Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 05.09.2014, Blaðsíða 41
heimili & hönnun 41Helgin 5.-7. september 2014 Fjölmiðlamaðurinn Heiðar Austmann heldur mikið upp á sófann á heimili sínu. „Sófinn er athvarf eftir daginn og ég panta oft að fá að vera á tung- unni. Um helgar hlamma ég mér í sófann og horfi á enska boltann,“ segir hann. Heiðar og kona hans eiga tvær dætur, fjögurra ára og sex mánaða, og á laugardagskvöldum sest fjölskyldan iðulega saman í sófann og horfir á kvikmynd og borðar popp. „Í sófanum hef ég átt margar góðar stundir. Til dæmis hef ég oft skipt um bleiur í honum,“ segir hann í léttum dúr. Á heimilinu er einnig borð- stofuborð sem Heiðari er kært. Borðið keypti hann notað af systur vinkonu sinnar. „Þetta er tekkborð með sex stólum sem ég fékk á fínu verði. Áður vorum við með eldgamalt borð sem var orðið svolítið lúið. Með stækkandi fjölskyldu er gott að vera með svona stórt borð. Við fjölskyldan komum saman við borðið eftir langan dag og ræðum hvað gerðist þann daginn. Við borðið hafa líka verið haldin matarboð og spilakvöld og reyndar alveg ótrúlega margt, hvort sem það eru barnaafmæli eða annað. Allt gerist við borð- stofuborðið góða.“ -dhe  Heimili UppáHalds Húsgagnið Skiptir um bleiur á sófanum Notað borðstofuborð er í miklu uppáhaldi hjá fjölmiðlamanninum Heiðar Austmann. Eftir langan dag sest fjölskyldan saman við borðið og ræðir viðburði dagsins. TILBOÐ KOMDU MEÐ MÁLIN og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. FAGMENNSKA í FyrIrrúMI Þú nýtur þekkingar og reynslu og fyrsta flokks þjónustu. VIÐ KOMUM hEIM tIL þíN, tökum mál og ráðleggjum um val innréttingar. þú VELUr að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, samsetta eða uppsetta. hrEINt OG KLÁrt Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Þvottahús Fataskápar og sérsmíði Baðherbergi Skóhillur AFSLÁttUr 25% AF ÖLLUM INNrÉttING UM í SEptEMbEr OG HAUSTA FER tILbOÐ VIÐ hÖFUM í SEptEMbEr ER SUMRI HALLAR Glæsilegar innréttingar á tilboðsverði Vandaðar hillur Búrskúffur Innbyggðar hillur RAFTÆKI FYRIR ELDHÚSIÐ ÁbyrGÐ - þJÓNUStA 5 ár á innréttingum, 2 ár á raftækjum. Fríform annast alla þjónustu. (Trésmíðaverkstæði, raftækjaviðgerðaverkstæði). VÖNDUÐ rAFtÆKI Á VÆGU VErÐI Skúffuinnvols Mán. - föst. kl. 9 -18, laugardaga kl. 11-15 friform.is OpIÐ Helluborð OfnarKæliskápar Háfar Uppþvottavélar Sófinn í stofunni er í miklu uppáhaldi hjá Heiðari Austmann. Um helgar hlammar hann sér í sófann og horfir á enska boltann. Ljósmynd/Hari Borðstofuborðið keypti Heiðar notað af systur vinkonu sinnar. Edik í þrifin Borðedik klýfur fitu, nær fram gljáa og eyðir vondri lykt og er því alveg kjörið í þrifin heimilinu. Rúðuúði Blandið ediki og vatni í hlutföll- unum einn á móti tíu (edik 1 / vatn 10) í blómaúðabrúsa og úðið á gler og spegla. þurrkið vel og strjúkið yfir með gömlum krumpuðum dagblöðum. Prentsvertan eykur gljáa. Salernishreinsir Ediki er hellt í salernisskálina og látið liggja yfir nótt. Burstað vel og sturtað niður. Edik í þvottavélina Setja má dálítið af ediki í þvotta- vélina í stað þvottaefnis til að flík haldi lit sínum. Lyktareyðir Til að losna við vonda lykt á heimilinu er ráð að setja borðedik í skál og láta standa á eða nálægt ofni. Ef vond lykt er af skurðar- brettum er gott að skrúbba þau upp úr ediki og skola vel. Kaffivélar má þvo með því að láta edik í stað vatns í vélina og láta hana ganga. Endurtekið tvisvar með vatni til að eyða ediks- lyktinni. Upplýsingar af vef Leiðbeiningamiðstöðvar heimilanna, www.leidbeiningastod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.