Skessuhorn - 03.12.2014, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Þrátt fyrir skamman tíma á markaði
er „Hjörleifs hangikjötið“ að verða
allþekkt í Borgarfirði og víðar. Það
er Hjörleifur Stefánsson ferðaþjón-
ustubóndi í Kvíaholti á Mýrum sem
verkar kjötið en hann og kona hans
Anna Dröfn Sigurjónsdóttir standa
að rekstri Ensku húsanna við
Langá. „Það má rekja upphafið af
þessu til þess að frændi minn og ná-
granni, Einar Óskarsson á Tungu-
læk, tók upp á því fyrir nokkrum
árum að gera gömlum hænsnakofa
föður síns, sem var afabróðir minn,
til góða og útbúa í honum reyk-
kofa. Hann gerði þetta svo ágæt-
lega að kofinn er algjör antik finnst
mér, enda talar Einar frændi minn
um að gamli hænsnakofinn sé for-
framaður,“ sagði Hjörleifur þeg-
ar blaðamaður Skessuhorns kíkti
í heimsókn í reykkofann til þeirra
frændanna í síðustu viku.
Vildi læra af
meistaranum
Hjörleifur segir að þau hjónin og
foreldrar hans, Ragna og Stebbi á
Litlu-Brekku, séu með tæpt hundr-
að kinda og afurðirnar séu notað-
ar til heimilis og einnig til reksturs-
ins í Ensku húsunum. „Einar hafði
reykt kjöt fyrir okkur í þónokk-
ur ár og fyrir um það bil þremur
árum bauðst ég til að taka af hon-
um ómakið við að pækla kjötið frá
okkur og undirbúa það fyrir reyk-
inn. Um leið vildi ég nota tækifærið
og læra af frænda að reykja kjötið.
Hann er algjörlega með næmleik-
ann fyrir þessu, hvaða bragð má
fá úr eldsmatnum og það er ýmis-
legt annað en tað og birki sem fara
í stampinn. Svolítill leyndardóm-
ur í því,“ segir Hjörleifur og bros-
ir. Stampurinn sem Hjörleifur tal-
ar um er eldstóin. Hún er staðsett í
litlu skýli utanhúss við bakhlið reyk-
kofans og tengd þannig að kaldur
reykur berst inn í kofann. Þeir Ein-
ar og Hjörleifur segja það að hafa
eldstóna utanhúss útiloki hættu á
því að eldur myndist frá glóð inni í
kofanum, sem gefi hita og skemmi
kjötið. „Svo er þetta svo prýðilega
útfært hjá karli, túða sem gapir upp
í vindinn trekkir inn í reykskýlið og
áfram inn í kofann. Snilld,“ segir
Hjörleifur.
Hver einasta
kjöttutla seld
Hjörleifur segir að rífandi sala hafi
verið í hangikjötinu. „Það er hver
einasta kjöttutla seld og ekki ennþá
kominn desember. Það hefur líka
verið að aukast salan á langreykta
hangikjötinu. Það finnst mér ekki
síður skemmtilegt og afar snið-
ugt hjá sumum sem maður hefur
frétt af sem eru með hangikjöts-
lærið hangandi í forstofunni á að-
ventunni og gesturinn fær kjötflís
bæði þegar hann kemur og fer.“
Hjörleifur segir að mikil ásókn sé
líka í reykta sauðakjötið. „Þú sérð
þessa nökkva hérna í kofanum.
Þetta er sauðakjötið, gríðarlega
mikið og magnað hráefni, lungam-
júkt en vel feitt sem gerir bragð-
ið ennþá betra. Ofnsteikt við lág-
an hita, tímunum saman eða soð-
ið í potti er þetta óhemju gott. Ég
hef síðustu árin gelt fáeina lamb-
hrúta og síðan alið þá sem sauði
fyrir þessa framleiðslu. Það er alltaf
að aukast spurnin eftir sauðakjötinu
og náttúrlega um að gera fyrir fólk
að panta tímanlega, hafi það áhuga
fyrir þessu keti í jólamatinn að ári,“
sagði Hjörleifur þegar hann sýndi
blaðamanni inn í reykkofann, for-
framaða fyrrum hænsnakofann þar
sem voldug kjötlæri hanga. „Ég get
ekki annað en verið þakklátur mín-
um viðskiptavinum fyrir að velja vel
verkað kjöt beint frá býli þegar allar
búðir eru fullar af gödduðu keti. En
ket er bara ekki alveg það sama og
ket í munni.“
Ætlar að hlaða upp
gamlan reykkofa
Hjörleifur segist reyndar sjálf-
ur stefna að því að koma upp eig-
in reykkofa heima við. „Það hefur
staðið til að hlaða upp gamla reyk-
kofann langafa míns, afa Einars. Sá
hét Guðmundur og bjó að Litlu
Brekku. Það er spennandi verkefni
og ég mun örugglega apa hönn-
unina á reykskýlinu upp eftir Ein-
ari, en um leið myndi ég náttúr-
lega sakna félagsskaparins við hann
í kringum þetta sem er stór hluti
gamansins. Það er auðvitað karli
að þakka hversu kjötið er gott sem
reykt er í kofanum á Tungulæk.“
þá
Síðastliðinn laugardag var settur
upp heitur pottur við Aggapall á
Akranesi. Um var að ræða pott úr
ryðfríu stáli, smíðaðan af Stálfélag-
inu ehf. á Akranesi. Fengu meðlim-
ir í Sjóbaðsfélagi Akraness tækifæri
til að ylja sér í pottinum eftir að
hafa leikið sér í öldunum á Langa-
sandi þennan laugardagsmorgun.
Potturinn var einungis settur upp
til kynningar í þetta sinn og var eft-
ir baðferðina færður aftur í húsnæði
Stálfélagsins.
Frumkvöðlastarf
á Íslandi
Að sögn Einars Gíslasonar hjá Stál-
félaginu sáu hann og samstarfsfélag-
ar hans um smíði pottsins. Pottur-
inn er hannaður af Arnari Ólasyni
iðnhönnuði sem er meðeigandi
Einars að Stálfélaginu. „Það gekk
ljómandi vel að hanna og fram-
leiða pottinn. Þetta er frumkvöðla-
starf á Íslandi, því svona stálskelj-
ar eru hvergi til hér á landi. Stál-
pottar og laugar eru endingargóð-
ar og viðhaldslitlar,“ segir Einar í
samtali við Skessuhorn. Hann bæt-
ir því við að auðvelt sé að þrífa stál-
ið og mörg góð hreinsiefni séu til
fyrir stál. „Stálpottar og laugar eru
skemmtileg nýbreytni í pottaflór-
una á Íslandi sem býður upp á mikla
möguleika.“
Endist mannsævina
Einar segir stálið vera sérlega hent-
ugt í smíði af þessu tagi. Það sé
endingargott og alveg viðhaldsfrítt.
„Stálið endist nánast mannsævina.
Svo þar fyrir utan er það endurvinn-
anlegt, grænt efni. Það má því segja
að pottarnir séu umhverfisvænir,“
útskýrir Einar. Hann segir pottana
sem Stálfélagið smíðar vera fyrir
alla og henta þeir bæði heimilum,
baðstöðum og hótelum. „Pottarnir
eru ekki smíðaðir eftir móti og því
getur potturinn verið nánast hvern-
ig sem er í laginu og af hvaða stærð
sem er. Fólk getur í raun hannað
sinn pott,“ segir hann. Hann seg-
ir að það hafi komið á óvart hversu
þægilegir pottarnir eru. „Það er
mjög gott að sitja í þeim, þeir eru
alveg stamir og maður rennur ekki.
Eins leiðir stálið hitann vel þannig
að það verður jafn heitt og vatnið
sem í pottinum er.“
Guðlaug úr stáli
Líkt og sagt var frá í Skessuhorni
fyrr á árinu stendur til að byggð
verði heit laug við Langasand til af-
nota fyrir almenning. Laugin skal
bera nafnið Guðlaug enda rann
hluti minningarsjóðs hjónanna á
Bræðraparti á Akranesi, Guðlaug-
ar Gunnlaugsdóttur húsmóður og
Jóns Gunnlaugssonar útvegsbónda,
til gerðar laugarinnar. Laugin verð-
ur líklega fyrir framan Aggapall við
Langasand og vonast Einar til að
laug úr ryðfríu stáli verði fyrir val-
inu. „Hugmyndin er að setja tvær
laugar við Aggapall, 3 x 5 metra
langar. Við erum búnir að hanna
laugarnar og nú erum við að bíða
eftir tilboði í stálið að utan til að
geta haldið áfram með ferlið. Laug
úr stáli myndi henta vel á þessum
stað.“
Fer vel við náttúruna
Fram til þessa hefur Stálfélagið
fengist við ýmiskonar hönnun og
smíði úr ryðfríu stáli. Ber þar helst
að nefna Donk festingar á verandir
og sólpalla og makrílveiðibúnað fyr-
ir krókaveiðibáta. Einnig hafa þeir
félagar hannað og smíðað skáp fyr-
ir hnakka og skolvaska fyrir iðnað.
Einar segir að nú sé draumurinn að
sérsmíða potta og laugar fyrir sund
og baðstaði eða hótel, þar sem um-
hverfið er tengt náttúrunni. „Stál-
ið fer vel við náttúruna, hægt er að
nota með því flísar, timbur eða nátt-
úrustein og því tónar þetta vel sam-
an. Stálið upplitast ekki í sólinni og
engin hætta á að það springi,“ segir
Einar að endingu. grþ
Hanna og smíða heita potta úr ryðfríu stáli
Meðlimir í Sjóbaðsfélagi Akraness fengu að prófa pottinn sl. laugardag. Hér má
sjá 13 manns í potti sem hannaður er fyrir 7 - 8 manns, þannig að nóg er plássið.
Ljósm. Haraldur Sturlaugsson.
Einar Gíslason við pott úr ryðfríu stáli.
Reykja jólahangikjötið í forfrömuðum hænsnakofa
Eldstóin er í litlu skýli við bakhlið
reykkofans.
Hjörleifur og Einar við reykingakofann.
Miklir „nökkvar“ hanga uppi til reyks.
Hjörleifur með vænt sauðalæri sem
hann segir magnað hráefni.