Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 3

Læknablaðið - 15.09.2005, Page 3
RITSTJÓRNARGREINAR Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL 643 Öndunarmælingar í heilsugæslu - tækifæri og takmarkanir Gunnar Guðmundsson 644 Skráning krabbameina Jóhannes Björnsson 645 Já, saga læknisfræðinnar! Atli Þór Ólason FRÆÐIGREINAR 649 Þekjun bólusetningar barna við Monkey Bay í Malaví Þórður Þórarinn Þórðarson, Ásgeir Haraldsson, Halldór Jónsson, Richard G. Chola, Geir Gunnlaugsson Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur unnið að uppbyggingu heilsugæslu í Malaví um nokkurt skeið. Höfundar greinarinnar notuðu aðferðir alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar til að meta þekjun bólusetningar barna á aldr- inum 12-23 mánaða í héraðinu Monkey Bay sunnan til í landinu. Eitt þeirra vandamála sem heilbrigðisstarfsmenn á þessum slóðum í Afríku hafa við að stríða eru erfiðar samgöngur og flóknar samskiptaleiðir. 657 Eftirlit með blóðþynningarmeðferð á heilbrigðisstofnun Þingeyinga, gæðastjórnunarverkefni Valur Helgi Kristinsson Warfarín hefur verið notað í lækningaskyni í hálfa öld eða svo og notkun þess eykst enda besta lyfið á markaði til að meðhöndla og fyrirbyggja bláæðasega í ganglimum og víðar og til að fyrirbyggja blóðsegarek hjá sjúklingum með gáttatif. Nokkrir annmarkar fylgja þó notkuninni: þörf á endurteknum blóð- prufum og síbreytilegum skömmtum. Hér er athugað hversu vel gekk að stýra blóðþynningarmeðferð frá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga eftir breytingar sem gerðar voru á því eftirliti árið 2002. 661 Tungurótarskjaldkirtill (lingual thyroid) - sjúkratilfelli: kona með fyrirferð í tungurót Birgir A. Briem, Anna Björk Magnúsdóttir Tungurótarskjaldkirtill er meðfæddur galli sem felst í því að villtur skjaldkirt- ilsvefur hefur tekið sér bólfestu í tungurót. Þá hafa skjaldkirtilsfrumur villst af leið og er ekki ljóst hvað veldur því. Fyrsta tilfelli þessa var lýst árið 1869. Gallinn er iðulega einkennalaus og erfitt að giska á algengi hans. Hann er kemur oftar við sögu hjá konum en körlum og verður einkenna helst vart við kynþroska, þungun og á breytingaskeiði. 665 Frysting á aukaleiðsluböndum - nýjung í meðferð hjartsláttartruflana Davíð O. Arnar, Gizur Gottskálksson Þróun brennsluaðgerða á aukaleiðsluböndum síðastliðna tvo áratugi hefur orðið til þess að brennsla er nær því fyrsta meðferð við takttruflunum einsog gáttasleglahringsóli. Á síðustu árum hafa til viðbótar þróast aðferðir til raflíf- eðlisfræðilegrar einangrunar á lungnabláæðum sem hafa leitt til möguleikans á að lækna gáttatif. Þessi nýja frystitækni hefur ýmsa kosti framyfir brennsl- una. 9. tbl. 91. árg. september 2005 Aðsetur Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Símar Læknafélög: 564 4100 Læknablaðið: 564 4104 Bréfasími (fax): 564 4106 Læknablaðið á netinu www. laeknabladid. is Ritstjórn Emil L. Sigurðsson Hannes Petersen Jóhannes Björnsson Karl Andersen Ragnheiður Inga Bjarnadóttir Vilhjálmur Rafnsson ábm. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Brynja Bjarkadóttir brynja@iis.is Blaðamennska/umbrot Þröstur Haraldsson throstur@iis.is Upplag 1.600 Áskrift 6.840,- m. vsk. Lausasala 700,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Prentun og bókband Prentsmiðjan Gutenberg ehf. Síðumúla 16-18 108 Reykjavík Pökkun Plastpökkun ehf. Skemmuvegi 8m 200 Kópavogi ISSN: 0032-7213 Læknablaðið 2005/91 639

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.