð í
tengslum við sýninguna.
–grþ
Nýskráningum
ehf fjölgar
LANDIÐ: Nýskráningum
einkahlutafélaga síðustu tólf
mánuði, frá nóvember 2013
til október 2014, hefur fjölg-
að um 8% samanborið við
12 mánuði þar á undan. Alls
voru 2.036 ný félög skráð á
tímabilinu. Mest er fjölg-
un nýskráninga í flokknum
Flutningar og geymsla og í
flokknum leigustarfsemi og
ýmis sérhæfð þjónusta, eða
34% á síðustu 12 mánuðum
í hvorum flokki. –mm
Veiðikortið
2015 að koma
út
LANDIÐ: Veiðikortið 2015
er væntanlegt í fyrstu viku
desembermánaðar. Gert er
ráð fyrir að dreifing kortsins
hefjist 5.-8. desember. „Það
hafa aldrei verið fleiri vötn í
boði en fyrir komandi tíma-
bil. Vötnin í Svínadal; Þór-
isstaðavatn, Geitabergsvatn
og Eyrarvatn koma inn aft-
ur eftir nokkurt hlé. Hópið
mun detta út. Það er óbreytt
verð frá því í fyrra, eða 6900
krónur. Hægt er að panta
kortið á vefnum og fá það
sent með pósti,“ segir í til-
kynningu. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
22. - 28. nóvember.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 9 bátar.
Heildarlöndun: 33.286 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
14.410 kg í fjórum löndun-
um.
Arnarstapi 4 bátar.
Heildarlöndun: 10.160 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
5.907 kg í þremur löndun-
um.
Grundarfjörður 11 bátar.
Heildarlöndun: 808.747 kg.
Mestur afli: Vilhelm Þor-
steinsson EA: 578.977 kg í
einni löndun.
Ólafsvík 13 bátar.
Heildarlöndun: 140.246 kg.
Mestur afli: Brynja SH:
29.492 kg í fimm löndunum.
Rif 18 bátar.
Heildarlöndun: 352.024 kg.
Mestur afli: Örvar SH:
73.959 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 6 bátar.
Heildarlöndun: 97.505 kg.
Mestur afli: Gullhólmi SH:
48.076 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Vilhelm Þorsteinsson
EA – GRU: 578.977 kg. 25.
nóvember
2. Örvar SH – RIF:
73.959 kg. 24. nóvember
3. Rifsnes SH – RIF:
73.502 kg. 26. nóvember
4. Hringur SH – GRU:
67.625 kg. 26. nóvember
5. Gullhólmi SH – STY:
48.076 kg. 23. nóvember
mþh
Starfsfólk Húsasmiðjunnar á Akra-
nesi tók sig til í aðdraganda að-
ventu og vegna jólaskreytinga í
versluninni og smíðuðu arinn sem
stillt er út í anddyri verslunarinn-
ar. Nú er óskað tilboða í arininn
og getur hæstbjóðandi sótt hann á
Þorláksmessu. Peningurinn verð-
ur síðan færður Hollvinasamtökun
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
að gjöf, en þau safna nú fyrir nýju
sneiðmyndatæki á HVE á Akra-
nesi. Efniskostnaður við arininn er
um 30 þúsund krónur
og er það jafnframt lág-
marksboð. Þeir sem hafa
áhuga á að eignast arin-
inn og styrkja um leið
Hollvinasamtök HVE
geta lagt inn tilboð til
starfsfólks Húsasmiðj-
unnar á Akranesi.
mm
Óska eftir tilboðum í arinn -
ágóðinn fer til Hollvinasamtaka HVE
Stjórn Samtaka ungra bænda
(SUB) hvetur Matvælastofnun
(MAST) til að endurskoða verk-
ferla þegar kemur að tilkynning-
um um vanrækslu dýra eða aft-
urköllun starfsleyfa. SUB hefur
samþykkt svohljóðandi ályktun:
„Birting skoðunarskýrslna og
bæjarnafna í fjölmiðlum gagnast
engum og ættu að vera trúnaðar-
gögn í málum sem þessum. Slúð-
ur um það hvað gæti hafa gengið
á fer manna á milli sem ábúend-
ur og fjölskyldur þeirra líða fyrir.
Umræðan verður oft hávær, ræt-
in og ólíkleg til að gera neinum
gagn. Í staðinn hvetur stjórn SUB
Matvælastofnun til að veita ábúend-
um slíkra búa raunverulega aðstoð.
Það er gott og eðlilegt að viðhaft
sé eftirlit með matvælaframleiðslu
og mikilvægt að MAST standi sig
í stykkinu í þeim efnum, en bjóði
fólki svo upp á aðstoð þar sem við
á. Rót vandans í flestum tilfell-
um eru andleg veikindi eða bágar
félagslegar aðstæður. Í stað dýra-
lækna sem útlista hve skítugt fjós-
ið er og það séu of margar kind-
ur í fjárhúsinu lægi beinast við
að MAST réði til sín sálfræðinga
eða félagsráðgjafa þegar kemur
að þessum málum. Nýtum okkur
aðgengi að fólki sem er sérhæft í
að hjálpa þeim sem eiga við and-
leg veikindi að stríða. Byggjum
bændur upp í stað þess að brjóta
þá niður.“ mm
Stöðva dreifingu mjólkur frá fjórum kúabúum
Matvælastofnun stöðvaði í síðustu
viku dreifingu mjólkur frá fjórum
kúabúum í Vesturumdæmi og Suð-
vesturumdæmi. Ástæður stöðvunar-
innar er sögð skortur á rekjanleika
í einu tilfelli og skortur á úrbótum
í þremur, þrátt fyrir margítrekað-
ar kröfur Matvælastofnunar. „Rekj-
anleiki afurða er forsenda þess að
hægt sé að hafa eftirlit með matvæl-
um allt frá uppruna þeirra að diski
neytenda og að hægt sé að fjarlægja
hættuleg matvæli af markaði. Á ein-
um bæjanna gat framleiðandi ekki
sýnt fram á uppruna og rekjanleika
mjólkur sem dreift var frá búinu. Á
hinum bæjunum voru gerðar ítrek-
aðar kröfur um úrbætur. Kröfurnar
sneru ýmist að ófullnægjandi þrif-
um, viðhaldi, umhverfi, hönnun,
skráningum og/eða leyfum. Búun-
um var veittur lokafrestur til úrbóta
en kröfur Matvælastofnunar voru
ekki virtar,“ segir í tilkynningu frá
stofnuninni.
Matvælastofnun hefur skv. lögum
um matvæli heimild til að stöðva
starfsemi og afturkalla starfsleyfi
þegar frávik endurtaka sig og til-
mæli stofnunarinnar eru ekki virt.
Mjólk frá þessum framleiðendum
mun ekki verða afhent til vinnslu
fyrr en uppfyllt eru gildandi lög og
reglur.
mm
Stjórn ungra bænda átelur vinnubrögð
Matvælastofnunar
Það var mikið um að vera í Grund-
arfjarðarhöfn þegar fréttarit-
ari Skessuhorns átti leið þar um
þriðjudaginn 25. nóvember síðast-
liðinn. Þá var olíuskipið Laugarnes
að dæla olíu í land. Kiddi RE 89 var
að landa 3.257 kg af síld úr Kol-
grafafirði ásamt því að verið var að
landa 578.977 kg af frosinni loðnu
sem Vilhelm Þorsteinsson EA 11
veiddi við Grænland. tfk
Líf í höfninni
Strandaði í smástund við Stykkishólm
Síðastliðið laugardagskvöld voru
björgunarsveitir á Snæfellsnesi
kallaðar út. Bátur hafði strandað
skammt fyrir utan innsiglinguna í
Stykkishólmshöfn. Björgunarsveit-
irnar Berserkir, Klakkur og Lífs-
björg voru kallaðar út á fyrsta for-
gangi, útkall F1, en fljótlega kom
í ljós að minni hætta var á ferð-
um en í fyrstu var talið og var þá
björgunarbátum frá Klakki og Lífs-
björgu snúið til baka. Vegna slæmr-
ar veðurspár var verið að færa milli
hafna gamlan eikarbát, Pétur afa frá
Ólafsvík. Einn maður var um borð.
Losnaði báturinn sjálfur af strand-
stað og var honum siglt fyrir eig-
in vélarafli þá stuttu leið sem ófarin
var til hafnar. mm/Ljósm. af.