Skessuhorn - 03.12.2014, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014
Vörur og þjónusta
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Pennagrein
Ég geri líka athugasemd
Pennagrein
Sóun er ekki
náttúrulögmál!
Það var nokkuð liðið á ágúst-
mánuð sl. sumar er ég gekk vegna
vinnu minnar upp með Norðurá.
Það glumdi í beljandi straum-
þunga árinnar. Ég staldraði við og
þar sem ég horfði á ólgandi vatns-
flauminn upplifði ég mig svo agn-
arsmáa. Eins og sandkorn í eyði-
mörk. Ég sá mig fyrir mér van-
máttuga gegn krafti og afli nátt-
úrunnar en um leið auðmjúka. Ég
stend á árbakkanum, vatnið æðir
hjá, hringsnýst, ólgar. Orkan er
næstum áþreifanleg og upplifun-
in nærandi. Eftir þessa stuttu en
kærkomnu íhugun held ég göngu
minni áfram.
Skyndilega stökk hann upp!
Laxinn! Þarna sveif hann í lausu
lofti rétt yfir vatnsfletinum og
var ótrúleg nálægur! Hann hafði
séð ástæðu til að líta upp fyrir yf-
irborðið, hvort sem það var ein-
skær tilviljun eða af forvitni yfir
þessari kynjaveru á bakkanum. Á
þessu augnabliki fannst mér tím-
inn standa í stað. Ég virti fyr-
ir mér silfurgráan og glitrandi
straumlínulagaðan fiskinn. Aug-
un voru dökk og tómleg, allt að
því starandi en svipurinn þrátt
fyrir það mjög einbeittur. Stefna
þessa fisks var algjörlega fyrir-
fram ákveðin. Aðeins ófyrirséð-
ar uppákomur gætu breytt áform-
um hans; að þjóna hans eina til-
gangi hér á jörð, að koma genun-
um áfram til komandi kynslóða!
Þarna dáðist ég að þrautseigjunni,
vinnuseminni og hinni takmarka-
lausu eðlisávísun. Þessi fiskur ætti
líklega eftir að leggja að baki tugi
kílómetra upp eftir ánni til að ná
áfangastað. Ég leiddi hugann að
því með hvaða hætti lífverur hafa
þróast og þeim gert kleift að ná
takmarki sínu. Laxinn skapaður
með það í huga að lifa af ákveðnar
aðstæður, þroskast og vaxa. Lög-
unin með þeim hætti að skapa
sem minnsta mótstöðu í vatninu
til að lágmarka orkuþörfina hvort
heldur sem hann syndir á móti
straumnum eða heldur kyrru fyr-
ir. Auðvitað ríkir samkeppni um
næringu en hann virðist ekki nota
meiri fæðu en hann þarf. Þeg-
ar þarna var komið við sögu var
eins og augnablikið liði, laxinn
stakk sér ofan í ólgandi vatnið og
hélt för sinni áfram. Það gerði ég
einnig, þakklát þeirri gjöf að fá að
upplifa kúnstir náttúrunnar.
Efnishyggja er áberandi í nú-
tímasamfélögum. Því miður við-
gengst mikil sóun í slíkri sam-
félagsgerð, bæði á matvælum og
efnislegum hlutum, svo mikil að
halda mætti að um náttúrulögmál
væri að ræða. Ég neita hins veg-
ar að samþykkja það. Í grunninn
er tilgangur okkar mannanna hér
á jörð sá sami og annarra lífvera.
Svokallaðir vitsmunir gera það
hins vegar að verkum að markmið
okkar í lífinu eru oft fjölbreytt-
ari en hið eina óumbreytanlega
markmið laxins. Er mögulegt að
við gætum tekið lífshlaup hinna
ýmsu lífvera okkur til fyrirmyndar
og lært af þeim? Reynt að tileinka
okkur nægjusemi og hóf? Er orð-
ið brýnna nú en áður, samhliða
framförum og þróun, að skoða
grunngildin okkar og hvað það er
í raun sem gerir okkur hamingju-
söm? Það er ekki úr vegi að rýna
í einfaldara lífsmynstur annarra
dýrategunda og athuga hvar við
höfum villst af leið. Þar gætum
við lært mikið, t.d. að gæta hófs
í notkun auðlinda í sem víðust-
um skilningi. Að taka ekki meira
en við þurfum en nýta vel það sem
við tökum. Að skila komandi kyn-
slóðum sem mestu til baka á nýt-
anlegu formi. Við gætum e.t.v.
tileinkað okkur að spyrja hinnar
krefjandi spurningar “Hve mikið
er nóg”?
Eftir þessar bollaleggingar vík
ég aftur að sandkorninu í eyði-
mörkinni. Þessu litla korni sem
fljótt á litið virðist ekki skipta
miklu máli í hinu stóra samhengi.
En reyndin er sú að hvert og eitt
korn er hluti af stærri heild á sama
hátt og hvert og eitt mannsbarn
er hluti af einni og sömu fjöl-
skyldunni. Þessi fjölskylda deilir
saman einu heimili, jörðinni, sem
jafnframt er eina heimilið! Það
er vel að umræða um matarsó-
un virðist loksins vera orðin há-
værari í fjölmiðlum og meðal al-
mennings. Það er löngu tímabært
að fyrirtæki, stofnanir og einstak-
lingar taki við sér og sporni gegn
þeirri gengdarlausu sóun sem við-
gengst allt of víða. Ábyrgðin er
okkar allra og að mínu mati sið-
ferðisleg skylda hvers og eins að
gera sitt besta!
Ásta Kristín Guðmundsdóttir.
Vegna skrifa Hilmars Arasonar á
Skessuhornsvefinn og í síðasta tölu-
blað, sem reyndar hefur líka ratað inn
á fésbókina, finnst mér ég knúinn að
svara athugasemdum og áhyggjum
Hilmars.
Ég er formaður Skotfélags Vestur-
lands sem er skotíþróttafélag og var
stofnað þann 10. apríl 2012. Félagið
er aðili að UMSB, ÍSÍ og Skotsam-
bandi Íslands. Félagar í Skotvest losa
rúmlega eitt hundrað manns sem mun
vera óopinbert Íslandsmet í félaga-
fjölda hjá svo ungu félagi. Nú þeg-
ar hefur félagið komið sér upp mjög
myndarlegri inniaðstöðu sem er ein
glæsilegasta skotíþróttaaðstaða inn-
anhúss á Íslandi! Já, ég veit að þetta
eru stór orð en þau eru sönn og við
félagarnir erum mjög stoltir af þessari
aðstöðu okkar einkum í ljósi þess að
þetta hefur verið byggt upp af félög-
unum, bæði fjárhagslega og verk-
lega án fjár styrkja frá sveitarfélaginu
Borgarbyggð en sveitarfélagið útveg-
aði og leigir okkur húsnæðið í Brák-
arey sem við erum mjög þakklát fyrir.
Strax eftir stofnun félagsins fór
af stað vinna sem fólst í því að fá út-
hlutuðu skotæfingasvæði hjá sveitar-
félaginu. Í stuttu máli er búið að vísa
okkur fram og til baka með svæði og
er þessi staðsetning í landi Hamars
sennilega fjórði staðurinn sem hefur
verið skoðaður sem framtíðarstaður
fyrir skotæfingasvæði. Þess skal getið
að sveitarstjórn Borgarbyggðar sam-
þykkti eftir álit byggðarráðs að þetta
væri staðurinn fyrir okkur. Þá hefur
Skipulagsstofnun farið yfir málið og
varð niðurstaðan úr þeim könnunum
jákvæð.
En þá að áhyggjum
Hilmars
Hilmar segir að það séu 150 metr-•
ar frá riffilbraut að fólkvangsmörk-
um. Skotæfinga svæðið yrði gyrt af
og rækilega merkt og myndi ekki gera
neitt annað en að liggja saman.
Hilmar segir að það séu rúmir •
1200 metrar í næstu íbúabyggð. Það
er ekki rétt. Um 1500 metrar eru í
næstu íbúðarhús og var haft samband
við alla ábúendur sem voru búsettir í
minna en tveggja kílómetra radíus frá
fyrirhugðu skotsvæði og gerði enginn
athugasemd við að fá þetta svæði á
þessa staðsetningu. (Skv. könnun sem
starfsmaður Borgarbyggðar tjáði að
gerð hafi verið).
Hilmar segir að það séu 600 metr-•
ar á milli riffilbrautar og göngustígs
sem sé á milli Álatjarnar og Háfsvatns.
Það á við frá miðbik skotbrautar, mun
lengra frá skotstað.
Svona heldur Hilmar áfram að
vitna í fjarlægðir sem eru skv. mínum
gögnum ekki réttar. Og svo minn-
ist hann á til “fróðleiks” að langdræg-
ir rifflar dragi allt að 10.000 metrum!
Mér er til efs að svo öflugur riffill sé
til á Íslandi sem dregur 10.000 metra.
Skv. stöðlum um hversu langt .308
win sem er sennilega algengasta stóra
riffilcaliberið á Íslandi dregur (hættu-
svæði) eru tæpir 5000 metrar. Til þess
að ná þeirri drægni þarf að miða riffl-
inum 45° upp í loftið og þá lendir kúl-
an um 4600 metra í burtu og er þá bú-
inn að tapa nánast öllum slagkrafti og
hraða.
Þá telur Hilmar að mikill kostn-
aður muni falla á sveitarfélgið vegna
veglagningar að skotsvæðinu. Það er
ekki rétt. Það rétta er að það er veg-
ur að þeim stað þar sem skotsvæðinu
er ætlað að vera. Byggingafyrirtæk-
ið Loftorka og fiskvinnslan Hátindur
eru með geymslusvæði nánast á sama
stað og myndi sá vegur nýtast okkur.
En þess skal getið að á gamla hauga-
svæðinu er ráðgert af hálfu sveitar-
félagsins að koma upp jarðvegslosun-
arsvæði og mun þá verða farið í vega-
gerð og færslur á reiðvegum alveg
óháð hvort skotsvæðinu verði fundinn
staður þarna í Hamarslandi eða ekki.
Ég vil bara minna á þá staðreynd að
Skotvest er búið að byggja upp inni-
aðstöðu sem var mjög kostnaðarsöm
en félagið er skuldlaust og munum við
einnig stefna að því að byggja útiað-
stöðu á okkar eigin reikning, en mun-
um að sjálfsögðu sækja um þá styrki
sem í boði eru rétt eins og önnur
íþróttafélög í sveitarfélaginu.
Skotsvæðum eru settar mjög strang-
ar reglur til þess að fá starfsleyfi, eins
og svæðið hefur verið teiknað inn á
það land sem um ræðir. Verður skot-
stefnan frá suðri til norðurs þannig að
aldrei verður skotið í átt að Einkunn-
um, skátaskálanum Flugu, hesthúsa-
hverfinu eða að neinni íbúabyggð (sjá
mynd) og finnst mér sú umræða að
fólki geti stafað hætta af því að vera
í nágrenninu mjög óvægin og ósann-
gjörn. Það er nú einu sinni þannig að
aðeins er heimilt að skjóta eftir fyrr-
nefndri braut og munu kúlurnar þá
enda í svokölluðum “böttum” við
enda brautar og munu skot ekki fara
út fyrir hið afgirta svæði og til að lág-
marka hljóðmengun mun verða skotið
úr húsi/skýli sem yrði umlukið hljóð-
mön ( sjá mynd) og með gróðursetn-
ingu trjáa og runna. Þá myndi vera
opið á fyrirfram ákveðnum tímum.
Fordæmi
Á Akranesi er skotsvæðið staðsett um
1600 metra frá hesthúsahverfinu að
Æðarodda og nálægt vinsælli göngu-
leið á Akrafjall. Samkvæmt mínum
upplýsingum berast hvorki lögreglu
né Akraneskaupstað nokkurn tím-
ann kvartanir vegna skothvella þaðan.
Þá eru skotsvæði á Blönduósi, Sauð-
árkróki og Akureyri í nágrenni við
íbúðabyggð og/eða útivistarsvæði og
gengur sambúðin vel samkvæmt mín-
um heimildum.
Það er okkar ósk í stjórn Skotvest
að fólk mæti okkur með opnum hug
og fordómalaust og hlusti á það sem
við höfum að segja. Við viljum ekki
standa í illdeilum og ætlum að vanda
til allra verka, rétt eins og við höf-
um gert hingað til. En það skal hafa
í huga að á landsmótum ungmenna-
félaga, hvort sem er unglingalands-
mót eða fyrir fimmtíu plús, er keppt
í skotíþróttagreinum og hefur UMSB
sóst eftir að halda slík mót í héraðinu
á komandi árum.
Fyrir hönd stjórnar Skotfélags
Vesturlands,
Þórður Sigurðsson.
Fleiri greinar um skotæfingasvæðið
eru á vef Skessuhorns. Þær eru eftir
Bjarna K. Þorsteinsson og Hilmar
Má Arason.