Skessuhorn - 03.12.2014, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Skipulagsverðlaun veitt svæðisskipulagi Snæfellsness
Svæðisskipulag Snæfellsness „Andi
Snæfellsness - auðlind til sókn-
ar“ fékk í lok nóvember Skipulags-
verðlaunin 2014. Það var stoltur
og glaður hópur frá Snæfellsnesi
sem kom saman í Ráðhúsi Reykja-
víkur, til að taka við þessari viður-
kenningu ásamt ráðgjafarfyrirtæk-
inu Alta, sem veitti faglega ráðgjöf
við skipulagsgerðina. Verðlaunin
eru veitt á tveggja ára fresti og í ár
var dómnefnd skipuð af Skipulags-
fræðingafélagi Íslands, Arkitekta-
félagi Íslands, Tæknifræðingafélagi
Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands,
Félagi íslenskra landslagsarkitekta,
Ferðamálastofu og Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga. Í ár var sérstök
áhersla á skipulagsgerð í tengslum
við ferðaþjónustu og samþættingu
hennar við það byggða umhverfi
og náttúru sem fyrir er. Einkum var
skoðað hvernig faglega unnið skipu-
lag gæti styrkt staðaranda og sam-
félög, til hagsbóta fyrir íbúa, ferða-
menn og umhverfið.
Formlegir þátttakendur í þess-
ari vinnu hafa verið sveitarfélögin
fimm á Snæfellsnesi; Eyja- og
Miklaholtshreppur, Grundarfjarð-
arbær, Helgafellssveit, Snæfellsbær
og Stykkishólmsbær, auk samstarfs-
aðila; Ferðamálasamtök Snæfells-
ness, Snæfell - félag smábátaeigenda
á Snæfellsnesi, Búnaðarfélög Eyrar-
sveitar, Staðarsveitar og Eyja- og
Miklaholtshrepps auk Starfsmanna-
félags Dala- og Snæfellsnessýslu,
með aðstoð ráðgjafarfyrirtækisins
Alta. „Þetta er mjög mikill heið-
ur, ekki síst vegna þess að umsögn
dómnefndar var sérlega lofsamleg.
Við erum því í skýjunum, bæði við
hjá Alta og hinn breiði hópur Snæ-
fellinga, sveitarfélögin og samstarfs-
aðilar sem að þessu standa,“ segir
Björg Ágústsdóttir hjá Alta.
Í umsögn dómnefndar
segir m.a.:
„Að mati dómnefndar er svæðis-
skipulagið afar vel unnið, mun nýt-
ast vel til aðalskipulagsgerðar fyr-
ir sveitarfélögin á svæðinu og er
góð fyrirmynd fyrir önnur sveitar-
félög. Vel er að staðið að greining-
um á svæðinu sem og aðgerðaráætl-
un til framtíðar. [...] Skipulagsverk-
efnið felur jafnframt í sér nýbreytni
við skipulagsgerð hvað varðar sam-
vinnu sveitarfélaga á svæðisvísu við
fulltrúa úr atvinnulífinu og íbúa, en
þessir aðilar unnu sem einn hópur
að svæðisskipulaginu. Ennfremur er
svæðisskipulagsgerðin hluti af und-
irbúningi og þróun Svæðisgarðsins
Snæfellsness, sem er frumkvöðla-
starf á Íslandi hvað varðar sam-
vinnu um atvinnu- og byggðaþróun
á svæðisvísu.“
Setja m.a. fram
snæfellskt ferðalag
Í Svæðisskipulagi Snæfellsness er
leitað leiða til að styrkja ímynd svæð-
isins og auka fjölbreytni í atvinnulífi
og mannlífi. Þar er m.a. sett fram
stefna um snæfellskt ferðalag. Skil-
greind eru fjölmörg markmið og
leiðir að þeim sem ætlað er að stuðla
að því að ferðalangar á Snæfells-
nesi finni fyrir sterkum anda svæð-
isins, njóti góðrar þjónustu, spenn-
andi upplifunar og áhugaverðrar af-
þreyingar á fjölbreyttum ferðaleið-
um og áfangastöðum sem dreif-
ast um allt Snæfellsnes. Mikil vægur
þáttur hér er einnig þróun matvæla
í heimbyggð í samstarfi við bændur
og aðlila í sjávarútvegi, sem er ætlað
að efla matarmenningu og framboð
staðbundinna matvæla.
Samhliða svæðisskipulagsvinn-
unni hafa Snæfellingar stofnað
Svæðisgarðinn Snæfellsnes, sem
er formlegur samstarfsvettvangur
sveitarfélaganna, íbúa og atvinnu-
lífs. Á þeim vettvangi verður unn-
ið að framgangi verkefnanna sem
sett eru fram í svæðisskipulaginu.
Þarna er fylgt fordæmum um svæð-
isbundið samstarf, sem skilað hef-
ur raunverulegum árangri við upp-
byggingarstarf sem þetta í löndum
eins og Noregi, Sviss, Frakklandi,
Bretlandi, Austurríki og Þýska-
landi.
„Það er von og trú allra sem að
þessari vinnu hafa komið að hún
muni nýtast sem lyftistöng fyrir
atvinnulíf og samfélag á Snæfells-
nesi á næstu árum og gera það sam-
keppnishæfara til framtíðar. Nán-
ari upplýsingar um svæðisskipulag-
ið og Svæðisgarðinn Snæfellsnes
eru á www.snaefellsbaer.is Mark-
mið skipulagsverðlaunanna er að
hvetja til umræðu, auka skilning á
skipulagsmálum og vekja athygli á
því besta sem er að gerast á sviði
skipulags á hverjum tíma,“ segir í
tilkynningu vegna Skipulagsverð-
launanna 2014.
mm
Verðlaunagripurinn.
Snæfellingar taka hér við verðlaunum fyrir hið risavaxna verkefni.
Forsíða skipulagsins.
Á undanförnum árum hafa margir
lagt hönd á plóg við að byggja upp
gott og aðgengilegt efni sem nýst
getur forsvarsmönnum fyrirtækja
í ferðaþjónustu við vöruþróun og
markaðssetningu. Nýsköpunarmið-
stöð Íslands, í samvinnu við Íslands-
stofu og markaðsstofur landshlut-
anna, hefur nýlega gefið út hand-
bókina „Einstök íslensk upplifun.“
Hún er ætluð sem stuðningur fyr-
ir þá sem vilja tileinka sér aðferð-
ir upplifunarferðaþjónustu. Tól og
tæki upplifunarhönnunar skapa fyr-
irtækjum, stöðum og svæðum tæki-
færi til þróunar verðmætari afurða
og þjónustu sem henta þeim mark-
hópi sem horft er til. Með því að
draga fram sérstöðu staða, svæða
og landa við þróun og uppbyggingu
má fá meiri slagkraft við markaðs-
setningu, aukið virði og ánægðari
gesti. Bókin samanstendur af stutt-
um köflum, dæmisögum, gátlistum
og fleiru sem nýst getur við þróun
í ferðaþjónustu. Handbókina má
nálgast á www.einstokupplifun.is
mm
Mikil tækifæri í
upplifunarferðaþjónustu
Frá Botnsdal.
Ljósm. Ragnar Th Sigurðsson.
Einstokupplifun.is
Á vef Reykhóla er greint frá því
að lokatilraunir til að selja rekstur
verslunarinnar Hólakaupa á Reyk-
hólum hafi engu skilað og verður
henni því lokað núna um áramótin.
„Tveir aðilar sýndu þessu áhuga nú
á haustmánuðum, en af mismun-
andi ástæðum var hætt við kaupin.
Við sjáum okkur ekki fært að reka
þetta áfram, því að „vinnukonan“
okkar er að fara að halda áfram í
skóla og ég er á fullu að undirbúa
nýja fyrirtækið. Ólafía getur ekki
annast þetta ein þrátt fyrir góðan
vilja,“ segir Eyvindur Magnússon
kaupmaður í samtali við Reykhóla-
vefinn.
„Okkur þykir miður að þurfa
að loka, en álagið á fjölskylduna,
sem fylgt hefur rekstri búðarinn-
ar, er alveg nóg fyrir. Engir hér af
nærsvæðinu sýndu þessu áhuga og
það finnst mér umhugsunarefni.
Kannski hafa menn bara nóg að
gera, eða þá hitt, að fólk vill hafa
sitt frí. Búðin hefur alltaf verið rek-
in með hagnaði í okkar umsjá og
það verður vont fyrir samfélagið
hér ef hún leggst af,“ segir Eyvind-
ur. Þau Ólafía Sigurvinsdóttir og
Eyvindur Svanur Magnússon hafa
rekið verslunina Hólakaup frá vor-
inu 2010.
mm
Hólakaupum verður
lokað um áramótin
Eyvindur Magnússon við Hólakaup. Ljósm. þá.