Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 28
hjá mér, börn og fullorðnir. Ég held að þetta hafi vakið svona mikla athygli af því þetta var í kirkju og við umgöngumst kirkjuna stundum sem ofurheilagan stað í frekar en hluta af samfélagi okkar. Ég hef kynnt fræðsluna mína fyrir fólki í menntamála- ráðuneytinu og hjá landlæknisembættinu og ég hef alls staðar fengið klapp á öxlina.“ Lofar þeim smokki Sigga Dögg byrjaði að halda fyrirlestra um kynlíf fyrir fjórum árum og hefur hún hlotið lof fyrir að nálgast viðfangsefnið á hispurslausan hátt þar sem stutt er í húm- orinn. Flestir hafa fyrirlestrarnir verið fyrir unglinga í 8. - 10. bekk, en fyrir tveimur árum bættust við fyrirlestrar fyrir foreldra. „Það var mikið talað um gjá milli foreldra og unglinga, og mér fannst nauðsynlegt að gera kynfræðsluna aðgengilega. Ég byggði fyrirlestrana fyrir foreldra á þeirri þekk- ingu sem ég hafði aflað mér á fyrirlestrum fyrir unglinga, en rannsóknir hafa sýnt að það skiptir máli að virkja foreldrana. Ung- lingarnir mæta síðan í lokin á þeim fyrir- lestrum – því ég lofa þeim að þá fái þau smokk,“ segir hún grafalvarleg. „Ungling- arnir og foreldrarnir eru bara saman í um 10 mínútur, rétt til að brjóta ísinn. Ég hef fengið svo jákvæða endurgjöf og verið sagt að á leiðinni heim frá fyrirlestrinum hafi verið rætt um bókstaflega allt. Um leið og búið er að segja „píka, typpi og smokkur“ fyrir framan foreldrana – og foreldrarnir segja það líka – þá er ísinn brotinn.“ Hún vill leggja sitt af mörkum til að um- ræðan á Íslandi um kynlíf sé opin og hrein- skiptin og fannst næsta skref í því ferli að Ný námskeið Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010www.heilsuborg.is Komdu og svitnaðu með okkur! Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is • Morgunþrek • Kvennaleikfimi • Karlaleikfimi • 60 ára og eldri • Jóga • Zumba (nýr tími 17:30) • Í formi fyrir golfið • HL klúbburinn Hefjast í næstu viku KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA skrifa bók. Bókin „Kjaftað um kyn- líf“, sem kemur út í næstu viku, er fyrst og fremst ætluð foreldrum og svo hverjum þeim sem vinnur með börnum og gegna trúnaðarhlut- verki, til að mynda starfsfólki fé- lagsmiðstöðva, leikskólakennurum, íþróttakennurum. „Ég grínast oft með að ég hef takmarkaða athygli og þessi bók er fyrir fólk sem nenn- ir ekki að setjast niður og lesa texta frá a-ö heldur bara grípa niður þar sem það langar. Bókin er aðgengi- leg, auðlesin og á mannamáli.“ Kynfræðsla fyrir 0-6 ára Einhverjum kann að finnast það undarlegt í fyrstu að í einum kaflan- um í bókinni sé sérstaklega fjallað um börn á aldrinum 0-6 ára og í öðrum um börn frá 6-12 ára. „Það merkilega er að fólk er löngu byrjað að tala um kynferðismál við börn en fattar það bara ekki. Ef við segjum að fjögurra ára stelpa og fjögurra ára strákur sem eru vinur séu „kær- ustupar“ erum við byrjuð að tala um kynhneigð. Foreldrar þurfa að ákveða hvort og þá hvað þeir segja þegar barnið þeirra snertir kynfæri sín, hverju þeir þurfa mögulega að hafa áhyggjur af varðandi hegðun og hverju alls ekki.“ Áður en vinna hófst að fullu við bókina leitaði Sigga Dögg til Hug- os Þórissonar heitins, eins virtasta barnasálfræðings landsins. „Ég segi alltaf að ég hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að ræða við hann um þessi mál. Mér fannst eins og ég þyrfti að bera hugmyndina undir hann og fá ráð. Hann gaf mér ótrúlegan meðbyr. Ég sagði líka við hann að í mínum huga væri hann rokkstjarna og að fá að hitta hann væri svolítið eins og að koma heim í stofu til Mick Jagger. Ég sagði Hugo frá hugmyndum mínum og hann tók undir að það væri mikilvægt að skrifa líka fyrir þessa yngri aldurs- hópa. Þetta eru samræður sem við byggjum upp og við getum ekki ætl- ast til þess að 13 ára unglingur setj- ist allt í einu niður með foreldrum sínum og eigi hreinskilnar samræð- ur um kynlíf ef þið hafið aldrei rætt það áður.“ Sigga Dögg bendir til að mynda á orðræðuna hvað varðar kynfæri. „Sumum finnst skömm að kalla píku píku þegar um er að ræða litlar stelpur, en hvenær útskrifast stelp- ur úr pjölluskólanum og fara yfir í píkuskólann? Typpi er hins vegar alltaf kallað typpi. Það er líka ótrú- lega margt sem veldur unglingum hugarangri. Stelpa í 8. bekk kom til mín, sagðist aldrei ganga í g- streng og spurði „Verða strákar hrifnir af stelpum sem ganga ekki í g-streng?“ Þetta var svo falleg spurning og gaman að fá að svara henni. Ég sagði henni að strákum væri alveg sama í hvernig nær- buxum stelpur væru heldur væru þeir bara spenntir fyrir því sem er fyrir innan nærbuxurnar. Ég sagði henni síðan að ég væri alltaf í ljótum nærbuxum og maðurinn minn væri alltaf að segja mér að fá mér flottari nærbuxur. Þegar ég var unglingur keypti mamma mín nærbuxurnar mínar og strákum var alveg sama þó þær væru stórar. Þeir vildu bara fá mig úr þeim,“ segir hún hlæjandi. Óraunhæfir útlitsstaðlar Hún rifjar upp að sem unglingur hafi hún fengið unglingabólur en ekkert sem hún hafði áhyggjur af. „Núna hef ég samt fengið að heyra frá fólki að það vorkenndi mér svo þegar ég var unglingur út af því að ég var með svo slæma húð. Það er eins og ég hafi verið með eitthvað ofursjálfstraust,“ segir hún og held- ur áfram að hlæja. „Ég man þegar ég var um tvítugt var ég með bólur og teina og var að segja samstarfs- konu minni frá því hvað ég ætlaði aldeilis að djamma um kvöldið. Hún horfði hughreystandi á mig og sagði: Mér finnst þetta svo gott hjá þér, að þú lítir svona út og farir samt að djamma og finnist þú alveg sæt. Þetta voru alveg sláandi fréttir fyrir mig. Var ég ekki sæt?,“ segir hún á dramatískan hátt en nær ekki að halda andliti og springur úr hlátri. Þetta er samt háalvarlegt dæmi um hvernig samfélagið býr til ákveðna útlitsstaðla og þeir sem ekki passa þar inn í geta verið jað- arsettir. „Við erum svo föst í ramma um hvernig fólk á að vera. Þess vegna þarf að sýna myndir af alls konar píkum og alls konar typpum, til að við gerum okkur grein fyrir því að við erum allskonar.“ Þrátt fyrir einstaka gagnrýnis- raddir segist Sigga Dögg upplifa Íslendinga mjög opna og jákvæða fyrir kynfræðslunni hennar. „Ég held að við Íslendingar trúum því ekki um okkur að við stoppum fólk úti á götu og hrósum því en ég hef oft verið stoppuð af ókunnugu fólki sem þakkar mér fyrir. Í hvert sinn styrkir það mig meira og þegar það kemur eitthvað neikvætt upp þá finnst mér ég vera teflonhúðuð af hrósi. Auðvitað tek ég gagnrýni fagnandi en stundum er fólk bara neikvætt til að vera neikvætt. Mér finnst mjög leiðinlegt að presturinn hafi verið kærður út af því ég var að gera. Heilt yfir upplifi ég mig í verndarhjúpi góðra Íslendinga sem hvetja mig áfram.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Af hverju að lýsa fíl í staðinn fyrir að sýna mynd af fíl? Sigríðru Dögg með börn sín, Henrý Nóa og Írisi Lóu. 28 viðtal Helgin 5.-7. september 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.