Skessuhorn


Skessuhorn - 03.12.2014, Qupperneq 25

Skessuhorn - 03.12.2014, Qupperneq 25
25MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Eldvarnaátak og opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar Slökkviliðsmenn heimsóttu þriðju bekkinga Slökkvilið Grundarfjarðar heim- sótti á dögunum nemendur í þriðja bekk Grunnskóla Grundarfjarð- ar. Þar fræddu slökkviliðsmennirn- ir nemendur um mikilvægi reyk- skynjara, eldvarnarteppa, slökkvi- tækja og flóttaleiða ef eldur brýst út á heimilum. Svo sýndu slökkviliðs- mennirnir hvernig þeir bera sig að við reykköfun og að endingu buðu þeir krökkunum á slökkvistöðina þar sem krakkarnir fengu að skoða tæki og tól slökkviliðsins. Vakti það mikla lukku meðal nemenda sem þótti spennandi að skoða sig um á stöðinni. tfk Gleðidjamm og ljúfir tónar er heiti nýrrar sýningar Bjarna Þórs Bjarni Þór Bjarnason listamað- ur á Akranesi hefur opnað mynd- listarsýningu á kaffihúsinu Café Mílanó í Reykjavík. Á sýningunni eru tíu málverk unnin í akríl, með tækni sem hann er búinn að til- einka sér undanfarin ár. Þar not- ar hann spaða og hendur í staðinn fyrir pensla. Verkin eru öll mjög litrík með tengingu við tónlistina, þ.e. tekið í léttri sveiflu. Í dag vinn- ur Bjarni Þór eingöngu við mynd- list og rekur gallerí og vinnustofu að Kirkjubraut 1 á Akranesi. Þau tímamót eru hjá listamanninum að þetta er þrítugasta einkasýning hans. Sýningin stendur út desemb- er og er opin á opnunartíma kaffi- hússins. -fréttatilkynning Freisting vikunnar Í nýliðnum mánuði leit blaða- maður Skessuhorns við hjá hópi mæðra í fæðingarorlofi sem hitt- ast einu sinni í viku með börnin sín. Í hverri viku bjóða þær heim til skiptis og segja má að veisla sé í hvert skipti. Harpa Harðardóttir bauð heim þegar blaðamaður leit við og hafði hún dekkað borð með ýmsum veitingum. Margt girni- legt var á boðstólum og samþykkti Harpa að deila uppskriftinni að ljúffengu kjúklingasalati með les- endum Skessuhorns. Satay saumaklúbbs kjúklingasal- at (fyrir sjö stelpur) 6 kjúklingabringur (ca tveir pakkar af bringum) 1 pakki af kúskús með sólþurrkuðum tómötum 2 krukkur af satay sósu 1 poki af spínati 1 poki ruccola salat ½ - 1 krukka af fetaosti (eftir smekk) 1 rauðlaukur 1 poki appelsínugult Doritos Aðferð: Skerið kjúklingabring- ur í litla bita (u.þ.b. munnbita). Veltið kjúklingabitunum upp úr satay sósunni, þannig að þeir verði alveg þaktir. Skerið rauðlaukinn í smá ferningabita. Steikið svo kjúk- linginn á miðlungshita og hell- ið restinni af satay sósunni yfir á pönnuna ef eitthvað er eftir. Setjið spínatið í stóra skál og blandið við rauðlaukinn og Doritos flögurnar í skálinni. Gott er að hita kúskús- ið þegar kjúklingurinn er alveg að verða til, þar sem það tekur stuttan tíma. Þegar kúskúsið og kjúkling- urinn er tilbúinn er því blandað í skálina. Að lokum er svo fetaostin- um hellt yfir. Kjúklingasalatið er tilbúið! Girnilegt kjúklingasalat fyrir saumaklúbbinn Slökkvilið Akraness og Hvalfjarð- arsveitar fagnar um þessar mundir 80 ára afmæli. Á þriðjudagsmorgun í liðinni viku var mikill fjöldi barna saman kominn í bækistöðvum slökkviliðsins en þar fór fram eld- varnafræðsla fyrir nemendur þriðja bekkjar grunnskóla á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Eftir hádegið bauð síðan slökkviliðið almenn- ingi í opið hús og á sýningu. Það var gert í tilefni eldvarna átaksins 2014 og 80 ára afmælis slökkviliðs- ins. Gestum gafst kostur á að skoða slökkvistöðina og búnað slökkvi- liðsins. Einu sinni á ári hafa slökkviliðs- menn farið í grunnskóla á starfs- svæðinu á Akranesi og í Hvalfjarð- arsveit til að veita átta ára börnum fræðslu um eldvarnir. Í þetta skipt- ið var nemendum allra skólanna stefnt í bækistöðvar slökkviliðs- ins þar sem þeir fengu fræðslu um hvernig þau eiga að bera sig að ef eldur brýst út á heimili þeirra eða í skólanum. Eftir að hafa hlýtt á fræðsluna og fengið Svala og kleinu fengu krakkarnir síðan að prófa búnað slökkviliðsins svo sem þann sem notaður er við að sprauta vatn- inu og froðunni. Hefur það án efa verið hápunktur dagsins hjá þeim. Börnin höfðu margs að spyrja í fræðslunni en fyrir svörum voru Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri, Björn Karlsson forstjóri Mann- virkjastofnunar og Regína Ásvalds- dóttir bæjarstjóri Akraness sem klæddist slökkviliðsbúningi í til- efni dagsins. Í bland við spurning- ar sögðu krakkarnir frá ýmsu sem þeir hafa upplifað svo sem þegar kviknaði í grillinu, þegar kviknaði í pizzuofnum og fleiru. Í eldvarnaá- takinu fræða slökkviliðsmenn um allt land nemendur í þriðja bekk grunnskólanna um eldvarnir heim- ilisins. Börnin fá öll að gjöf hand- bók og getraun til að fást við. Að þessu sinni afhentu slökkviliðs- menn börnunum einnig fræðslu- efni um varnir gegn vatnstjóni en gríðarlegt eignatjón, rask og jafn- vel heilsutjón verður af völdum vatnsleka á heimilum ár hvert. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur stað- ið fyrir Eldvarnaátakinu samfleytt í rösklega tvo áratugi og frætt um eitt hundrað þúsund börn um eld- varnir. Þau elstu eru nú um þrí- tugt. Nýleg könnun Capacent Gal- lup sýnir að yfirgnæfandi meiri- hluti þátttakenda telur Eldvarnaá- takið mikilvægt. Þá sýnir könnunin jafnframt að slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn njóta trausts með- al almennings langt umfram helstu stofnanir samfélagsins. þá Börnin höfðu margs að spyrja. Froðan varð tilefni leikja hjá krökkunum. Það var spennandi að fá að sprauta vatninu. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri, reykköfunarmaður í búningi og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ásamt reykköfunarmanni í fullum búningi. Ýmiss búnaður slökkviðsins er sýndum gestum á opnu húsi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.