Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 8
G agnrýni hefur komið fram á kostnað vegna rannsóknar-nefnda á vegum alþingis í kjölfar hrunsins. Í leiðara Fréttatím- ans síðastliðinn föstudag var meðal annars vitnað í orð Karls Garðars- sonar alþingismanns sem sagði að um hreina sjálftöku hefði verið að ræða. Kostnaður við fyrstu skýrsl- una, um aðdraganda og orsakir falls bankanna, nam 454 milljónum króna. Kostnaður við aðra skýrsl- una, um Íbúðalánasjóð, fór langt fram úr áætlun. Upphaflega átti hún að kosta 70 milljónir króna en kostaði 249 milljónir króna. Gagn- rýni tveggja þingmanna, Karls og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, auk þess sem fram kom í leiðaranum, beindist þó einkum að þriðju skýrsl- unni, um sparisjóðina. Kostnaður við hana nemur nú 678 milljónum króna. Ef betur er að gáð, er þó ekki hægt að setja allar skýrslurnar und- ir sama hatt. Á það bendir Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, í minnisblaði til Karls Garðarsson- ar alþingismanns í framhaldi af gagnrýni þingmannsins. Tryggvi var einn þriggja nefndarmanna í fyrstu nefndinni, þeirri sem rann- sakaði aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Í minnisblaðinu til Karls segist Tryggvi hafa hrokk- ið svolítið við þegar hann sá vísað til umfjöllunar þingmannsins um rannsóknarnefndirnar og segir síðan: „Þar setur þú allar þær þrjár nefndir sem Alþingi hefur skipað undir sama hatt og segir að engar fjárhagsáætlanir hafi verið gerðar og skýrsluhöfundar hafi haft opinn tékka. Mér er málið skylt því ég sat sem umboðsmaður Alþingis í þeirri nefnd sem fjallaði um fall bankanna og hafði öðrum frekar af okkur nefndarmönnum með fjármál þeirr- ar nefndar að gera og samskipti við Alþingi af því tilefni. Rétt eins og í öðrum verkefnum sem ég hef sinnt fyrir Alþingi lagði ég áherslu á að kostnaður við starf nefndarinnar væri á hverjum tíma innan fjárheim- ilda og þar með í samræmi við þær kostnaðaráætlanir sem við kynnt- um yfirstjórn Alþingis á hverjum tíma. Ég kannast því ekki við að í tilviki okkar nefndar hafi staðan verið sú sem þú lýsir.“ Kostnaður innan marka Tryggvi sendi Karli síðan afrit af minnisblaði sem nefndin tók saman eftir að hún lauk störfum og segir þar að kostnaður við starf nefndar- innar hafi verið innan fjárheimilda. „Nefndin hóf störf í byrjun árs 2009 og fyrsta verkefnið var að gera áætlanir um verkið og kostn- að við það,“ segir Tryggvi í minnis- blaðinu. „Eðlilega var mikil óvissa um kostnaðinn í upphafi en Alþingi setti strax 30 millj. í verkið á árinu 2008 og á fjárlögum fyrir árið 2009 voru 150 millj. kr. Þessar tölur voru ákveðnar án þess að nefndin hefði haft nokkuð um það að segja. Þegar áætlanir okkar lágu fyrir var ljóst að þessar fjárveitingar dygðu ekki til að mæta kostnaði á árinu 2009 ef við ættum að geta unnið verkefnið í samræmi við verkáætlun okkar. Yf- irstjórn Alþingis gekk því frá sam- komulagi við fjármálaráðherra og fjárlaganefnd um að starfi nefndar- innar yrði tryggð aukafjárveiting á árinu og varð fjárveiting á því ári alls 210 millj. Við gerðum síðan kostnaðaráætlun fyrir lok verks- ins á árinu 2010 og í samræmi við hana samþykkti Alþingi á fjárlögum 2010 fjárveitingu upp á kr. 100 millj. Samtals námu þessar fjárveitingar til starfs nefndarinnar og þeirra kostnaðaráætlana sem gerðum og höfðum forræði á 340 millj. kr. Eins og sést í minnisblaðinu þá var kostn- aðurinn innan þessara marka – var að vísu 3 millj. umfram – við verklok okkar.“ Alþingi ákvað aukakostnað „Sá kostnaður sem bættist við og varð tilefni aukafjárveitingar 2010 var að mestu tilkominn vegna ákvarðana yfirstjórnar Alþingis um prentun á skýrslu nefndarinnar og kynningu á henni auk kröfu Þjóð- skjalasafns um greiðslu vegna mót- töku á rafrænum gögnum nefndar- innar en yfirstjórn Alþingis ákvað að þessi kostnaður yrði greiddur. Það er auðvitað ekki okkar sem unnum að þessu verkefni fyrir hönd Alþingis að dæma um hvort þeim peningum sem fóru í beinan kostnað við starf nefndarinnar var vel varið. Við lögðum hins vegar áherslu á að gæta aðhalds í rekstri þessarar nefndar og ég fæ ekki bet- ur séð en það hafi tekist bærilega að minnsta kosti í samanburði við síð- ari nefndirnar og ég læt þá liggja á milli hluta þann verulega mun sem var á umfangi þessara verkefna og eðli þeirra.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Rannsóknarnefnd Alþingis, sem fjallaði um aðdraganda og orsakir falls bankanna, gerði grein fyrir stöðu fjár- mála nefndarinnar þann 29. júní 2010. „Til skýringa á þessum síðast nefndu liðum tekur rannsóknarnefnd Alþingis fram,“ segir nefndin í minnisblaði sínu „að þar er um að ræða liði sem nefndin hefur sjálf ekki haft forræði á. Rannsóknarnefndin hafði áformað að prenta 700 eintök af skýrslu nefndarinnar en hún yrði að öðru leyti aðgengileg á vefnum. Yfir- stjórn Alþingis ákvað að samtals yrðu prentuð 7.000 eintök af skýrslunni í þremur prentunum, hún yrði til sölu í bókaverslunum og ákvað jafnframt söluverð skýrslunnar. Kostnaðarverð á hverju prentuðu eintaki af skýrslunni var kr. 10.900 að viðbættum virðis- aukaskatti. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis er áætlað að tekjur af sölu skýrslunnar verði alls kr. 20 millj. .“ Þá sagði rannsóknarnefndin og að samkvæmt lögum bæri nefndinni að afhenda Þjóðskjalasafni til varðveislu skjöl og gögn nefndarinnar, auk gagnagrunna, og að safnið væri reiðu- búið til að taka að sér þann frágang en áætlaði að kostnaður við slíkt næmi nær 26,8 milljónum króna. -jh Gardavatn & Feneyjar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, en Goethe líkti staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Njótum þess að sigla á Gardavatni og til drottningar Adríahafsins, Feneyja. Heimsækjum einnig elstu borg Norður-Ítalíu, Veróna. Verð: 218.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir Haust 12 4. - 14. október  skýrsla Minnisblað TryGGva Gunnarssonar Til þinGManns Fjárveitingar til starfs nefndarinnar á fjárlögum og fjáraukalögum hafa verið eftirfarandi Fjárheimild 2008 30.000.000 Fjárheimild 2009 (fjárlög+fjárauki) 210.000.000 Fjárheimild 2010 100.000.000 Samtals 340.000.000 Ónotaðar fjárheimildir hafa verið fluttar milli ára að fullu til að mæta rekstrarkostnaði sem verið hefur 2008 0 2009 215.547.782 2010 - Almennur rekstur 127.558.817 Samtals nemur þessi kostnaður alls kr. 343.106.599 Sem sundurliðast þannig Kostnaður við rannsóknarnefndina kr. 81.576.486 Kostnaður við siðfræðihóp 18.353.861 Annar starfsmannakostnaður 122.489.339 Aðkeypt þjónusta, s.s. innlendra sérfr. 73.377.366 Erlendir sérfræðingar 17.910.856 Rekstarkostnaður 29.398.691 Á árinu 2010 bætist síðan við eftirfarandi kostnaður (þ.e. viðbót við kr. 127.558.817) Prentun skýrslu 96.139.906 Tekjur af sölu á skýrslu (+áætl.) –20.000.000 Þýðingar + kynning skýrslu 6.551.969 Frágangur Þjóðskjalasafns á skjölum og gagnagrunnum 26.795.000 Tölvubúnaður afhentur Þjóðskjalas. 850.000 eða samtals –[mínus] sölutekjur af skýrslu kr. 110.336.875 Kostnaður við banka- skýrsluna innan marka Umboðsmaður Alþingis og skýrslunefndarmaður hræðist ekki samanburðinn við hinar síðari. Alþingi ákvað að prenta sjö þúsund eintök Rannsóknarskýrslan, um aðdraganda og orsakir falls bankanna, var í níu bindum. JUSTIN Dúnúlpa kr. 14.990 www.icewear.is 8 fréttir Helgin 5.-7. september 2014 – fyrst og fre mst ódýr! 948kr.kippan Verð áður 1356 kr. k ippan Toppur létt kolsýrð ur eða með sítrónu, 12 x 0, 5 lítrar í pk. v 12 í pk. 30%afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.